Vinnan - 01.12.1974, Síða 9

Vinnan - 01.12.1974, Síða 9
ÞING OG ALYKTANIR Þing Málm- og skipasmiðasambcmdsins. í upphafi ályktunar þingsins um atvinnu- og kjaramál, kemur fram að þingið fagnar þeim árangri sem náSst hefur á undanförn- um árum viS uppbyggingu atvinnuvega lands- manna. Jafnframt kemur fram að þingið telur brýna nauðsyn bera til að haldið verði áfram að styrkja stöðu málmiðnaðar og skipasmíð m. a. með því að þessar greinar starfi aS þeim verkefnum, sem þær geta annað, en þau ekki framkvæmd erlendis. Þá segir orðrétt á ályktuninni: „ÞingiS varar mjög alvarlega við þeim áformum stjómvalda að draga úr framkvæmd- um og atvinnuuppbyggingu, en það myndi þrengja mjög kjör almenns launafólks og hafa í för með sér atvinnuleysi, sem bitnaði hvað harðast á þeim stóra hópi ungs fólks, sem á vinnumarkaðinn kemur í nánustu fram- tíð. Sú ört vaxandi dýrtíð, sem skollið hefur yf- ir undanfarna mánuði ógnar einnig afkomu- möguleikum launafólks. Kjaraskerðing sem stjórnvöld hafa framkvæmt með því m. a. að VINNAN breyta gerðum kaup- og kjarasamningum með löggjöf, sem leggur bann við því að kaup- gjald hækki í ákveðnu hlutfalli við hækk- andi verðlag, hefur þegar haft í för með sér lækkun kaupmáttar um 22%. Kaupmátturinn á eftir að rýrna enn meir, ef ekkert verður að gert. Þingið mótmælir eindregið þeirri gerð stjórnvalda að ógilda kjarasamninga verka- lýðssamtakanna og skerða kaupmátt launa. Þingið hejnir því til félaga Málm- og skipa- smiðasambands tslands að þau búi sig undir að taka þátt í samræmdum aögerðum verka- lýðssamtakanna til að ná sem fyrst þeim kaupmætti launa, sem samkomulag varð um milli verkalýðssamtakanna og samtaka at- vinnurekenda í febrúarlok s.l.“ Samband byggingamanna 6. þing SBM var haldið í Reykjavík 15- 17. nóv. Þingiö setti Benedikt Davíðsson, formaður sambandsins, en þingforsetar voru kjörnir Tryggvi Þór AÖalsteinsson og Sigur- jón Erlingsson. Til þingsins komu 64 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum, sem alls eru 20 talsins. Þingið fjallaði um kjara- og atvinnumál, fræðslumál, iðnfræðslumál og þá var ályktað um landhelgismál. Við upphaf þingsins á- varpaði Rune Larsson þingfulltrúa, en hann var gestur þingsins sem fulltrúi Norræna bygginga- og tréiðnaðarmannasambandsins (NBTF). Hann sagði m. a. um alþjóðlega auðhringa: „Sú verðbólga sem gengur yfir heiminn er að mestu leyti afleiðing af starfi alþjóðlegra auðhringa. Þessi alþjóðlegu fyrirtæki koma til með að stækka mikiÖ í framtíðinni og ná til æ fleiri staða og svæða. Á sama tíma veit almenningur minna og minna um allt það sem þessi fyrirtæki taka sér fyrir hendur. Ef verkalýðshreyfingunni tekst ekki að mæta hinum alþjóðlegu auðhringum sem alþjóðlegt afl, er hætta á aÖ hún verði undir. Það er m. a. með tilliti til þessa sem við verÖum að 9

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.