Vinnan - 01.11.1985, Page 27
;
'
.
kona. Slíkt væri hróplegt ranglæti og
heilög skylda hins vegar að nema slíkt
misrétti úr lögum. Annar þingmaður
var ekki á sama máli og sagði
að þótt konur væru guðs gjöf
og góðar til síns brúks, þá
væru þær ekki færar í embætti
sem karlmönnum væru sér-
staklega ætluð.
Skyldu karlmenn hafa liðið lífskvalir
fyrir mannréttindi kvenna?
Á Alþingi 1893 er minnst á misréttið
í launamálum karla og kvenna og sagði
Magnús Stephensen þá við umræður á
Alþingi að hann teldi sig ekki kunna við
það að
sjá kvenmenn bera kolapoka
upp á bryggjurnar í Reykjavík
og fá ekki nema hálfa borgun
á við karlmenn.
En tíminn leið . . .
Árið 1948 lagði Hannibal Valdimars-
s°n, þá þingmaður Alþýðuflokksins,
fram í efri deild Alþingis frumvarp til
laga um réttindi kvenna. í frumvarpinu
var gert ráð fyrir því að lögfest yrði al-
gert jafnrétti íslenskra kvenna og karla
í stjórnmálum, atvinnumálum, menn-
ingarmálum, hjúskaparmálum og fjár-
málum. í greinargerð með frumvarpinu
sagði m. a.:
„Með vaxandi menntun og
auknum skilningi á jafnréttis-
hugsjónum vorra tíma eru líka
allir sæmilegir menn fallnir frá
þeim skoðunum, að það leiði
til nokkurs góðs, að réttur
þjóðfélagsþegnanna skuli vera
misjafn . . “
Hver kannast ekki við að hafa notað
þessi rök í umræðu um jafnréttismál í
dag?
Frumvarp Hannibals náði ekki fram
að ganga.
Veturinn 1949—1950 lagði Rannveig
Þorsteinsdóttir, þingmaður Framsókn-
arflokksins, fram tillögu til þingsálykt-
unar um rannsókn á réttarstöðu og at-
vinnuskilyrðum kvenna. Að lokinni
þessari könnun skyldi gera tillögur um
breytingar á lögum til að tryggja konum
sömu aðstöðu og körlum til að sjá fyrir
sér og sínum og njóta hæfileika sinna í
starfi.
Þegar spurst var fyrir um það á Al-
þingi hvað þessari könnun liði 1950, —
Sigrún Valbergsdóttir, Erla Skúladóttir, Krist-
björg Kjeld og Edda Heiðrún Backmann fluttu
hinn merka þátt um baráttu fyrir jafnrétti í 70 ár.
upplýsti þáverandi forsætis- og félags-
málaráðherra að athugunin væri
skammt á veg komin, — upplýsinga
væri aflað frá Norðurlöndum og Sviss,
auk þess sem ráðuneytið hefði gert ráð-
stafanir til að afla gagna um þessi mál
á alþjóðavettvangi.
Af þessu svari má ljóst vera að nauð-
syn hefði borið til að orða það skýrar að
viðkomandi könnun skyldi ná til ís-
lenskra kvenna og þeirra aðstæðna, —
en hver hefði búist við því?
Frumvarp á frumvarp
ofan
ÁAlþingi 1953—1954 lagði Hannibal
Valdimarsson, ásamt fleiri þingmönn-
um fram frumvarp til laga um sömu
laun karla og kvenna fyrir sömu störf
hjá ríki, sveitarfélögum, við skrifstofu-
störf, afgreiðslustörf í verslunum, öll
störf í hraðfrystihúsum og við iðju og
iðnað. Frumvarpið fór í nefnd og var
ekki tekið á dagskrá á þessu þingi.
VINNAN 27