Bæjarins besta - 21.11.2001, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 5
smáar
Til sölu er einbýlishúsið
að Engjavegi 24, Ísafirði.
Húsið er byggt árið 1947
og er 126m² að stærð, fimm
herb., hæð og kjallari. Leiga
kemur til greina. Húsið er
laust. Upplýsingar í símum
456 4737, 464 0317 og
868 6626.
Grunnvíkingar! Bingó
verður í Sigurðarbúð,
föstudaginn 23. nóv. kl. 20.
Miðaverð kr. 1.000. Mæt-
um öll. Nefndin.
Til sölu eru 33" dekk og
felgur. Uppl. í símum 861
6050 og 456 7424.
Til sölu er 4ra herb. íbúð
að Stórholti 7. Góð og vel
skipulögð blokkaríbúð.
Uppl. í síma 456 4640.
Til leigu er 2ja herb. íbúð
við Seljalandsveg. Íbúðin
er öll nýuppgerð. Parket og
flísar á gólfum. Upplýsing-
ar í síma 894 8630.
Þrír litlir og sætir kettl-
ingar fást gefins. Uppl. í
síma 456 5311 e. kl. 19.
Slysavarnafólk í Bolung-
arvík! Nú styttist óðum þar
til dregið verður í ,,Lín-
unni“. Þeir sem enn eiga
eftir að gefa vinningar geta
skilað þeim til Betu Maju,
Kæju eða Ingibjargar eða
komið niður í hús á mið-
vikudagskvöldum.
Vegna flutnings er til sölu
lítill ísskápur, leðursófi og
fjórir eldhússtólar. Allt á
góðu verði. Upplýsingar í
síma 456 7270.
Súgfirðingar ath! Bingó
verður haldið laugardag-
inn 24. nóv. kl. 16 í Bjarna-
borg. Vegleg verðlaun sem
gefin eru frá Suðureyri og
Ísafirði. Haustnefnd.
Óskum eftir gömlum búð-
arkassa, gefins eða fyrir
lítinn pening. Uppl. í síma
456 3808 milli kl. 8 og 17.
Nemendafélag GÍ.
Til leigu er 3ja herb. íbúð
á neðri hæð að Urðarvegi
49 á Ísafirði. Uppl. í síma
456 3547 eftir kl. 19.
Til leigu er lítil íbúð við
Urðarvegi 37 á Ísafirði. Sér-
inngangur. Húsgögn og
áhöld geta fylgt. Leigutími
frá 1. des.-1. maí. Uppl. í
síma 456 3678.
Einstæða móður með tvö
börn bráðvantar húsgögn í
góðu ásigkomulagi s.s. koj-
ur, kommúðu, eldhússtóla,
helst gefins eða fyrir lítinn
pening. Á sama stað er til
sölu gaseldavél, tilvalin fyr-
ir sumarbústaðinn. Uppl. í
síma 868 2354.
Til sölu eru fjögur, lítið not-
uð vetrardekk. Stærð: LT
265/75 R16. Upplýsingar í
síma 696 7316.
Óska eftir notaðri tölvu og
hljómflutningstækjum á
góðu verði eða jafnvel gef-
ins. Uppl. í síma 899 0724.
Til sölu er efri hæðin að
Smiðjugötu 7, Ísafirði, sem
er þrjú herb., þvottahús,
geymslur og vinnuherbergi
í kjallara. Góð eldhúsinn-
rétting. Íbúðin hefur verið
talsvert endurnýjuð innan-
húss. Íbúðin er laus. Tilboð
óskast. Uppl. gefur Guðrún
í síma 564 6844.
Til leigu er 2ja herb. íbúð
á eyrinni á Ísafirði. Uppl. í
síma 892 7911 og 865 5699.
Óska eftir gönguskíðum og
gönguskóm fyrir 5 og 11 ára.
Uppl. í síma 456 3135.
Óska eftir tölvuhátulurum,
gefins eða fyrir lítinn pening.
Uppl. í síma 456 7443.
Tapast hefur TREK karl-
mannsreiðhjól. Finnandi
hringi í síma 456 7564.
Til sölu eru vetrardekk á
felgum, 165x13, undan Toy-
ota Corolla. Upplýsingar í
síma 867 1293 eða 456 3906.
BB – Smáauglýsingar
Aðalfundarboð
Aðalfundur Sjálfsbjargar á Ísafirði og ná-
grennis verður haldinn á Hótel Ísafirði, laug-
ardaginn 24. nóvember nk. kl. 14:00 á 5.
hæð.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Gestir frá Landssambandinu koma.
Kaffiveitingar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Stjórn Sjálfsbjargar á Ísafirði og nágrenni.
Ásdísar Ásgeirsdóttur
Pollgötu 4, Ísafirði
Friðrik Jóhannsson Sigurrós Sigurðardóttir
Sigríður Jóhannsdóttir Hannes Kristjánsson
Viggó Jóhannsson Eydís Ósk Hjartardóttir
Guðmundur Jóhannsson
Kristinn Jóhannsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu
Fyrir um ári undirrituðu
Björn Bjarnason, mennta-
málaráðherra, og Margrethe
Vestager, menntamálaráð-
herra Danmerkur, samning
milli landanna um sérstakan
stuðning við dönskukennslu
á Íslandi. Meðal þess sem gert
er ráð fyrir í þessu samstarfs-
verkefni, er að hingað komi
danskir kennarar sem dvelji
hérlendis um nokkurra mán-
aða skeið og vinni með
dönskukennurum í skólum
landsins.
Nú í haust komu tveir
danskar konur til landsins í
þessum tilgangi og fór önnur
þeirra norður á Akureyri en
hin, Merete Gyanda Jepsen,
er nýkomin til Ísafjarðar þar
sem hún mun dveljast fram í
maí á næsta ári. Er ætlunin að
hún fari milli grunnskólana á
svæðinu og verði ákveðinn
tíma í senn í hverjum skóla
fyrir sig. Þar mun hún vinna
með dönskukennurum að því
að bæta kennsluna í dönsku
með sérstaka áherslu á að efla
talað mál.
Merete Gyanda Jepsen er
frá Gladsaxe í úthverfi Kaup-
mannahafnar og hefur kennt
þar í ein 20 ár.
Sendikennari fer milli
skóla hér vestra í vetur
Stuðningur yfirvalda við dönskukennslu
Líkur eru taldar á því að
landnámsbærinn á Hvítanesi
við Ísafjarðardjúp sé fundinn.
Guðmundur Óli Kristinsson,
húsasmiður frá Dröngum,
gróf ásamt bræðrum sínum
niður á gamlar tóftir og kom
niður á átján metra langan
skála með víkingaaldarsniði
og langeldi. Guðmundur Óli,
sem m.a. hefur unnið við
skálasmíði á Grænlandi og á
Eiríksstöðum í Dölum, segir
lögun skálans í Hvítanesi
kunnuglega.
Kristján Kristjánsson,
bóndi í Hvítanesi, segist ekki
hafa vitað eða heyrt um vík-
ingaaldarbæinn sem þeir
Drangabræður komu niður á.
Hann segir hins vegar að
mikið sé af tóftum í Hvítanesi
og hafi hann skráð niður hluta
þeirra en tóftir eru reyndar
víða við Skötufjörð og Hest-
fjörð.
Fornleifafræðingar munu
rannsaka tóftirnar, væntanlega
undir stjórn Steinunnar Krist-
jánsdóttur fornleifafræðings.
Hún á ættir sínar á þessum
slóðum en móðir hennar er
systir Kristjáns á Hvítanesi.
Landnámsbærinn fundinn?
Fornar tóftir á Hvítanesi við Ísafjarðardjúp
Húseignir Héraðsskólans í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp
Óvíst hvort Ríkiskaup ganga að
tilboði Sverris Jóhannessonar
Enn er óljóst hvort Ríkis-
kaup munu ganga að tilboði
Sverris Jóhannessonar í hús-
eignir Héraðsskólans í
Reykjanesi en honum var
veittur frestur til að skila inn
gögnum sem óskað var eftir.
Hann kom vestur fyrr í haust
og fyrir tilstilli Atvinnuþró-
unarfélags Vestfjarða voru
nokkrir aðilar boðaðir á fundi
með Sverri þar sem hann
kynnti hugmyndir sínar um
nýtingu eignanna. Niðurstað-
an var sú, að Atvinnuþróunar-
félaginu var falið vinna frekar
úr þessum hugmyndum fyrir
þá aðila sem hugsanlega gætu
komið að stofnun félags um
uppbyggingu í Reykjanesi.
Aðalsteinn Óskarsson,
framkvæmdarstjóri Atvinnu-
þróunarfélags Vestfjarða, seg-
ir að tilboðsgjafinn hafi leitað
til félagsins í september og
óskað eftir aðstoð við að koma
á fundi nokkurra aðila þar sem
tilgangurinn var ekki endilega
að leita eftir fjármagni, heldur
að fá viðbrögð við þeim hug-
myndum sem tilboðsgjafinn
hafði. Að sögn Aðalsteins
voru umræddir aðilar þeirrar
skoðunar að þarna væri maður
sem hefði skynsamlegar hug-
myndir og væri að velta mál-
inu fyrir sér af einhverri alvöru
í stað þeirra lítt ígrunduðu til-
boða sem áður höfðu komið.
Fundað var í tvígang og í fram-
haldi af því ákveðið að At-
vinnuþróunarfélagið tæki að
sér að gera drög að viðskipta-
áætlun, móta hugmyndirnar
og koma þeim á kynningar-
form sem síðan væri hægt að
fara með til fjárfesta. Segir
Aðalsteinn að boltinn sé nú
hjá Atvinnuþróunarfélaginu,
verkinu miðar áleiðis en nokk-
uð í að því verði lokið.
Hann segir jafnframt að
stöðugt komi til þeirra fólk
sem sé með fullt af hugmynd-
um varðandi staðinn og líti þá
til þess að húsnæðið er fyrir
hendi, heitt vatn, fallegt lands-
lag o.s.frv. Þó verði ekki horft
framhjá því að nánast ekkert
viðhald hafi verið á þessum
húseignum í fleiri ár og veru-
lega kostnaðarsamt yrði að
koma þeim gott horf. Vafa-
laust geti þetta gengið einhver
ár til viðbótar en ef menn ætla
að byggja til framtíðar, þá sé
þarna um að ræða verkefni
upp á tugi, jafnvel hundruð
milljóna. Það er síður en svo
hlaupið að því að útvega slíka
fjármuni og frumskilyrði að
menn skilgreini hvað þeir ætla
sér að gera og í þessu tilfelli
er Atvinnuþróunarfélagið ein-
mitt aðstoða tilboðsgjafann.
Ísafjarðarhöfn meðal sýnenda á Seatrade í Hamborg í Þýskalandi
Markmiðið að fá fleiri skemmtiferðaskip
Rúnar Óli Karlsson, at-
vinnumálafulltrúi Ísafjarðar-
bæjar, er nýkominn frá sýn-
ingunni Seatrade sem haldin
var í Hamborg í Þýskalandi
og sneri að þjónustu við
skemmtiferðaskip. Aðstand-
endur sýningarinnar einbeita
sér að Evrópumarkaðnum og
voru þarna um 300 sýnendur
úr mörgum starfsgreinum sem
sýndu allt frá hnífapörum upp
í gervihnattadiska og stað-
setningarkerfi fyrir skip.
Ísafjarðarhöfn á aðild að
verkefninu „North Atlantic Is-
lands Cruise Project“ sem
hafnir í Færeyjum, á Græn-
landi og á Íslandi standa að
ásamt ferðaskrifstofum og
skipafélögum. Verkefni þetta
hefur verið í gangi í nokkur ár
og voru fulltrúar þess á sýn-
ingunni en markmiðið með
þátttökunni var að komast í
sambönd við fleiri skipafélög
og fá fleiri skip á þessar norð-
lægu slóðir. Þeir voru með
sameiginlegan bás á sýning-
unni þar sem kynnt var hvað
hafnirnar hafa upp á að bjóða
en jafnframt fengu eldri við-
skiptavinir nýtt kynningar-
efni. Segist Rúnar Óli hafa
tekið með sér nýju hafnar-
bókina, geisladisk sem hann
útbjó með skemmtiferðaskip-
in í huga og skyggnur sem
hann gaf aðilum sem hafa
komið til Ísafjarðar eða hyggj-
ast koma þangað. Myndirnar
eru ætlaðar til sýninga um
borð í skipunum meðan á ferð-
inni stendur og mæltist þetta
kynningarefni vel fyrir.
Ísafjarðarhöfn er í samtök-
unum Cruise Europe en í þeim
eru hafnir alls staðar í norðan-
verðri Evrópu. Ný heimasíða
samtakanna, www.cruiseeu-
rope.com, var opnuð sýning-
unni og má þar t.d. finna upp-
lýsingar um það sem er í boði
fyrir skemmtiferðaskip sem
koma til Ísafjarðar. Samtökin
héldu fund mánudaginn 29.
október þar sem m.a. var rætt
um að gera könnun á áhrifum
skemmtiferðaskipa á efnahag
svæða í Cruise Europe sam-
tökunum. Segir Rúnar Óli að
þetta krefjist mikillar vinnu
heima fyrir og m.a. þurfi að
útbýta spurningalistum til
áhafna og farþega í hverri höfn
sem skipið kemur í.
Á fundinum kom einnig
fram að í kjölfar atburðanna
11. september hafa nokkur
skipafélög orðið gjaldþrota og
höfðu menn töluverðar
áhyggjur af því að í slíkum
tilvikum gæti verið erfitt að fá
greitt fyrir hafnarþjónustu.
Að sögn Rúnars Óla liggur
nú fyrir að svara þeim fyrir-
spurnum sem bárust á sýning-
unni og vona síðan að einhver
skip skili sér sumarið 2003.
Eins verður skipulagður
fundur með hagsmunaaðilum
og öllum þeim sem koma að
skipulagningu.
47.PM5 19.4.2017, 09:485