Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.11.2001, Síða 12

Bæjarins besta - 21.11.2001, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 Stakkur skrifar Enn af brottkasti Netspurningin Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Aðeins er tekið við einu svari frá hverri tölvu. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Spurt var: Tekst KFÍ að vinna sér sæti í úrvalsdeild að nýju í vor? Alls svöruðu 320. Já sögðu 140 eða 43,75% Nei sögðu 150 eða 46,88% Hlutlausir voru 30 eða 9,38% GRUNNSKÓLINN Á ÍSAFIRÐI Óskum eftir að ráða starfsfólk til eftir- talinna starfa frá og með 1. janúar nk. Skólasafnvörð/skrifstofuaðstoð frá áramótum til loka maímánaðar. Um er að ræða 86,25% starf með blönduð- um verkefnum frá kl. 9 til 16:30 dag- lega nema á föstudögum, til kl. 16. Starfsmann á Dægradvöl. Um er að ræða 50% starf við heilsdagsvistun. Vinnutími er frá kl. 12:00 til 15:00. Matráðskonu/matráð í mötuneyti nemenda. Um er að ræða 85% starf sem felst í undirbúningi og sölu á létt- um málsverðum fyrir nemendur í 7.- 10. bekkjar. Skólaliða í 100% starf. Um er að ræða blönduð störf við ræstingu, gæslu og aðstoð í mötuneyti o.fl. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Kristinn Breiðfj. Guðmundsson. Um- sóknarfrestur er til 30. nóvember 2001. Skólastjóri. RÁNARGATA 11 Á FLATEYRI Til sölu er húseignin Ránargata 11 á Flateyri. Húsið er byggt árið 1946 úr steinsteypu. Húsið er ein hæð, 158m² ásamt kjallara sem er 80,8m². Húseignin verður seld í því ástandi sem hún er nú í. Húsið er í útleigu sem íbúðarhúsnæði. Ef til sölu kemur er af- hendingartími bundinn við venjulegan uppsagnarfrest húsaleigusamninga, ná- ist ekki samkomulag um annað. Þeir sem hafa áhuga sendi inn skriflegt kauptilboð á skrifstofu Ísafjarðarbæjar að Hafnarstræti 1, Ísafirði, í síðasta lagi þann 30. nóvember nk. Ísafjarðar- bær áskilur sér rétt til að taka hvaða til- boði sem er eða hafna öllum. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Ísafjarðarbæjar á Ísafirði. Augnlæknir á Ísafirði Augnlæknir verður með móttöku á Ísafirði dagana 26.-30. nóvember. Tímapantanir frá og með fimmtudeginum 22. nóvember í síma 450 4500, á milli kl. 08:00 og 16:00 alla virka daga. Árangur vestfirskra grunnskólanemenda á samræmdum prófum „Markmiðið að vera hvergi undir landsmeðaltali“ – segir Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, skólastjóri á Ísafirði Niðurstöður úr samræmd- um könnunarprófum í 4. og 7. bekk grunnskóla í íslensku og stærðfræði sýna vestfirsk ung- menni eru um miðjan hóp miðað við jafnaldra sína ann- ars staðar á landinu. Þetta sést á nýbirtum niðurstöðum frá Námsmatsstofnun. „Í heildina geta Vestfirðingar verið þokkalega sáttir við niður- stöðuna, sérstaklega ef miðað er við árangur fyrri ára. Mark- miðið er auðvitað að vera hvergi undir landsmeðaltali og fyrr verðum við ekki ánægðir“, segir Kristinn Breiðfjörð skólastjóri Grunn- skólans á Ísafirði. Í stærðfræði voru Vestfirðir í fjórða til fimmta sæti af níu kjördæmum, í báðum árgöng- um. Nemendur frá Norður- landi eystra stóðu sig best í 4. bekk og skutu þar með aftur fyrir sig skólum á höfuðborg- arsvæðinu miðað við árið áð- ur. Í 7. bekk stóðu skólar í Reykjavík og nágrenni sig best eins og í fyrra. Í íslensku voru nemendur 4. og 7. bekkja í vestfirskum skólum rétt um meðaltal, eins og í stærðfræð- inni. Í móðurmálinu stóðu nemendur frá Reykjavík og nágrenni sig best, eins og í fyrra. Áberandi er hve nem- endur á Suðurnesjum standa sig verr í íslensku en jafnaldrar þeirra á öðrum svæðum. Meðaleinkunn 140 nem- enda á Vestfjörðum í 4. bekk var 6,3 í stærðfræði, sem er sama og landsmeðaltal, en 6,1 í íslensku, sem er nokkuð und- ir landsmeðaltali. Stóðu þau sig betur í stærðfræði en ár- gangurinn í fyrra en örlítið slakar í íslensku. 121 nemandi 7. bekkjar á Vestfjörðum fékk að meðaltali einkunnina 6,3 í stærðfræði og 6,6 í íslensku sem er 0,1 undir landsmeðal- tali í hvorri grein, og stóðu sig betur en jafnaldrar þeirra í fyrra í stærðfræði. Grunnskólinn á Ísafirði kom vel út í 7. bekk, sérstak- lega í stærðfræði. „Við erum mjög sátt við niðurstöðu 7. bekkjar, sem var vel yfir lands- meðaltali í stærðfræði, sér- staklega þar sem hann hefur bætt sig mikið frá því fyrir þrem árum. Hins vegar er fjórði bekkur undir landsmeð- altali og úr því þarf að bæta,“ sagði Kristinn Breiðfjörð um útkomu Grunnskólans á Ísa- firði, en skólinn á tæplega helming nemenda á Vestfjörð- um sem tóku könnunarprófin. Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Landsbankans á Ísafirði og Sundfélagsins Vestra. Samn- ingurinn kveður á um víðtækt samstarf og tekur til aug- lýsinga, þjónustu og viðskipta. Með þessu móti vill bank- inn styrkja stöðu sundíþróttarinnar í bæjarfélaginu og verðlauna Sundfélagið Vestra sem hefur átt mjög góðu gengi að fagna síðustu misseri. Á myndinni eru Bryn- jólfur Þór Brynjólfsson, útibússtjóri Landsbankans á Ísafirði, og Gestur Ívar Elíasson, formaður Sundfélagsins Vestra, við undirritun samningsins í gær. Fyrir aftan þá eru Helga S. Snorradóttir og Hafsteinn Sigurðsson frá Landsbankanum og Margrét Eyjólfsdóttir og Halldóra Karlsdóttir frá Sundfélaginu Vestra. Landsbankinn styrkir Sundfélagið Vestra Enn er fjallað um brottkast í fjölmiðlum og nú kemur skipstjórinn af Bjarma BA fram á völlinn og kveðst hafa sviðsett brottkastið eins og það kom fram í Morgunblaðinu og Sjónvarpinu. Ef satt er, þá er það vont, sérstaklega fyrir þá fréttamenn er tóku þátt í atburðunum. Ef satt reynist rýrir það traust almennings á fréttamönnum. Það vekur óneitanlega athygli hve sein lögregla er að taka á klárum lögbrotum sem höfð hafa verið fyrir augum þjóðarinnar í fjölmiðlum ítrekað undanfarna daga. Og það vekur líka athygli að tilraunir sýslumannsins á Ísafirði í þá veruna að fá allar kvikmyndirnar sem teknar voru af brottkastinu í sínar hendur virðast ekki bera neinn árangur. Þeir töku- og fréttamenn er hlut eiga að máli neita að afhenda þær, að eigin sögn. Í fjölmiðlum bera þeir fyrir sig trúnaði við skipstjórann. Hann kveður á hinn bóginn í Fiskifréttum þennan sama trúnað hafa verið brotinn á sér. Virðist í uppsiglingu eins konar fjölmiðlaklandur, því hver ber annan sökum, fréttamenn á vettvangi og skipstjórinn á hinu umdeilda skipi. Málið er rætt á Alþingi og er merkilegasta niðurstaðan, en um leið sjálfsögð, að þingmenn eru allir óánægðir með brottkast afla af íslenskum fiskiskipum. Fiskurinn í sjónum er sameiginleg auðlegð íslensku þjóðarinnar. Veruleiki hins raunverulega heims er sá, að aldrei hefur tekist að deila út veraldlegum gæðum svo öllum líki. Um fátt hefur orðið heitari pólitísk umræða síðasta áratuginn en kvótakerfið og kosti þess og einkum galla. Helst verður því jafnað við heita póli- tíska umræðu um veru varnarliðsins á Íslandi á 6. og 7. áratugnum. Sjávarútvegsráðherra hefur gagnrýnt lögreglu fyrir linkind við rannsókn brota á lögum um fiskveiðar. En Fiskistofa hefur loks tekið ákvörðun um að hafa eftir- litsmenn um borð í Báru ÍS og Bjarma BA á kostnað útgerðarinnar, sem mun verða að greiða laun þeirra auk annars kostnaðar. Það verður þeim sjálfsagt nægi- lega þungbært. Eftir stendur þó að taka verður á meintum lögbrotum. Þeir eru bornir sökum, skipstjórarnir á Báru ÍS og Bjarma BA, og eiga rétt á því að mál þeirra verði rannsökuð og hið sanna komi í ljós. Hver raunveruleg sekt þeirra er mun væntanlega skýrast við rannsókn málsins. Síðast en ekki síst á almenningur, kjósendur á Íslandi, rétt á því að fá upplýst með óyggjandi hætti hvort það sé stað- reynd, að sumir skipstjórar leyfi sér þessa umgengni um auð- lindina, fiskimiðin. Við það verður ekki unað að skipstjórar skipanna sem hér hafa verið nefnd verði tvísaga í fjölmiðlum og segi fyrst að svona séu staðreyndir og dragi síðar í land og lýsi því yfir að um sýndarmennsku sé að ræða. Með því er orðið til tvenns konar brottkast. Í fyrsta lagi hið umdeilda brottkast fisks úr afla skipanna á Íslandsmiðum. Í öðru lagi má segja, ef satt reynist um sýndarmennsku, að skipstjórarnir hafi kastað brott fréttamönnunum, sem hafi þá í raun látið nota sig til vondra verka. Fjölmiðlungar sem taka þátt í tilbúningi frétta hafa ekki verið hátt skrifaðir. Þeim er í raun kastað brott. Allir hafa hag af því að hið sanna komi í ljós. 47.PM5 19.4.2017, 09:4812

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.