Vinnan - 01.07.1962, Qupperneq 3
ÚTGEFANDI: ALÞVÐUSAMBAND ÍBLANDS
Helgi Þorkelsson
klæðskeri 75 ára
— formaður félags síns í 42 ár
Helgi Þorkelsson, sem nú er einn
elzti félagsformaður í verkalýðshreyf-
ingunni er fæddur Reykvíkingur og
hefu átt heima í höfuðborginni alla
æfi.
Foreldrar Helga voru Þorkell Sig-
urðsson og Oddný Sigurðadóttir. Þor-
kell var verkamaður og sjómaður jöfn-
um höndum og átti heima í Sauða-
gerðöy' „vestast íi Vesturbænum", og
þar ólst Helgi upp. Honum var komið
í sveit á sumrin norður í Miðfirði. En
að komast þangað var enginn leikur.
„Fyrsta áfangann fór ég“, segir Helgi,
„með árabát upp á Akranes. Það held
ég hafi verið fjögurra stunda ferð.
Þaðan fór ég svo ríðandi norðu í Mið-
fjöð. Haldið var áfram samdægurs,
þann dag allan, nóttina með og nokk-
uð fram á næsta dag. Þá var ég ör-
magna og aðfram kominn af þreytu
og svefnleysi.
Aðalstarf mitt var hjáseta og gekk
það vel. En þegar á leið sumarið, var
ánum sleppt og þeim smalað að kvöldi.
Húsbóndinn var, eins og þá gerðist,
harður við sjálfan sig og harður við
aðra.
Nú gerðist það eitt sinn, að mig
vantaði eina ána, svarta gimbur vet-
urgamla. Fannst hún hvergi, og fékk
ég ávítur harðar af húsbóndanum.
Dreymdi mig þá, að ég sá hvar ærin
lá og landslag allt svo skýrt, að ég
þekkti afstöðuna. Lét ég það verða
mitt fyrsta verk að fara þangað. —
Og viti menn, þar lá sú svarta undir
moldarbarði. Hækkaði þá brúnin á
húsbóndanum, og þótti honum ég hafa
staðið mig vel að finna ána, áður en
hún var orðin geld. — Síðan hefur
mig oft dreymt drauma, sem mér hafa
fundizt merkilegir.
Helgi segist aldrei hafa stundað al-
menna verkamannavinnu, og það
kveðst hann hafa komizt næst sjó-
Helgi Þorkelsson klæðskeri
mennsku, að hann ætlaði að gerast
kokkur. „En það leizt mér ekkert á og
hætti því strax eftir fyrstu kynni“,
segir hann.
Snemma kveðst Hegi hafa byrjað að
fara með nál og þráð, festa tölur og
þesskonar smávegis. „Og þess háttar
dútl átti vel við mig. Enda varð það
úr, að ég ákvað að hefja klæðskera-
nám, þegar ég var 16 ára.“
Ég hóf námið 1902 hjá Guðmundi
Sigurðssyni, sem hafði klæðskeraverk-
stæði í Bankastræti 12, þar sem Silli
og Valdi hafa nú sjoppu.
Klæðskeranámið var þá fjögur ár,
en enginn var iðnskólinn. Námskjörin
voru þau, að neminn skyldi hafa frítt
fæði og húsæði, ein föt og eina
„danska skó“ á ári. Kaupgreiðsla var
engin-
Til þess að eignast aur, sótti ég og
flutti hesta í haga á laugardögum og
sunnudögum. Hestarnir voru hafðir í
vörzlu uppi á Völlum á Kjalarnesi. Ég
var a. m. k. tvo tíma að labba hvora
leið, og hestamenn vildu byrja daginn
snemma. Ég lagði þvi oftast af stað
úr bænum klukkan 4 á sunnudags-
morgnum, en við hestunum tók ég um
kl. 10 á kvöldin. Úr þeirri för kom ég
sjaldnast fyrr en klukkan að ganga
tvö um nóttina. — Fyrir að sækja hest
eða flytja fékk ég eina krónu. Þannig
vann ég mér inn 8 krónur á mánuði
á sumrin og þótti það mikil búbót,
þótt ekki væri sá sjóður fenginn án
erfiðis. — En þá var líka krónan
króna.
Um þessar mundir held ég að hafi
kostað 25 aura inn á dansleik og, ef
ég man rétt, 50 aura stæði á leiksýn-
ingu í Iðnó-
Þegar náminu lauk, stóð ég á tví-
tugu og hélt áfram að vinna sem
sveinn hjá Guðmundi. Þá var sveins-
kaupið 60 krónur á mánuði, eða um
kr. 2,40 fyrir virkan dag. Vinnutíminn
var ótakmarkaður að vild meistarans.
Fór að mestu eftir verkefnum, sem að
bárust. Og oft var mikið að gera.
Helgi neitar nú að segja meira um
sjálfan sig, kveðst aldrei hafa haft
neitt að segja, og sízt nú, þegar ellin
færist yfir hann.
Vík ég þá talinu að klæðskerafélag-
inu „Skjaldborg", og spyr Helga um
tildrög að stofnun þess. — „Félagið
var stofnað 1916“, segir Helgi. „Aðal-
hvatamaður að stofnun þess var Hall-
dór Hallgrímsson ásamt nokkrum
sveinum í klæðskurðariðninni. Þá
hlaut félagið nafnið „Sveinafélag
klæðskera" og bar það nafn, þar til
stúlkurnar voru teknar í félagið
nokkrum árum síðar. Þá var það skírt
Frh. á 2. síðu.