Vinnan


Vinnan - 01.09.1945, Blaðsíða 13

Vinnan - 01.09.1945, Blaðsíða 13
SIGURÐUR EINARSSONogSVERRIR KRISTJÁNSSON: Frelsisbarátta verkalýðsins um aldirnar Skozka skáldið Robert Burns kennir þjóð sinni manna fyrstur að rétta upp höfuðið, horfa beint framan í hvern sem er, í trausti eigin manngildis síns, hvað sem metorðum líður. Hví skal ei bera höfuð hátt í heiðurs-fátækt, þrátt fyrir allt? Svei vílsins þræl; — þú voga mátt, að vera snauður, þrátt fyrir allt, þrátt fyrir allt og þrátt fyrir allt, þreytu, strit og baslið allt, allt hefðarstand er mótuð mynt, en maðurinn gullið þrátt fyrir allt. Þó fæðið okkar fáist spart og flíkur aumar, þesskyns allt, en flónum matsæld, mungát, skart, er maðurinn maður, þrátt fyrir allt, þrátt fyrir allt, og allt og allt, ofskraut, fordild, þesskyns allt. Hver heiðursmaður, allslaus eins, er á við konung, þrátt fyrir allt. Sjá lávarðs-durginn darka um láð með dramb og glys og þesskyns allt, þó mannmergð stór sé honum háð, er Herrann glópur, þrátt fyrir allt. Þrátt fyrir allt og allt og allt, alstirnd brjóst og þesskyns allt, hver ágæt sál, í anda frjáls mun að því hlæja, þrátt fyrir allt. Þó kóngur greifa kjósi og járl úr knapa sveit — og þesskyns allt, á miklu hærri herra-pall kemst heiðursmaðurinn þrátt fyrir allt. Þrátt fyrir allt og allt og allt, upphefð, nafnbót, þesskyns allt, hið innra verð og vitund þess er vegsemd meiri en þesskyns allt. Því biðjum við, sú veitist tíð, og verða mun það þrátt fyrir allt, að vit og drenglund sigri um síð í sannleiks stríði, þrátt fyrir allt, þrátt fyrir allt og þrátt fyrir allt, mun þetta verða um heimsból allt, að maður manni bihdist blítt með bróðurhendi þrátt fyrir allt. (Stgr. Th.) Fyrsta maí-dagskrá 1945 En verkalýðurinn varð ekki kúgaður til hlýðni með vopnum. Á næstu árum skapar verkalýður Englands fjöldasamtök sín, og þingið verður að veita verkamönn- um samtakafrelsi 1825. Fyrir baráttu verkalýðsins und- ir forustu Chartistanna eru samþykkt hin fyrstu vinnu- verndarlög, er takmarka vinnu kvenna og barna, og loks samþykkir enska þingið 10 stunda vinnudag árið 1848. Jafnvel svo snemma sem árið 1840 hefur verka- mönnum í Kaupmannahöfn skilizt, að með samheldni og samtökum má fá rétti sínum og lífsafkómu borgið, jafnvel þó að við sé að etja einvaldan konung. Það sýnir þessi bréfkafli frá Kaupmannahöfn, skrif- aður 1840. Höfundur bréfsins er Kolbeinn Hafliðason, einn af Kambránsmönnum, dæmdur hegningarfangi á Brimarhólmi, og er nærri átakanlegt, hvað samúð hans er öll með konungi í deilunni við verkamenn: Kæra dóttir! Ég þakka þér kærlega fyrir tilskrifið og því með- fylgjandi sendingu; bæði þau og sendinguna fékk ég með góðum skilum. Hér frá er að segja ekki markvert, utan sumarið var hér eitthvert hið kaldasta og óstöðug- asta, þó það byrjaði gott. Þó hefur bæði korn og aðrir jarðávextir verið sæmilegir. Þar eg hef ekkert að segja þér í fréttum, ætla ég að láta þig heyra dálítið af okkar nýja kóngi. Þegar hann tók við ríkinu eftir Friðrik 6. var það í skuld um 450 milljónir ríkisdala til annarra konunga, og stórherra hér í staðnum. Til að létta dálítið á þessum skuldum tók Kristján 8. það fyrir að gefa þessum creditorum ei meira í rentu en 3 ríkisdali af hverju hundraði, en Friðrik 6. hafði gefið 5 af hverju hundraði, en eigi eru lög að taka meira en 4 af hundr- aði; gerði hann það til þess hann betur fengi lán. Illa voru þeir ánægðir með þetta, en urðu þó að hafa það. Höfðingjarnir hér í staðnum hafa flestir í árleg laun frá 10—12 hundruð ríkisdali. Þó klöguðu þeir fyrir Friðrik 6. að þeir gætu ei lifað á þessu. Strax bætti hann við þá 2 og 3 hundruð ríkisdölum árlega, eftir því sem hver vildi hafa, í einu orði að segja: hann gerði í öllum hlutum eins og þeir ríkustu höfðingjar vildu, svo síðast fór almúginn að láta mála þá á pappír- inn í sínum dýru klæðum með konung í vösunum og stóð höfuðið upp úr, af háði. Fímdu þeir þessi máluðu VINNAN 187

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.