Vinnan


Vinnan - 01.09.1945, Blaðsíða 7

Vinnan - 01.09.1945, Blaðsíða 7
ÞORSTEINN PÉTURSSON: Samvinna verkamanna og bænda Afstaða tveggja stærstu stétta þjóðarinnar, verkamanna og bænda, hvorrar til annarar hefur breytzt mjög hin síðustu ár. Báðar þessar stéttir eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta, þótt fram til þessa hafi tekizt að skipa bændastéttinni undir rnerki manna, sem hafa gert sér það að atvinnu að telja bændum trú um að öll þeirra velgengni byggðist á því að fjandskapast við verkalýðssam- tökin og hagsmuni hins vinnandi fólks við sjávar- síðuna. Lágt kaupgjald, langur vinnutími og helzt atvinnuleysi í kaupstöðunum töldu þeir vera einn af hyrningarsteinum landbúnaðarins. Meðan þessi kenning réði í íslenzkum þjóðarbúskap fengu bændur smánarverð fyrir afurðir sínar og sumar seldust alls ekki. Árið 1942 óx verkalýðs- samtökunum svo fiskur um hrygg, að 8 stunda vinnudagurinn, þessi erkifjandi ..bændaleiðtog- anna“, varð að veruleika., Samtímis hófu launa- stéttirnar allsherjarbaráttu fyrir bættum kjörum, sam lauk með glæsilegum sigri og stórlega hækk- uðu kaupi. Jafnframt hvarf atvinnuleysið, sem átti að vera trygging fyrir löngum vinnutíma og lágu kaupgjaldi. Það lætur að líkum, að á- lirifa þessara „þjóðfélagslegu“ sigra alþýðunnar myndi gæta allverulega í briskap og afkomu bændastéttarinnar. En áhrifin urðu öll önnur eu „bændaleiðtogarnir" höfðu spáð. Verð landbún- aðarafurða hækkaði, kaupgeta innanlands óx stór- lega og mesta velgengnistímabil íslenzkra bænda hófst. Þessir sigrar verkalýðssamtakanna opnuðu augu bændanna fyrir því, að velferð alþýðunnar við sjávarsíðuna var eitt mesta hagsmunamál bænda- stéttarinnar og að þessum höfuðstéttum þjóðar- innar yrði bezt borgið með því að standa saman í lífsbaráttunni. — Jafnframt því voru sköpuð skilyrði fyrir skipulagsbundinni samvinnu verka- manna og bænda. Fyrsta skrefið var samkomulagið um setningu landbúnaðarvísitölunnar, þar sem lagður var grundvöllur að því, að bændur liefðu tekjur til jafns við aðrar launastéttir. Með þessu samkomu- lagi var verðlagsmálum bænda kippt úr höndum þeirra manna, sem fram til þessa höfðu notað vald sitt í þessum efnum til þess að ala á ríg og fjandskap milli framleiðenda og neytenda og lát- ið pólitíska hentisemi ráða verði afurðanna. — Sexmannanefndarsamkomidagið var með lög- um staðfest senr grundvöllur alls verðlags land- búnaðarafurða til styrjaldarloka. Lagalegt gildi Jress varir því ekki lengur. Hinsvegar er verka- mönnum og bændum það fullljóst, að nauðsyn- legt er að stéttir þessar haldi samstarfi sínu áfram. Þessvegna hefur Alþýðusambandið sniiið sér til Búnaðarfélags íslands og óskað eftir því, að tekn- ar yrðu upp viðræður um endurskoðun og áfram- hald landbúnaðarvísitölunnar og önnur þau mál, er varða sameiginlega hagsmuni þessara stétta. Um niðurstöður þessara viðræðna verður eigi sagt að sinni. En allir aðilar munu þó vera sammála um það, að æskilegt sé að þessu samstarfi verði haldið áfram, skipulag þess og grundvöllur treyst og leitast við að skapa víðtækara samstarf um öll lielztu viðfangsefni, varðandi endurskipulagningu búnaðarhátta og nýsköpnn atvinnuh'fsins í land- inu. Annað mál var það Eitt sinn í tíð Wessels, var fyrirskipað í Kaupmanna- h'ófn, að rnenn mœttu ekki syngja eða vera með nein hávaðalœti á götum úti, þegar þeir vœru á heimleið um nœtur. Fáeinum nóttum síðar var Wessel, ásamt svallbrœðr- um sínum, úti á götu og sungu þeir mikinn. Kom þá nœturvörður á vettvang og spurði þá, yggldur á svip og valdsmannslegur, hvort þeir þekktu ekki hina nýju fyrirskipun um, að menn mœttu ekki syngja á götunum, þegar þeir vceru á heimleið að nœturlagi. — Jú, svaraði Wessel. — En það er langt þangað t.il við förum heim. Nœturverðinum varð orðfall, en Wessel og félagar héldu áfram að syngja. VINNAN 181

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.