Vinnan - 01.09.1945, Blaðsíða 26
Ignazio Silone:
FONTAMARA
Framhald
Eftir allar þessar hrakfarir missti Peppino kjarkinn.
Og að lokmn varð hann að sætta sig við sams konar
lifnaðarhætti og hinir fátæklingarnir, sem komið höfðu
utan úr sveitinni í atvinnuleit. Hann neyddist til að
taka að sér lægst launuðu störfin í Rómaborg. Um skeið
flæktist hann um göturnar með páfagauk og spáði fyrir
fólk. En eftir fáeina mánuði fékk páfagaukurinn ein-
hvers konar uppdráttarsýki og hrökk upp af einn góðan
veðurdag. Þá fór Peppino að koma sér í kynni við
bændurna, sem komu á hverjum vetri til Rómaborgar
í atvinnuleit. Hann útvegaði konum þeirra barnfóstru-
störf, en bændunum sjálfum útvegaði hann vinnu við
að þvo leirtau í veitingahúsum og ýmislegt annað smá-
snatt.
Um þetta leyti heppnaðist Peppino að komast í kynni
við heilagan mann. Sá hét Calogero og var einn af
reglubræðrum Berfættlinga. Hinn heilagi maður gerði
Peppino að herbergisþj óni sínum. Sá heilagi var vífn-
ari en skikkanlegt mun talið um menn á hans aldri og
þótti sveitakonur allra kvenna beztar. Peppino fékk
ókeypis fæði og húsnæði og auk þess tíu lírur í premíu
fyrir hverja sveitakonu, sem hann gat komið upp í til
hins heilaga. Fyrsta mánuðinn innti Peppino af hendi
skyldustarf sitt af stökustu samvizkusemi og fór eins og
þeytispjald um göturnar og lystigarðana, til að reyna
að telja vinnukonur og barnfóstrur, sem voru sveita-
legar útlits, á að ganga til skrifta hjá herra Calogero.
En þó að nógur væri fiskur í sjó, varð aflinn rýrari
með degi hverjum. Auk þess komu sveitakonurnar aldrei
oftar en einu sinni, eða í mesta lagi tvisvar, til skrifta
hjá þeim heilaga, svo að Peppino varð sífellt að afla
nýrra fanga. Og til þess að halda embættinu, varð hann
að leita á náðir atvinnukvenna. Hann lét þær borða
hvítlauk, svo að hinn geistlegi maður áliti að þær væru
nýkomnar úr sveitinni. Hinn frómi herrans þjónn upp-
götvaði ekki vörusvikin, fyrri en hann var húinn að fá
hina illkynjuðustu tegund af kvefi. Þá var Peppino
rekinn. Það var eins og ógæfan elti hann. . . .
— En af hverju kom hann ekki heim iil Fontamara?
spurði Marietta.
— Koma heim sem beiningamaður? Nei, það náði
engri átt. . . . Hann varð kyrr í Róm, þar sem minna
bar á eymd hans, og tók sér margt fyrir hendur. Hann
var hringjari, grafari, seldi kort og þvoði leirtau fyrir
veitingahúsin. En allt bar að einum brunni.
Þúsundir sveitamanna lifa sams konar lífi og hann
í Róm. Þeir vinna þau verk, sem aðrir vilja ekki líta
við. Þeir standa alltaf á neðsta þrepi mannfélagsins.
Þeir verða aldrei annað en kafóníar og hungurvofur.
Peppino var í Róm, þegar borgarbúar fóru í kröfu-
göngur, sumir með stríði, aðrir móti því, en til þess
að þurfa ekki að taka afstöðu í þessu æsingamáli,
skauzt hann inn í ofurlitla knæpu nálægt Porta Trion-
ale og faldi sig þar. Eftir stríðið fóru borgarbúar í
vinnumiðlunarskrifstofuna, en Peppino var fastagestur
í veitingahúsi nokkru í öðru borgarhverfi. Stundum
hætti hann sér þó út á götuna, til að sjá, hvað gerðist,
en það varð honum dýrt spaug.
Til dæmis bar það við dag nokkurn, að Peppino sá
hóp manna með rauðan fána ráðast á búðirnar við
götuna Cola di Rienzo. Hann slóst í för með þessum
mönnum og lenti inni í skóbúð, en þegar hann kom út
aftur, tók hann eftir því, að hann var með sinn skóinn
í hvorri hendi. Þetta voru kvenskór og hvorttveggja
vinstri fótar skór. Auk þess hafði, af einhverjum mis-
gáningi, slæðzt með honum reiðstígvél á hægri fót. . . .
Hvaða gagn gat hann haft af þessum skófatnaði? Það
var ekki nema um eitt að ræða: leita að samsvarandi
skóm. Hann lagði af stað og spurði hvern, sem hann
rnætti, hvort hann hefði fundið skóna. Loks mætti hann
prúðbúnum rnanni, sem sagðist skyldi hjálpa honum og
bað hann að koma heim með sér. En sá prúðbúni fór
ekki með hann heim með sér, heldur lokkaði hann inn
á næstu lögreglustöð, þar sem hann var tekinn fastur
og ákærður fyrir rán. Og þegar málið kom fyrir rétt,
sat hann á ákærðrabekk ásamt mörgum verkamönnum,
sem lýstu því yfir, að þeir hefðu tekið þátt í að ræna
búðina af „pólitískum ástæðum“. En Peppino sagðist
hafa slegizt í hópinn af því að sig hefði vanhagað um
skó á fæturna. Þess vegna var hann dæmdur í helmingi
lengri fangelsisvist en hinir.
Um þetta leyti voru allir, sem drápu menn á götum
úti, sýknaðir og meira að segja verðlaunaðir, ef þeir
höfðu framið morðið af „pólitískum ástæðum“. En
þeir, sem myrtu menn til fjár, af því þeir voru aðfram-
komnir af sulti, voru dæmdir til langrar fangelsisvistar.
Og eftir langvarandi, heimspekilegar hugleiðingar,
komst Peppino loks að þeirri niðurstöðu, að hann hefði
verið erkifífl, af því hann hefði alltaf framið afbrot sín
af því hann var svangur, en ekki af „pólitískum ástæð-
um“. Og nú ákvað hann að snúa sér að pólitíkinni.
Þegar hann var leystur úr varðhaldi, var hann leidd-
ur fyrir lögreglufulltrúa, sem sagði við hann:
— Nú er ekki nema um tvennt að velja. Annað-
hvort gerirðu það, sein við segjum þér að gera, eða
2Ö0
VINNAN