Vinnan


Vinnan - 01.11.1986, Blaðsíða 16

Vinnan - 01.11.1986, Blaðsíða 16
8. tölublað — Nóv 1986 — 36. árg. Valddreifing — til umræðu á ársfundi MFA í des. nk. Konur eru með mun lægri laun en karlar við sambærú leg störf. Að meðaltali eru heildarlaun í dagvöruversl- unum um 38.000 kr. Stór hluti þeirra launa fœst með mikilli eftirvinnu; taxtinn er 24.500 kr. Vinnan/Róbert. Sjá um launakönnun á bls. ER RÉTT aö dreifa valdinu eða leggja áherslu á miðstjórnar- vald innan verkalýðshreyfing- arinnar, s.s. félaga, landssam- banda og ASÍ? Petta verður m.a. til umræðu á 17. ársfundi MFA sem verður haldinn 5. desember n.k. Á ársfundum MFA er gerð grein fyrir starfi MFA á starfsár- inu og rætt um helstu viðfangs- efni sambandsins. En á árs- fundunum hafa einnig verið tekin fyrir mál sem eru ofar- Borgarnes Námskeið um atvinnuleysisbætur „TILGANGURINN með þessu námskeiði er að gefa því fólki sem vinnur hér á einhvern hátt við atvinnuleysisbæturnar, kost á að afla sér meiri þekkingar og fróðleiks i þessu efni. Þó að þetta fólk sé allt vel að sér í lögunum, þá eru ýmis vafa og túlkunaratriði, sem væntanlega verður fjallað um á námskeiðinu,“ sagði Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgarness i viðtali við Vinnuna. Námskeiðið sem haldið verður í Borgarnesi í byrjun nóv- ember verður alveg helgað atvinnuleysisbótum og fram- kvæmd þeirra. Reiknað er með að það standi í hálfan dag og verður starfsmönnum félagsins, úthlutunarnefnd, oddvit- um á svæðinu, stjórn og trúnaðarmönnum, boðið að sækja námskeiðið. Leiðbeinandi verður Pórir Daníelsson, framkvæmdastjóri Verkamannasambands íslands. Námskeiðið er skipulagt í samvinnu við MFA. lega á baugi og snerta verka- lýðssamtökin eða varða beint stöðu verkalýðshreyfingarinn- ar, starfshætti og áhrif. Á ársfundinum 5. desember sem verður í Sóknarsalnum í Skipholti 50A verða þrír fram- sögumenn, þau Hákon Hákon- arson formaður Félags málm- iðnaðarmanna á Akureyri, Karl Steinar Guðnason varafor- maður Verkamannasam- bandsins og Vilborg Þorsteins- dóttir formaður Verkakvenna- félagsins Snótar í Vestmanna- eyjum. Tryggvi Þór Aðalsteinsson framkvæmdastjóri MFA sagði í viðtali við Vinnuna að ársfund- ur MFA væri að mörgu leyti kjörinn vettvangur fyrir skoð- anaskipti um málefni verka- lýðshreyfingarinnar. „Aðalum- ræðuefni ársfundarins ac\ þessu sinni,“ sagði Tryggvi, ,,er ekki aðeins umræða um skipu- lag og starfshætti, heldur einn- ig um áhrif verkalýðshreyfing- arinnar í þjóðfélaginu og staða til að knýja fram árangur í lífs- kjarabaráttunni.“ Kaupmáttur ÞEGAR þessar línur eru ritaðar, í lok október, er ekki vitað um hækkun framfærslukostnaðar frá október til nóvember. Áætlanir benda til þess, að vísitalan hækki um 1—1.5%, einkum vegna ýmissa liða sem þá koma inn með verðlagsbreytingu síð- ustu 12 mánaða. Hækkun vísitölunnar umfram við- miðunarmörk mun nánast svara til þessarar hækk- unar frá október til nóvemberbyrjunar. Síðasta endurskoðun verð- lagsspár bendir til þess, að verðhækkun á árinu verði 10—11% eða um 3% umfram spár í febrúar. Við gerð verð- lagsspár í febrúar var einungis reiknaðmeð 13.6% almennum launahækkunum á árinu. Að meðtöldum áhrifum sér- ákvæða i febrúarsamningun- um, sérstökum hækkunum skv. ákvörðun launanefndar og áhrifum sérsamninga er nú tal- ið að launahækkanir á árinu verði að meðaltali um 20.4%. Samkvæmt framansögðu má reikna með þvi, að kaup- máttur kauptaxta ASÍ félaga verði um 2.7% betri á árinu 1986 en á árunum 1984 og 1985. í lok ársins verður kaup- máttur 10% hærri en í ársbyrj- un og 4% betri en að meðaltali á árinu 1986. ÓKEYPIS • ÓKEYPIS • ÓKEYPIS • ÓKEYPIS • ÓKEYPIS • ÓKEYPIS • ÓKEYPIS HEIMSENDINGARÞJÓNUSTA Á LYFJUM OG SNYRTIVÖRUM laugavegs apótek SÍMI 24045 THORELLA midas

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.