Bæjarins besta - 21.11.2001, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 3
Kveikjum í konum!
Landssamband framsóknar-
kvenna og framsóknarkonur
á Vestfjörðum bjóða þér í létt
kaffispjall sunnudaginn
25. nóvember nk. kl. 13-16
á Hótel Ísafirði.
Gestur fundarins verður
Siv Friðleifsdóttir,
umhverfisráðherra.
Allar konur sem hafa áhuga
á að bæta samfélagið og auka
áhrif kvenna eru hvattar til
þess að líta inn og fá sér tíu
dropa.
Landssamband
framsóknarkvenna.
Jólin eru komin
í Föndurkistuna!
Námskeiðin eru í fullum
gangi. Örfá sæti laus í
keramikmálun og í þrívídd.
Leirpottarnir,
plastrammarnir
og garnið er
loksins komið.
Einnig
gifsmótin
vinsælu.
Ráðstefna um bætta umgengni
við fiskistofnana við Ísland
Ákveðið hefur verið að efna til ráðstefnu á Ísafirði, um bætta umgengni við fiskistofnana umhverfis Ísland. Ráð-
stefnan verður haldin í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, þann 25. nóvember næstkomandi og hefst kl. 13.00.
Í undirbúningshóp fyrir ráðstefnuna eru Eiríkur Finnur
Greipsson, sparisjóðsstjóri, Guðmundur Halldórsson, skip-
stjóri og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Meðal frummælenda verða:
· Jón Kristjánsson, fiskifræðingur
· Magnús Þór Hafsteinsson, fiskifræðingur og fréttamaður
· Óli Olsen, togaraútgerðarmaður í Færeyjum
· Auðunn Konráðsson, formaður Útróðrabátafélags
Færeyja
· Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar
· Ólafur Karvel Pálsson, fiskifræðingur Hafrannsókna-
stofnunar
· Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráð-
herra
Að loknum framsögum verða pallborðsumræður og fyrir-
spurnir úr sal.
Viðfangsefni ráðstefnunnar verður fyrst og fremst með áherslu
á umræðu sem leitt getur til „betri umgengni við fiskistofnana.“
Fjölmargir aðilar hafa þegar samþykkt að taka þátt í ráð-
stefnunni eða að styðja hana. Því má reikna með að þátttaka í
henni verði víðtæk.
Ráðstefnu þessari er ætlað leggja lóð á vogarskál leitarinnar
að þolanlegum sáttum um stjórn fiskveiða, á grundvelli þess að
aðilar með ólíka hagsmuni og ólíkar skoðanir hafi nokkurn
skilning á sjónarmiðum hvors annars. Frummælendur hafa
meðal annars verið valdir með tilliti til þess að kalla fram mál-
efnalega umræðu um árangur af núverandi fiskveiðistjórn-
unarkerfi Íslendinga og þeirrar leiðar sem frændur okkar og
nágrannar Færeyingar hafa fetað.
Undirbúningshópurinn vill bjóða öllum þeim, sem áhuga
hafa málefnalegri umræðu um bætta umgengni um auðlindir
hafsins, að koma á þessa ráðstefnu, sunnudaginn 25. nóvember
2001. Það ætti enginn áhugamaður um sjávarútveg að láta
þessa ráðstefnu fram hjá sér fara.
Réttur er áskilinn til breytinga á dagskrá.
47.PM5 19.4.2017, 09:483