Vinnan - 01.07.1962, Side 5

Vinnan - 01.07.1962, Side 5
innan ORÆNLAND IDNYÆDIST - LÍFSKJÖRIN BATNA ÞAÐ ER OKKUR ÍSLENDINGUM vissulega til vanza, hve fávísir við er- um um lifskjör og hagi nágranna okk- ar í vestri — Grænlendinga. Ekki er þó að efa, að á seinni árum hefur áhugi íslendinga á því að kynn- ast Grænlandi og Grænlendingum mjög farið vaxandi. En um bein tengsl er þvi miður ekki að ræða. Tæpast er að öðrum heimildum að ganga en þeim, sem dönsk stjórnarvöld láta frá sér fara. Víst geta þær verið réttar svo langt sem þær ná, en vafalaust yrði þó heildarmyndin réttari, ef jafnframt hinum dönsku skýrslum, væri hægt að byggja á upplýsingum frá Græn- lendingum sjálfum. En þessu er því miður ekki til að dreifa. Tæknistofnun Grænlands. Það, sem hér verður sagt, er ein- vörðungu byggt á upplýsingum, sem yfirverkfræðingur Tæknistofnunar Grænlands, Gunnar Rosendahl hefur nýlega gefið tímariti danska Alþýðu- sambandsins, „Lön og Virke“. Hann skýrir svo frá, að síðan 1950 hafi að tillögum Grænlandsnefndar verið unnið skipulega að því að bæta lífskjörin og þoka þeim til meira sam- ræmis við lífskjör verkafólks í Dan- mörku. Þó skilst mér, að ennþá sé langt frá því, að neinum slíkum jöfn- uði sé náð. Menn gerðu sér Ijóst, að uppbygg- ingin yrði að grundvallast á bættum framleiðsluskilyrðum og aukinni framleiðslu, en jafnframt var það við- urkennt, að félagslegar umbætúr, ásamt róttækum aðgerðum í heil- brigðismálum og skólamálum, yrðu að haldast í hendur við tæknilegar um- bætur atvinnulífsins. Á seinustu 11 árum, frá 1950—1961, er talið, að fjárfestingin í Grænlandi hafi numið um 520 milljónum danskra króna. En það er um 3250 milljónir ís- lenzkra króna. Seinustu árin hefur ár- lega fjárfestingin numið 70—80 millj- ónum, eða upp undir 500 milljónum i íslenzkum peningum. Hér er um mikla aukningu að ræða á verklegum fram- kvæmdum, því að um 1940 nam árleg landi er haldið þannig á launamálum af ríkisvaldinu, að flestir verkfræð- ingar. sem voru í opinberri þjónustu, eru gengnir úr vistinni og fjölda margir flúnir úr landi. Má nærri geta, hvort efnilegir, ung- ir námsmenn telja fýsilegt að leggja út á langa og erfiða námsbraut verk- fræðingsins, meðan svo er á málum haldið af stjórnarvöldum landsins. fjárfesting í landinu ekki nema um Vz milljón danskra króna, sem jafn- gilda mundi rúmum 3 milljónum ís- lenzkra króna. Af þessum fyrrnefndu 520 milljón- um eru um 440 milljónir frá danska ríkinu, og er talið, að sú upphæð skipt- ist þannig í stórum dráttum: Til byggingar íbúðarhúsa 127 millj. d. kr. Til heilbrigðisstofnana 4.2 millj. d. kr. Til símakerfis og veðurþjónustu 38 millj. d. kr. Til skólabygginga 33 millj. d. kr. Til hafna og fiskvinnslu- stöðva um 35 millj. d. kr. Tæknistofnun Grænlands hefur á hendi umsjón með öllum tæknilegum framkvæmdum í landinu undir yfir- stjórn Grænlandsráðherra. Teikningar, kostnaðaráætlanir, efn- isinnkaup og þess háttar er að mestu framkvæmt í Kaupmannahöfn, en í Grænlandi skiptist Tæknistofnunin í 4 aðaldeildir, er hver hefur sinn aðal- verkfræðing. Hafa þeir aðsetur í (Ege- desminde, Holsteinsborg, Godth&b og Julianeháb. Undir fjórðungsverkfræð- ingana heyra svo rafstöðvarstjórar, verkstæðisstjórar. verktakar og hvers- konar verkstjórar. í Godtháb hefur Tæknistofnunin aðalskrifstofu sína og ráðgjafadeild, er vera skal landshöfðingja og lands- Grænlenzkar blómarósir.

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.