Vinnan - 01.12.1974, Síða 17

Vinnan - 01.12.1974, Síða 17
ASV MÓTMÆLIR Áskrifendur athugið Þeir sem hafa fengið senda gíróseðla vegna áskriftargjalds 1973, og hafa ekki enn sent greiðslu, eru vinsamlegast beðnir að gera það sem allra fyrst. RITNEFND Genfarskóli Námskeið norræna verkalýðsskólans í Genf verður haldið dagana 24. maí—11. júlí 1975. Umsóknir sendist MFA, Laugavegi 18, VI. hæð, fyrir 20. janúar. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. æfinga og undirbúnings. Okkar tónleikar eru aðallega ætlaðir meðlimum verkalýðsfélag- anna, enda sendum við öllum verkalýðsfélög- um í borginni miða, þar sem við bjóðum þeim ókeypis á tónleikana. Við reynum sem sagt að standa okkur sem „lúðrasveit verkalýðsins“. A sama hátt væntum við þess að verkalýðs- félögin styrki okkur og styðji, eins og þau hafa gert. Komið hefur fyrir að við bregðum fyrir okkur betri fætinum og skreppum út úr bænum með hljóðfærin. Við höfum til að mynda fyrir atbeina Menningar- og fræðslu- sambands alþýðu þeytt hornin við Olfusborgir og í landi prentara austur í Laugardal, þar sem þeir eiga sín orlofshús. Það hefur verið skemmtilegt, enda vel þegið. Þið hafið eignast nýtt húsnæði. Bætir það ekki aðstöðu lúðrasveitarinnar frá því sem áður var? Jú, við höfum eignast húsnæði í Skúla- túni 6, sem breytir aðstöðu sveitarinnar geysi- lega til hins betra. Reyndar er þetta húsnæði aðeins fokhelt, en kemst vonandi fljótlega VINNAN í gagnið. Ég vil taka það skýrt fram að okkur hefði reynst þetta ókleift ef verkalýðsfélögin hefðu ekki brugðist eins vel við og raunin varð. Fremst í broddi fylkingar var MFA, sem réði úrslitum um að þetta var hægt með einstaklega góðri fyrirgreiðslu. Það er ekkert launungarmál að við leggjum afar mikið traust á verkalýðsfélögin á komandi árum, því við sjáum fram á erfiðan róður við allar af- borganir o. þ. h. Reyndar hefðum við aldrei farið út í þessi húsnæðiskaup, ef við værum ekki viss um að verkalýðsfélögin ætla sér ekki að láta Lúðrasveit verkalýðsins líða undir lok. I trausti þess réðumst við í þetta, sem ég er sannfærður um að mun efla sveit- ina að miklum mun á næstu árum. Hvenær megum við eiga von á næstu tónleikum? Ja, það fer nú eftir því hvað við verðum dugleg að ganga frá nýju húsakynnunum, sem við erum að vinna í um þessar mundir. En vonandi er ekki of mikið sagt, þegar ég segi að næstu tónleikar verði seinna í vetur, skömmu eftir áramót. A. S. V. mótmœlir Sambandsstjórn Alþýðusambands Vestfjarða, en í henni eiga sœti, auk stjórnar sambandsins, formenn allra aðildarfélaga sambandsins, hélt fund á Isafirði 3. nóv. Aðalviðfangsefni fund- arins var að ræða kjara- og kaupgjalds- málin, orlofsmál og fjármál sambands- ins. Eftirfarandi ályktun var gerð sam- hljóða um kjaramálin: „Sambandsstjórnarfundur ASV hald- inn 3. nóvember 1974 mótmælir harð- lega því gerræði stjórnvalda að rifta nýgerðum samningum verkalýðsfélag- anna með bráðabirgðalögum og ráðast með því á samningsrétt verkafólks í landinu. Láglaunabæturnar hrökkva hvergi til að vega á móti þeim gífur- legu verðhækkunum á nauðsynjavörum og þjónustu, sem yfir hafa dunið síðan bráðabirgðalögin gengu í gildi og þeim fyrirsjáanlegu hækkunum sem framund- an eru. Jafnframt mótmælir fundurinn því að verst settu þegnar þjóðfélagsins, elli- og örorkulífeyrisþegar, sem ekki hafa aðrar tekjur en bætur almanna- trygginga, skuli ekki fá tilskylda krónu- upphæð í láglaunabætur og aðrir laun- þegar. Fundurinn mótmælir einnig harð- lega bráðabirgðalögum um ráðstafanir í sjávarútvegi frá 20. september s.k, þar sem skert eru samningsbundin hluta- skipti sjómanna með því að taka stóran hluta af óskiptu aflaverðmæti til fjár- festingasjóða útgerðarmanna. Einnig með því að rýra mjög ákvörðunarrétt verðlagsráðs sjávarútvegsins, með á- kvæðum um að fastbinda verð sjávaraf- urða. Fundurinn skorar á félaga verkalýðs- hreyfingarinnar að standa einhuga sam- an um aðgerðir til að rétta hlut laun- þega. Byrjað verði sem fyrst að skipu- leggja samstöðuna og afla þeirra gagna og upplýsinga sem nauðsynlegt er í þeirri baráttu sem framundan er.“ 17

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.