Vinnan - 01.11.1985, Blaðsíða 31
„Við gerum vel við okkar fólk“
í bæklingi um Alþýðubank-
ann, þar sem gerð er skilmerkileg
grein fyrir starfsemi bankans og
þjónustu, segir m.a.: „Tilgangur
bankans er að vera fjárhagslegur
bakhjarl launafólks í landinu,
treysta atvinnuöryggi þess og
styðja menningarlega og félags-
lega starfsemi alþýðusamtak-
anna.
Alþýðubankinn eflist jafnt og þétt, er
i heilbrigðum vexti og hefur reynst eig-
endum sínum örugg fjárfestingí‘
Eigendur bankans eru reyndar alls
um 900, þ.e. félög launafólks og ein-
staklingar um land allt.
Við gerum vel við okkar fólk er slag-
orð bankans og það eflaust með réttu.
Það sýnir stærri úrklippan úr bækl-
ingnum — 55% útlána rennur til ein-
staklinga.
Bankinn bendir réttilega á, að einmitt
vegna stefnu hans í útlánum þarf launa-
fólk að styðja bankann eftir bestu getu.
Þegar horft er til nýrrar þjónustu á
vegum bankans og þess sem er í bígerð,
55% elnstalcllngar
21% verslun og ÞJónusta
12% verktakar og Iðnaður
12% oplnberlr aðllar og flelrl
Alþýðubanklnn var stofnaður tll þess að tryggja
atvlnnuöryggl og afkomu launafólks.
Stuðnlngur þess vlð bankann er því mlkllvægur.
þá má nefna búsetusparnað í samvinnu
við Húsnæðissamvinnufélagið Búseta
— Alþýðubókina, sem er sparireikning-
ur með lántökurétti, og svo er væntan-
leg bókhalds- og greiðsluþjónusta ætl-
uð húsfélögum og smærri félögum og
fólki sem dvelur erlendis um stundar-
sakir.
í einu dagblaðanna var rokufrétt fyr-
ir skömmu þar sem kom í ljós að Al-
þýðubankinn veitir viðskiptavinum sín-
um bestu kjör varðandi vexti. Jákvætt
umtal af þessu tagi er auðvitað besta
auglýsingin fyrir bankann.
húsnæðissparnaður
Alþýðubankans er
frábær ávöxtunarkostur
með ríflegum
lántökuréttl
Borgartuni 20
mommmKmmmmam
Glæsilegar, kröftugar
og áreiðanlegar.
Rauðar, svartar og hvítar
og kaliaðar
STJÖRNULÍNAN.
Orð að sönnu.
VINNAN 31