Vinnan - 01.12.1974, Side 15
FRÆÐSLUSTARF MFA
Þátttakendur í fræðsluhópi MFA um trúnaðarmanninn á vinnustað.
A. Verkalýðsfélögin taki út nýja vinnu-
staði og leyfi ekki vinnu nema aðstæður
séu þær, sem félagið getur sætt sig við.
B. Gera úttekt á öllum vinnustöðum,
varðandi aðbúnað og öryggismál. T. d. með
því að verkalýðsfélögin útbúi spurninga-
lista fyrir trúnaðarmenn og verkafólk.
Niðurstöður kannana af þessu tagi verði
síðan notaðar við kröfugerð.
C. Verkalýðsfélögin fái inn í næstu
samninga ákvæði um heimild til að stöðva
vinnu án þess að starfsmenn missi laun, ef
aðbúnaði og öryggi er ábótavant að dómi
verkalýðsfélags.
5. HvaSa atriSi eru mikilvæg í samskiptum
trúnaSarmanns og verkalýSsfélags?
— Mikilvægustu atriðin eru að verkalýðs-
félagið treysti trúnaðarmanninum, þannig að
hann finni að félagið standi á bak við sig og
geti því starfað sjálfstæðara en ella. Þá verð-
ur að teljast eðlilegt að kröfur séu mótaðar í
samráði við trúnaðarmenn. Einnig ætti að
setja í lög stéttarfélaganna ákvæði um reglu-
lega fundi trúnaðarmanna með stjóm við-
komandi félags. Mikilvægt er að félögin af-
hendi trúnaðarmönnum möppur með nauS-
synlegum upplýsingum, þ. e. lögum, reglu-
gerðum, samningum og því sem varðar verka-
lýðshreyfinguna.
Æskilegt er að trúnaðarmaður skili skýrslu
til félagsstjórnar um helstu ágreiningsefni á
vinnustaðnum, svo hægt sé að fá yfirlit um
tíðni og eðli árekstra og undirbyggja þannig
kröfugerð og úrbætur.
6. A trúnaSarmaSur aS njóta umbunar fyrir
störf sín. Ef svo er — á hvern hátt?
— Ekki að öðru leyti en tekið er fram í
svari við spurningu 3. Hins vegar ætti verka-
lýðsfélag að senda trúnaðarmann á þau nám-
skeið sem í boði eru hjá MFA og væntanleg-
um Félagsmálaskóla, honum að kostnaðar-
lausu.
Verkalýðsfélögin ættu að safna trúnaðar-
mönnum sínum saman til þess að þeir geti
borið saman bækur sínar. T. d. væri heppi-
legt að þeir kæmu saman í orlofsheimilum
verkalýðsfélaganna, í nokkra daga fljótlega
eftir hverja samningagerð. í þeim tilfellum
ætti verkalýðshreyfingin að greiða vinnutap
og uppihald.
7. HvaS er verkafólki nauSsynlegt til aS
geta tekiS þátt í störfum trúnaSarmanna á
vinnustaS?
— Verkafólki er fyrst og fremst nauðsyn-
legt að treysta samtakamætti sínum og standa
þannig fast að baki trúnaðarmanni sínum.
Varast ber að líta á trúnaðarmanninn, sem
eitthvert afl, sem komi málum fram einn og
án stuðnings verkafólksins.
8. Hvers þarf trúnaSarmaSur aS gœta í sam-
skiptum viS stjórnendur fyrirtækja?
— Trúnaðarmaður þarf að þekkja vel
stjórnun og skipulag fyrirtækisins og gera
sér grein fyrir því, til hvaða yfirmanns á að
leita með viökomandi málefni. Hann verður
að þekkja vel samninga, lög og reglugeröir,
sem snerta verksvið hans og gæta þess að
undirbúa sig vel með þau mál, sem hann
vinnur að. Hann reynir að gera sér fyrirfram
grein fyrir viðbrögðum yfirmanns. TrúnaSar-
maSur þarf aS hafa fullt samráS viS vinnufé-
laga og verkalýSsfélag.
VINNAN
15