Vinnan


Vinnan - 01.11.1986, Blaðsíða 1

Vinnan - 01.11.1986, Blaðsíða 1
Verð kr. 30. Verð í áskrift að- eins kr. 300 á ári. Fylgist með málefnum verkalýðshreyfingarinnar. GERIST ÁSKRIFENDUR. VINNAN, sími 83044. 8. tölublað — Nóv 1986 — 36. árg. SÓKHOGSMf isrniuáR Fréttir frá Listasafni ASÍ ÞANN 15. nóvember n.k. verður opnuð sýning á málverkum Ágústs Peter- sen í sal safnsins og stendur sýningin til 7. desember. Ágúst er fædd- ur í Vestmannaeyjum 20. nóvember 1909. Hann lærði teikningu hjá Birni Björnssyni teiknara og gullsmið, en síðar stund- aði hann nám við Mynd- listarskólann í Reykjavík og var Þorvaldur Skúla- son aðalkennari hans. Ágúst starfaði lengst af sem húsamálari, en síð- asta aldarfjórðunginn hefur hann alfarið snúið sér að myndlistinni. Verk Ágústs eru oftast ljóð- rænar stemningar, þar sem lit- urinn en ekki línan situr í fyrir- rúmi. Hann hefur einkum vak- ið athygli fyrir portrettmyndir sínar, en þær eru málaðar eftir minni og eru næmar og persónulegar lýsingar á því hvernig Ágúst skynjar persónuleika fyrirsátans, frem- ur en að ytra útliti þeirra sé lýst í smáatriðum. Ekki er hægt að segja að allir fríkki í meðförum Ágústs, en sjón er sögu ríkari. í tilefni sýningarinnar gefur Listasafn ASÍ út skyggnuflokk með myndum af 12 verkum til kynningar á list Ágústs. Þess má einnig geta, að Agúst hefur ákveðið að færa safninu að gjöf málverkið „Morgunn við Ræn- ingjaflöt". Myndin lýsir því hvernig hann skynjaði blóði drifna söguna á þeim stað þar sem alsírskir ræningjar stigu á land í Eyjum. Um þessar mundir kemur út sjötta bókin í ritröðinni íslensk Myndlist, sem Listasafn ASÍ gefur út í samvinnu við bókaút- gáfuna Lögberg. Fjallar hún um Ásgrím Jónsson og er m.a. prýdd um áttatíu myndum af verkum hans. Texta rituðu Hrafnhildur Schram listfræð- ingur og Hjörleifur Sigurðsson listmálari, en ljósmyndun verka annaðist Kristján Pétur Guðnason. Bókin er 82 bls. að stærð og er að öllu leyti unnin í prentsmiðjunni Odda hf. Safnið hefur einnig gefið út tvö ný listaverkakort. Myndir á kortunum eru af málverkum eftir Jóhannes Jóhannesson og Veturliða Gunnarsson og eru bæði listaverkin í eigu safnsins. Sjómannasambandsþingid: Vlnnusamt og rólegt — framlög til öryggismála sjómanna minnkuð; þingið mótmælir Sjómenn telja eitt brýnasta hagsmunamál sitt nú vera aö endurheimta kostnaðarhlutdeild sem tek- in er af fiskverði nú áður en til skipta kemur og raskar þannig hlutaskiptakjörum sjómanna. Þetta kemur m.a. fram í ályktun 15. þings Sjó- mannasambands íslands sem haldið var dagana 23.—-25. október sl. í húsnæði sambandsins að Borgartúni 18 í Reykjavík. Að sögn Óskars Vigfússon- maður Sjómannasambands- ar, sem endurkjörinn var for- ins, var þetta þing „rólegt og mjög vinnusamt". „Petta var mjög vinnusamt þing og mik- ill samhugur þingfulltrúa um að vinna vel saman," sagði Óskar í samtali við Vinnuna. Á þinginu var fjallað, auk kjaramála, um öryggismál og sagði Óskar að sjómenn furð- uðu sig mjög á þeirri ákvörð- un fjárveitinganefndar að taka út framlög til öryggis- mála sjórnanna á meðan veitt væri 50 milljónir króna til hreinnar afþreyingar og skemmtunar í kvikmynda- sjóð — en í fjárlögum er ekki reiknað með neinum fram- lögum til rekstrar á Þór. Sjá síðu m m Framlög til öryggismála sjómarma eru skert. Þessir láta það ekkert á sig fá og gera \ klárt. . Vinnan/Róbert. Okurvextir í afborg- unarviðskiptum — ávöxtun 118%; vextir sem hver viðskiptavinur greiðir 85% ,,EF ÞÚ átt 5.000 kr. þá eigum við sjónvarp.“ Eitthvað á þessa leið hljómar auglýsing frá einni af raftækjaverslun- um borgarinnar. Sem- sagt það er hægt að fá sjónvarpstæki gegn 5.000 króna útborgun og afganginn á skulda- bréfi. Vinnan kannaði afborgunar- viðskipti nokkurra verslana og komst að því að við að kaupa sjónvarpstæki með afborgun- um gátu vextirnir af eftirstöðv- unum numið 85%. Og þar sem lánið greiðist upp á 6 mánuð- um með jöfnum afborgunum, jafngildir það að öll upphæðin hafi verið lánuð í 3 mánuði og þannig verður ávöxtunin um 118% fyrir þá sem lána. En hverjir eru það sem lána? í flestum tilfellum er það við- skiptabanki viðkomandi versl- unar sem kaupir skuldabréfið samdægurs, þannig að versl- unin lánar kaupandanum ekk- ert sjálf. En samt er það versl- unin sem hirðir um helming gróðans. Þessir okurvextir liggja fyrst og fremst í mismunandi verð- lagningu tækja. eftir því hvern- ig tækið er greitt. Þannig er al- gengt að t.d. sjónvarpstæki sem kosta um 45.000 hækki um 5—6.000 krónur við það eitt að viðskiptavinurinn nýtir sér „sértilboð" verslunarinnar hvað varðar greiðslukjör. Síðan bætast skuldabréfavextir og kostnaður ofan á. Efkaupandinn leggur fé fyrir og staðgreiðir sjónvarpið kost- ar það hann rúmum 10.000 kr. minna en ef hann borgar tækið með afborgunum. Sjá síðu %s

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.