Vinnan


Vinnan - 01.07.1962, Qupperneq 7

Vinnan - 01.07.1962, Qupperneq 7
innan Hafskipabryggjurnar eru t. d. í Ju- lianeháb, Godtháb, Egedesminde og Jakobshavn, og um þessar mundir er unnið að hafnargerðum í Frederiks- háb, Sukkertoppen og í Angmagsa- lik á austurströndinni. Á næstu árum verða byggðar hafskipabryggjur í ýmsum öðrum höfnum. Vegagerð aðeins í bæjunum. Nýju vegirnir eru malarvegir, en til- raunum er þó svo langt komið með þol asfalts við grænlenzk veðurskil- yrði, að óefað verða asfaltgötur og vegir algengastar. Hingað til er aðeins um vegi að ræða á verzlunarlóðunum, en strandlengjan milli bæjanna er vegleysa. Vegakerfið samanlagt er að- eins eitthvað um 100 kílómetrar eða álíka og vegalengdin fram og aftur milli Þingvalla og Reykjavíkur. Vatnsveitur verða dýrar. Öflun neyzluvatns leystu menn áð- ur á þann frumstæða hátt, að sækja vatn í læki, ár og tjarnir. En nú hef- ur grænlenzka tæknistofnunin gert allmargar vatnsveitur, sem árið um kring tryggja heilnæmt vatn til neyzlu. Þessar vatnsveitur hafa orðið mjög dýrar. í fyrsta lagi verður oftast að gera stíflumannvirki í ám eða vötn- um, og auk þess verður að byggja leiðslurnar á lofti og utan um þær tré- kassa, sem upphitaðir eru með raf- magni. Víðast hvar er sorphreinsun þannig fyrir komið, að rusl og úrgangur er flutt á vögnum út úr bæjum og þorp- um og kastað í sjóinn, þar sem straum- ar bera það ekki inn á hafnarsvæðin. Þá er einnig verið að leggja skólp- veitur í flestum grænlenzkum bæjum, en fram að þessu hefur það verið ná- lega ógerlegt vegna dreifbýlis. En nú er byggðin skipulögð, og nýbyggingar settar þar, sem skólpleiðslur hafa ver- ið settar í götur. Rafvæffing, sími og útvarp. Seinustu árin hefur rafvæðingu kaupstaðanna miðað vel áfram. Flest íbúðarhús eru þar raflýst, og til suðu er rafmagn einnig notað víða. Alls munu vera 16 rafstöðvar í Grænlandi — allt dieselstöðvar. Eftir heimsstyrjöldina síðari hefur símaþjónustunni fleygt fram. Nú eru símstöðvar með lang- og stuttbylgju- útbúnaði í öllum kaupstöðum lands- ins. Miðstöð símaþjónustunnar er í Godtháb. Árið 1958 var útvarpsstöð Græn- lands vígð. Aðalstöðin er í Godtháb, en endurvarpsstöðvar í Góðhöfn og Frederiksháb, en ennþá er útvarps- sambandið við Norður- og Austur- Grænland þó ófullnægjandi. Vöruskemmur og fiskiffjuver. Allsstaðar eru nú byggð vönduð vörugeymsluhús, brauðgerðarhús og grænmetisgeymslur. Sum vörugeymslu- húsin eru margra hæða byggingar með nýtízku lyftitækjum. Verzlunar- búðirnar eru í deildum eftir vöruteg- undum, og má yfirleitt fullyrða, að þær búðir, sem nú eru byggðar í Græn- landi, standist fyllilega samanburð við ven.iulegar matvörubúðir í Danmörku. Eftir síðari heimsstyrjöld hefur ver- ið reistur fjöldi fiskhúsa, og um 80 fiskvinnslustöðvar eru nú dreifðar víðsvegar um ströndina. Fram undan þeim eru jafnan bátabryggjur. í Narsarsuaq, sauðfjárræktarhéruð- um Suður-Grænlands, var upp úr 1950 byggt nýtízku sláturhús ásamt íshúsi og niðursuðuverksmiðju. Síðar hefur verið byggt við það hraðfrystihús fyr- ir fisk og fullkomin bræðsla, sem vinn- ur lýsi bæði úr þorskalifur og selspiki. í bænum Sykurtoppi hefur verið byggt hraðfrystihús með nýtízku vél- um, og framleiðir það nokkur þúsund kassa af fiskflökum árlega. í Christiansháb var byggð rækju- niðursuðuverksmiðja árið 1950, og í fyrra var hún stækkuð mikið, og flutti hún þá í nýtt og vandað verksmiðju- húsnæði. Á ýmsum öðrum stöðum er verið að koma á fót rækjuverksmiðjum. T. d. er verið að byggja slíka verksmiðju í Jakobshavn, og á hún að geta tekið til starfa á árinu 1962. í þeirri verk- smið.iu á einnig að framleiða frosin lúðuflök. í bæjunum Julianeháb og Frederiks- háb hafa verið byggðar bátaviðgerða- stöðvar ásamt viðgerðarskála miklum til að vinna í að vetrinum. Við þessar stöðvar eru góð trésmíða- og vélaverk- stæði. Meiriháttar skipasmíðastöð er sem fyrr segir í Holsteinsborg, og er hún vel búin að vélum og tækjum. Hún getur tekið í slipp allt að 300 tonna skip. Nýir skólar og nýtízku íbúffabygging'ar. Skólar hafa verið byggðir í öilum kaupstöðunum. Eru þeir fyrir stærri svæði, og byggingu hagað þannig, að auðvelt sé að stækka skólahúsin með hækkandi nemendatölu. í Godtháb, sem er miðstöð allrar æðri menntunar, er nú verið að byggja Kirkja- samskóla, sem lokið verður eftir tvö til þrjú ár. Þegar þessi skóli verður fullger, er áformað að hann taki 12- 1300 nemendur, og verða í honum 25 venjulegar kennslustofur, 8 sérgreina- stofur og tveir fimleikasalir. í sambandi við skólasamsteypu þessa verða heimavistir fyrir nemend- ur unglingaskólans, gagnfræðaskólans og kennaraskólans. Eftir 1953 hafa verið byggðar 2200 íbúðir samkvæmt sérlega hagstæðri byggingalöggjöf. Lán er veitt fyrir öll- um byggingarkostnaði — 100% lán — og er 40% af upphæðinni vaxta- og afborganalaust. Flest hafa þetta ver- ið einbýlishús og kosta 20—50 þúsund d. kr., allt eftir gerð og stærð. (Þetta þýðir ca. 130—310 þús. íslenzkra króna. Á árinu 1961 var byrjað á miklum sambyggingum, tveggja til þriggja hæða. Er gert ráð fyrir því, að íbúð- irnar í þeim verði ýmist seldar eða leigðar. Tæknistofnun Grænlands hefur þegar unnið mikið að skipulagningu bæja og kauptúna, því að án þess er rhugsandi að tryggja íbúunum vatns- veitu, skólpveitur, sameiginlegar hita- stöðvar, verzlunargötur, þægilegan aðgang að stofnunum og vinnustöðv- um o.s.frv. Áætlað er, að eftir 25 ár hafi núver- andi íbúatala Grænlands tvöfaldast, en hún mun vera um 24 þúsundir. Og mun þá meginborri ibúanna verða í kaupstöðunum. Til dæmis er þá gert ráð fyrir, að íbúar Godthábs verði orðnir 10 þúsund. Sé sú mynd af þróun og framvindu þjóðfélagsmála í Grænlandi, sem hér hefur verið dregin upp, rétt í aðal- atriðum. bá verður ekki annað sagt, en að framfara- og umbyltingartimnbil mikið sé runnið upp þar í landi. og munu fáir fagna því jafn einlæglega og íslendingar.

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.