Vinnan - 01.12.1974, Blaðsíða 2
ÁRSFUNDUR MFA
Mörg verkefni og vaxandi
Nýr starískraftur
Nokkrir þátttakendur á námskeiði MFA í Vestmannaeyjum.
Frá 5. ársfundi MFA
5. ársfundur MFA var haldinn
| í Reykjavík 28. nóv s.l. Fundinn
sátu 14 manns. Fundinum stjórn-
aði Pétur Sigurðsson, Isafirði.
Ritari var Tryggvi Benediktsson.
Stefán Ogmundsson, formaður
stjórnar MFA, flutti skýrslu um
I starfsemi sambandsins milli árs-
funda, þ. e. a. s. síðustu 8 mán-
uði. Magnús L. Sveinsson gjald-
keri MFA las og skýrði reikn-
inga fyrir árið 1973. Tryggvi Þór
Aðalsteinsson fræðslufulltrúi
MFA ræddi um starfsemina og
það sem framundan væri á næstu
| mánuðum. Þá ræddi Bolli Thor-
oddsen hagfræðingur ASÍ um
Félagsmálaskóla alþýðu sem á-
formað er að hefja störf í Ölfus-
| borgum um mánaðamótin janúar-
febrúar n.k. Skýrði hann frá fyr-
irhuguðu námsefni og fyrirkomu-
lagi á kennslu. Eftir nokkrar
umræður um skýrslu formanns
og félagsmálaskólann tók til máls
Magnús E. Sigurðsson prentari
og flutti erindi um fjögurra vikna
námsferð til Svíþjóðar, sem hann
og Tryggvi Þór voru nýkomnir
úr. Ferð þessi og námsdvöl var í
boði sænska menningar- og
fræðslusambandsins ABF, til að
kynuna fulltrúum frá MFA starf-
semina á hinum ýmsu sviðum og
stöðum. Skýrði Magnús frá til-
högun þessarar ferðar, starfsemi
ABF og uppbyggingu.
I skýrslu formanns kom m. a.
fram, að frá því í byrjun apríl,
að síðasti ársfundur var haldinn,
hefur MFA staðið að 4 námskeið-
um, þar af þremur utan Reykja-
víkur, á Siglufirði, Raufarhöfn
og í Vestmannaeyjum. Námskeið-
in sóttu 66 manns frá mörgum
verkalýðsfélögum. Fjórir fræðslu-
hópar hafa starfað á þessu tíma-
bili, 5 til 6 kvöld hver hópur, og
hafa um 80 manns tekið þátt í
þeim. Á námskeiðunum og í
fræðsluhópunum hefur verið fjall-
að um allfjölbreytt efni; má þar
t. d. nefna: Trúnaðarmaðurinn á
vinnustað, Kjarabarátta og samn-
ingagerð, Heilbrigði og öryggi á
vinnustað, Launalcerfi og bónus,
Notkun hjálpár- og kennslutækja
í félagsstarfi, Hagnýtingu bóka-
safna, Fjármál og bókhald verka-
lýðsfélaga, Ræðuflutning og fund-
arstörf. Auk annarra verkefna
MFA gat formaður um fyrirhug-
aða breytingu á Bréfaskóla SlS
og ASÍ, útgáfu Vinnunnar, sam-
skiptin við útlönd, Félagsmála-
skóla alþýðu og margt fleira.
Hann sagði í lok ræðu sinnar:
„Um aukið starf MFA í næstu
framtíð vil ég vera fáorður. Verk-
efnin eru mörg og vaxandi en
um lausnir þeirra ræðst fyrst og
fremst af þeim f járhagsmögu-
leikum, sem fyrir hendi verða.
Hjörleiíur Sigurðsson talar við opn-
un syningar í Vestmannaeyjum á
verkum úr saini Listasains ASÍ.
Ég ætla ekki að fara hér með
neitt svartsýnishjal, en ég vil full-
yrða, að þótt að þrengi höfum við
síst af öllu efni á því að draga
úr fræðslustarfi verkalýðshreyf-
ingaiinnar. Þessvegna ber okkur
að mæta öllum erfiðleikum á því
sviði með auknum þrótti og sækja
hann í eigin barm.“
I október s.l. var Guðbjörg
Gunnarsdóttir ráðin til starfa á
skrifstofu ASÍ. Guðbjörg starfar
þar sem skrifstofustúlka við al-
menn skrifstofustörf. Hún er fædd
á Akureyri 1949. Guðbjörg er
gagnfræðingur frá verslunardeild
Gagnfræðaskólans við Lindar-
götu. Að námi loknu starfaði hún
hjá Útvegsbanka íslands og allt
til þess tíma að hún hóf störf
sín hjá Alþýðusambandinu.
2
VINNAN