Vinnan - 01.11.1985, Qupperneq 16
iskunn manni og búsetU Utrecht í Hollandi
náði af henni tali og spurði hana um félags-
tfnuninaog hvað þar var sem rak áeftir stofn-
félagsins. Aðalheiður var ekki nema 19 ára
mul þegar hún tók við formennskunni.
„Við sóttum okkar
mál vel og skipulega“
— Forsendan var slæm kjör kvenna
er unnu á spítölum. Ég gerðist starfs-
stúlka á Landspítalanum árið 1932, þá
18 ára gömul. Þá var mjög mikil óá-
nægja með kaupið og hinn langa vinnu-
tíma. Stúlkur unnu þá 14 tíma í eldhús-
inu og á göngum unnu þær 10 tíma eða
lengur. Þá voru aðalsjúkrahúsin Vífils-
staðir og Landspítalinn. Við komum
saman stúlkur er unnum á þessum stöð-
um og ræddum möguleika á að bæta
kjör okkar. Þá var Landakot einka-
stofnun og elliheimilið líka, Kristnes-
hæli var ríkisstofnun og við einbeittum
okkur að ríkisstofnununum fyrst.
Við gengum frá kröfum og sendum
þær til forráðamanna þessara sjúkra-
húsa. Á þessum tíma ríkti almennt mik-
il hræðsla við að fara fram á kjarabæt-
ur, því að atvinnuleysi var mikið, sér-
staklega hjá kvenfólki, sem fékk ekki
nema lægst launuðu vinnuna.
— Var nafnið komið áður en þið
stofnuðuð félagið?
— Nei, okkur fannst bara að við
þyrftum að sækja fram og því kom
nafnið af sjálfu sér. Við heyrðum samt
að þetta væri ekki passandi nafn fyrir
kvennafélag, en við vorum ungar og
kröftugar og ákveðnar í að kafna ekki
undir nafni.
— Hvað kunnuð þið til verka þessar
stúlkur sem ákváðuð að stofna Sókn?
— íslenskar alþýðukonur hafa ríka
réttlætistilfinningu, og sumar okk-
ar höfðu nokkra menntun, t. a. m.
gagnfræðamenntun, og við höfðum
bæði þor og getu til að standa fyrir máli
okkar. Ég hef aldrei fundið til minni-
máttarkenndar í garð vinnuveitenda.
Við sem stóðum í forystunni hugsuðum
einfaldlega að við værum að selja vöru,
þ. e. vinnuafl okkar, og okkur fannst
launin einfaldlega ekki nóg fyrir það
sem við lögðum fram. Þetta þótti nokk-
uð róttæk hugsun, en samt raunsæ.
Þetta ræddum við fram og aftur og
reyndum að finna út hvað við þyrftum
til framfærslu — rétt eins og bóndinn
verður að finna út hvað þarf að gefa
ánni til að hún verði vænn dilkur. Eins
þurftum við að hafa eitthvert þrek eftir
til að njóta lífsins á einhvern hátt, og til
þess þurfti peninga.
Á þessum árum naut ég stuðnings
góðs og félagsþroskaðs fólks, og ein
„Þá yröu kaupa-
konur of dýrar
fyrir bændur..
gömul vinkona mín, sem ég heimsótti
einmitt í gær, efldi með mér sjálfstraust
og heita tilfinningu fyrir því að ég væri
manneskja, sem hefði fullan rétt að
berjast fyrir réttindum mínum og
annarra.
Við vorum svo kotrosknar að við
gengum á fund heilbrigðismálaráð-
herra og töluðum við prófessora um
málefni okkar. Við sóttum okkar mál
vel og skipulega, tókum þetta í áföng-
um.
Þetta gekk það vel að það voru 26
stúlkur sem stofnuðu félagið og
skömmu síðar voru þær orðnar 56 tals-
ins, og það var nokkuð mikið miðað við
aðstæður.
í almennum spítalastörfum var mik-
ið um mannaskipti, en þó voru nokkrar
konur sem unnið höfðu lengi og máttu
heita samgrónar þessum stofnunum.
Ég man, að í launaumræðunum var
okkur bent á, að ef við færum of hátt í
kröfum okkar, þá yrðu kaupakonur,
sem myndu sennilega taka mið af okkar
samningi, of dýrar fyrir bændur. Við
höfðum að sjálfsögðu ekkert að gera
með kaupakonur í sveit, og sögðum, að
ef við værum of lágt launaðar þá hlytu
kaupakonur í sveit líka að vera of lágt
launaðar. Við áttum að elska landið og
skilja það að kaupakonur væru nauð-
synlegar til að halda þjóðfélaginu
gangandi. Fræðimenn töluðu nú svona
í þá daga.
— Hvert sóttuð þið fyrirmyndir að
stofnun félagsins?
— Við stóðum mikið einar í þessu og
vorum reyndar mjög ófróðar um verka-
lýðsmál. Ég man að einhver stúdent las
yfir uppkastið að lögum til að hafa mál-
far gott.
— Vakti ekki athygli í blöðum að þú
svona kornung skyldir taka að þér for-
mennsku?
— Ég man ekki til þess. Það er meira
nú á seinni árum að þetta þykir athyglis-
vert. Ég hef alltaf átt gott með að vinna
með öðrum, enda finnst mér aðalatrið-
ið í félagsstarfi að skipta störfum og
treysta öðrum. Ég er á móti öllu ein-
ræði. Ég barðist gegn því að Alþýðu-
flokkurinn og Alþýðusambandið væri
ein og sama stofnunin, en viðurkenni
þó fúslega að það bar vott um framsýni
hjá Alþýðuflokknum að skapa sam-
stöðu flokks og launþega. En stóri gall-
inn var að menn gátu ekki setið sem
fulltrúar á Alþýðusambandsþingi nema
að vera um leið í flokknum og það var
gegn þessu sem við börðumst fyrst og
fremst.
Alþýðusambandsþingin í þá daga
voru mjög merkilegar samkomur og
stóðu meira og minna óslitið í eina til
tvær vikur. Þá komu verkamenn og sjó-
menn af öllu landinu og héldu þessar
dynjandi ræður með tilvitnunum í öll
okkar bestu skáld og rithöfunda. Mér
fannst óskaplega gaman á þessum þing-
um.
Einhverjir verða að taka að sér for-
ystuhlutverk, oft án þess að viðkom-
andi hafi óskað eftir því. Ég óskaði ekki
eftir því, en úr því að það lenti á mér
16 VINNAN