Vinnan


Vinnan - 01.09.1945, Blaðsíða 16

Vinnan - 01.09.1945, Blaðsíða 16
GUÐMUNDUR VIGFÚSSON: NÝ VERKEFNI íslenzka verkalýðshreyfingin er í örum vexti að fjölmenni og áhrifum. Á örfáum árum hefur sókn hennar verið það hröð, bæði á stéttarlegum og stjórnmálalegum vettvangi, að taka nrætti ára- tugi til samanburðar, ef gera ætti samanburð á starfsemi hennar fyrr á árum og í dag. Fram á síðustu ár hefur höfuðstarfsemi verka- lýðsfélaganna beinzt að því, að fá sig viðurkennd sem samningsaðila og að semja um kaup og kjör verkalýðsins við atvinnurekendur. Þetta starf hef- ur verið aðalverkefni félaganna. Og það hefur víða kostað harða baráttu að inna það af hendi. í þeirri baráttu hefur verkalýðurinn öðlazt dýr- Gísli Brynj ólfsson segir hina dapurlegu sögu af úr- slitum bardaganna, þegar Parísarkommúnan var kæfð í blóði sínu. Hann veit að nú dregur í svip fyrir sólu frelsisins í ólfunni og að nú sé gengið giftu Frakklands. Þú ert, Frakka borg hin bjarta, Babýlon hin nýja sú, er þú lætr skraut þitt skarta, en skelfing vekr heims um bú — íegurð ein, en ekkert hjarta, engin rækt og lítil trú. Vinnulýff þinn léztu falla, er lífgaff skyldi fallinn hug: hver mun nú um ógrund alla endr vekja móð og dug? Farffu, París, vel, hin væna, vakti forffum eldr þinn víða fjör um foldu græna, farið hygg eg það um sinn: nú til einskis er aff mæna augum þangað, vel eg finn. Þitt mun frelsi falla bráffum, fölskvaffr þá gneistinn skal, og af illum eymdar ráffum ernir gjalla yfir blóffgum vál. En vér þögnum þökk skal inna þeirri, er forðum kynti glóff, oss fyrir tíðum inna þinna eldheitt flóffi hiff rauða blóff. Píslarvottr þjóða þú, þér bið ég drottinn hjálpi nú. mæta reynslu, sem er honiirn ómetanlegt vega- nesti í sókninni til fullkomnari lífsskilyrða. Frá 1942 hefur kaupgjald verkalýðsins, vinnu- tími og kjör öll tekið svo stórfelldum breytingum til batnaðar, að mörgum hefði fundizt það hugar- órar einir að spá slíku nokkrum árum áður. Það tvennt, sem hefur gert þessa þróun í kjaramál- um mögulega, er án alls efa: hagstæð atvinnuskil- yrði og sú einingarstefna, sem ríkt hefur innan samtaka verkalýðsins á þessu tímabili. Skilyrðin fyrir því, að verkalýðurinn geti ekki einungis haldið í horfinu, heldur einnig náð nýj- um áföngum í hagsmuna- og menningarbaráttu sinni, verða því aðeins fyrir hendi á næstu árum, að atvinnan minnki ekki, heldur vaxi, og að hin stéttarlega samheldni breytist ekki, heldur verði hún treyst og aukin á allan hátt. Við búum við ríkisstjórn í dag, sem er studd af verkalýðssamtökunum. Hún hefur stuðning þeirra vegna þess, að hún hefur hafið baráttu fyrir nýsköpun atvinnulífsins og gegn því að hér þurfi aftur að skapast vandræðaástand fyrirstríðsáranna. Takist ríkisstjórninni, með stuðningi allra fram- faraafla þjóðfélagsins, að framkvæma stefnuskrá sína, ætti öðru skilyrðinu, sem nefnt var hér að ofan, að vera fullnægt. Hinu, eflingu einingarinn- ar í samtökunum sjálfum, getur verkalýðurinn séð fyrir sjálfur. Þar reynir á þroska hans, menn- ingu og framsýni í félagslegum efnum. Og þar á hann allt í húfi ef illa fer. Takist verkalýðsstéttinni að treysta svo aðstöðu sína, að næg atvinna verði sköpuð í landinu og reynist hún því verkefni vaxin að vernda og tryggjaörugga einingarforustuí samtökum sínum, skapast ekki aðeins möguleikar til þess að geyma vel þann arf, sem undangengin ár hafa fært henni í hendur. Verkalýðsstéttin fær einnig stórum bætt- ari aðstöðu til þess, að láta til sín taka á nýjum sviðum og skilyrði verða fyrir hendi til þess að sinna nýjum verkefnum, sem því miður hafa mestmegnis orðið að sitja á hakanum til þessa. Sumarleyfi verkalýðsins hafa hrundið einu þess- 190 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.