Bæjarins besta - 21.11.2001, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001
Strákar vilja
líka vera fínir!
Viðurkenningar fyrir
ljóð og smásögur
Nokkur þeirra sem verðlaun og viðurkenningar fengu.
Dagur íslenskrar tungu í Grunnskólanum á Ísafirði
Á degi íslenskrar tungu sl.
föstudag, 16. nóvember, voru
kunngerð úrslit í ljóða- og
smásagnakeppni sem haldin
var í Grunnskólanum á Ísafirði
í síðasta mánuði. Fjölmargir
nemendur úr 2.-10. bekk skil-
uðu sögum og ljóðum í sam-
keppnina. Starf dómnefndar-
innar var því afar erfitt en í
henni sátu kennararnir Herdís
Hübner, Rannveig Þorvalds-
dóttir og Rán Höskuldsdóttir.
Niðurstaðan varð sú að 18
nemendur hlutu sérstakar við-
urkenningar og verðlaun sem
gefin voru af Íslandsbanka,
Landsbanka Íslands, Spari-
sjóði Vestfirðinga, Trygginga-
miðstöðinni, Vátryggingafé-
lagi Íslands og Sjóvá-Al-
mennum, auk þess sem allir
þátttakendur fengu viður-
kenningarskjöl frá skólanum.
Úrval úr því efni sem barst
verður gefið út innan skólans
og hluti af efninu mun birtast
á bekkjarsíðum á Skólatorgi
GÍ á næstunni.
Eftirtaldir nemendur hlutu
sérstakar viðurkenningar í
ljóða-og smásagnasamkeppn-
inni:
2. bekkur: Rakel Ástrós
Heiðarsdóttir: Sagan Einu
sinni var. Svanfríður Guðrún
Bergvinsdóttir: Sagan Hannes
gerir góðverk. Anna María
Stefánsdóttir: Ljóðið Vetur.
3. bekkur: Hildur María
Halldórsdóttir: Sagan Gréta
og Ari. Aníta Kristinsdóttir:
Ljóðið Kisa.
4. bekkur: Burkni Dagur
Burknason: Sagan Pönnu-
kökudagur hjá Óla. Hermann
Óskar Hermannsson: Ljóðið
Tinni.
5. bekkur: Katrín Sif Krist-
björnsdóttir: Sagan Tröllið
Bölti. Bjarni Kristinn Guð-
jónsson: Ljóðið Mömmuljóð.
6. bekkur: Stefán Erlings-
son: Sagan Jói hrekkjusvín.
Fjóla Aðalsteinsdóttir: Ljóðið
Ef.
7. bekkur: Halldór Smára-
son: Sagan Látinn vinur. Einar
Ægir Hlynsson: Ljóðið Bara
þú.
8. bekkur: Birgitta Rós
Guðbjartsdóttir: Ljóðið
Stundum.
9. bekkur: Hildur Dagbjört
Arnardóttir: Ljóðið Bækur.
10. bekkur: Sandra Zasta-
vnikovic: Sagan Lifandi hel-
víti. Auður Sjöfn Þórisdóttir:
Sagan Tímavélin. Kristján
Óskar Ásvaldsson: Ljóðið
Skúlptúr á vetrarnótt. Helgi
Þór Arason: Ljóðið Þitt er val-
ið.
Allt frá árinu 1996 hefur
verið efnt til margháttaðra við-
burða á degi íslenskrar tungu,
16. nóvember, sem er fæðing-
ardagur Jónasar Hallgríms-
sonar. Hefur fólk verið hvatt
til að hafa íslenskuna í önd-
vegi á þessum degi, enn frekar
en endranær. Skólar, fjölmiðl-
ar, stofnanir og félög halda
daginn hátíðlegan með ýmsu
móti og beina þannig athygli
þjóðarinnar að stöðu íslenskr-
ar tungu og gildi hennar.
Um helgina lögðu fjöl-
margir leið sína í hina nýju
verslun J.O.V. Föt sem opn-
uð var á laugardaginn að
Silfurgötu 2, Ísafirði. Hér er
um að ræða verslun með
fatnað fyrir bæði kynin og
segist eigandinn Gróa Böðv-
arsdóttir vera með föt fyrir
bæði unglinga og fullorðna. Í
boði er fatnaður frá Jack &
Jones, Vero Moda og ONLY,
hversdagsfatnaður, sparifatn-
aður og skór, og segir Gróa að
þarna sé um að ræða mjög
góðan fatnað á sanngjörnu
verði.
Sérstök opnunartilboð
eru í gangi og verða meðan
birgðir endast. Verslunin er
opin mánudaga til miðviku-
daga kl. 10-18, fimmtudaga
og föstudaga til kl.19 og
laugardaga til kl. 17.
Ný fataverslun við
Silfurtorg á Ísafirði
Gróa Böðvardóttir ásamt syni sínum Böðvari Sigurbjörnssyni.
47.PM5 19.4.2017, 09:486