Vinnan


Vinnan - 01.11.1986, Blaðsíða 15

Vinnan - 01.11.1986, Blaðsíða 15
2. Þjálfunarmiðstöð sjó- manna er nú orðin stað- reynd. Á 14. þingi SSÍ 1984 voru undirtektir góð- ar við hugmyndum SVFÍ um að gera v/s Þór að þjálf- unarmiðstöð v/öryggis- mála sjómanna. Þessu hef- ur verið hrint í fram- kvæmd og hafa þegar fjöl- margir sjómenn og heilar skipshafnir tekið þátt í þessum námskeiðum. Öll- um sjómönnum sem þátt hafa tekið í þessum nám- skeiðum ber saman um nauðsyn og gagnsemi þeirra. Nú vantar fjárhags- legt átak til að koma skip- inu hafna á milli til nám- skeiðahalds fyrir sjómenn. Þingið mótmælir harðlega ráðstöfun ríkisstjórnar- innar sem fram kemur í frumvarpi til fjárlaga, þar sem engin fjárveiting er ætluð til þessara fræðslu og fyrirbyggjandi starfs- þátta í öryggismálum sjó- manna. Því skorar 15. þing SSÍ á fjárveitingar- nefnd Alþingis að veita verulegu fjármagni til þessa merka og nýja þáttar í öryggismálum sjómanna svo allir sjómenn megi njóta án tillits til búsetu. 3. Þingið minnir á nauðsyn öflugrar gæslu björgunar- og varðskipa á hinu víð- áttumikla hafsvæði innan 200 mílna fiskveiðilögsög- unnar. Alþingi verður að veita það fjármagn sem til þarf, til fulls reksturs a.m.k. þriggja varðskipa. jafnframt sem aukin áhersla verði lögð á sér- hæfni áhafna varðskip- anna til hvers konar björg- unar- og leitarstarfa. Flugáhöfn þyrlu Land- helgisgæslunnar ásamt læknum frá Borgarspítal- anum hefur unnið ómet- anlegt starf í þágu sjó- mannastéttarinncur og landsmanna allra. Nokk- uð virðist óljóst um áfram- haldandi samstarf þessara aðila og jafnvel svo að þyrl- an, þetta dýra og mikla björgunartæki, er ekki til taks nema hluta úr degi. Allt stafar þetta af óvissu- þáttum i fjárhagslegum rekstri sem er óviðunandi. Þingið krefst þess að fjár- veitinganefnd Alþingis sjái svo um fjárhagslegu hlið rekstrar þessa björg- unartækis að viðundandi sé. 4. Þingið hvetur alla þá aðila sem að öryggis og björgun- armálum sjómanna vinna, til að hafa áfram- hald á þeim öryggismála- fundi sem Siglingastofnun og sjóslysanefnd gekkst fyrir 1984. Verði slík ráð- stefna haldin á 2ja ára fresti. í hörðu kapphlaupi við tímann láta skipstjórnar- menn æ oftar úr höfn með ósjóbúin skip. Að gefnu til- efni minnir þingið skip- stjórnarmenn á 3. kafla 6. gr. Siglingalaga. Þá telur þingið nauðsyn á breytingu laga nr. 102 frá 1972 þess efnis að greiðsl- ur frá tryggingarfélögum til sjómanna vegna slysa verði ekki frádregnar ör- orkubótum. Skráð slys á sjómönnum voru á árinu 1985 því mið- ur of mörg. í fiskimanna- stétt slösuðust 419 og i far- mannastétt 35. Enda þótt hér sé um háa slysatíðni að ræða miðað við þann fjölda sem þessar starfs- gréinar stunda eru áreið- anlegar heimildir til fyrir því að ekki eru öll þau slys er sjómenn verða fyrir skráð. Því skorar þingið á skip- stjórnarmenn og trúnað- armenn sjómanna að sjá svo um að öll slys er verða um borð eða við störf sem unnin eru fyrir skipið verði tilkynnt Ttyggingastofn- un ríkisins. Þingið skorar enn einu sinni á stjórnvöld að setja lög um líftryggingu sjó- manna vegna þeirrar sér- stöðu sem sjómenn eru i við störf sín á hafi úti fjarri allri læknisþjónustu ef al- vairleg veikindi ber að, sem leiðir til dauða. Þingið felur fram- kvæmdastjóra SSÍ að vinna. að endurskoðun tryggingamála og bóta- upphæðar fyrir n.k. ára- mót. Enda verði krafa þar um lögð fram í komandi kjarasamningum. 5. Þingið áminnir enn einu sinni alla skipstjórnar- menn um að fara að lögum um tilkynningarskyldu og hvetur FFSÍ til að hafa áhrif á umbjóðendur sína, svo þessi stórkostlegi ör- yggishlekkur íslenskra sjómanna bresti aldrei. 6. Þingið telur nauðsyn á að sett verði reglugerð þess efnis að um borð í öllum ís- lenskum skipum verði flotbúningur til notkunar fyrir hvern áhafnarmeð- lim. Siglingamálastofnun og SVFI verði falið að gera tillögur um slíka reglu- gerð. 7. Þá gerir þingið kröfu um að á öllum yfirbyggðum fiskiskipum og skuttogur- um skuli vera um borð slöngubátur með utan- borðsvél. 8. 15. þing SSÍ fagnar þeim breytingum sem orðið hafa á undanförnum árum í öryggis- og aðbúnaðar- málum sjómanna og heitir nú á alla sjómenn að: 1. Nota þann öryggisbún- að sem þeim er ætlaður við þær aðstæður og störf sem þeir vinna við. 2. Kynna sér vel þann björgunarbúnað sem um borð er, notkunar- reglur og hvort viðhald og geymsluástand sé eðlilegt, því slík varúð- arráðstöfun er ekki verk embættismanna einna. 3. Að gefnu tilefni þar sem í alltof mörgum tilfell- um er óviðunandi vinnuaðstaða sjó- manna um borð í fiski- skipum, krefst 15. þing SSI þess að við hönnun vinnslurásar fiskiskipa verði haft samráð við hutaðeigandi sjómenn (háseta) vegna nýsmíði eða breytinga. 4. Þá minnir þingið á skyldur skipstjóra, þar sem 8. gr. sjómanna- laga segir m.a. svo: „Við ráðningu nýliða skal skipstjóri sjá um að nýliðanum sé leið- beint um störf þau sem hann á að vinna. Enn fremur skal honum sýndur björgunarbún- aður sá og viðvörunar- búnaður sem á skipinu er og leiðbeint um grundvallaratriði við notkun þeirra." 9. Þingið felur framkvæmda- stjórn SSÍ að kjósa þriggja manna nefnd til að gera út- tekt á réttindum sjó- manna og skyldum lífeyr- issjóða sjómanna. Nefndin skili greinargerð og tillög- umfyrir 16.þingSSÍ 1988. 10. 15. þingSSÍ þakkar örygg- ismálanefnd sjómanna, sem samgönguráðherra skipaði 30. mars 1984 og skipuð er 9 alþingismönn- um fyrir störf sín að örygg- ismálum. Þá tekur þingið undir allar tillögur nefnd- arinnar sem lagðar voru til við Samgönguráðherra af hálfu öryggismálanefndar 16. okt. s.l. 11. Þingið þakkar þeim fjöl- mörgu aðilum innlendum og erlendum er lagt hafa sjómönnum lið með óeig- ingjörnu starfi sínu á sviði öryggis- og björgunar- mála. NÝIJ OG, OÆSILEGT HOTEL A SELFOSSI mel SEUOSS ETRAVEGI 2, 800 SELFOSSI, SÍMI 99 2500 HÖFUM OPNAÐ NÝTT HÓTEL VIÐ, ÖLFUSÁRBRÚ Á SELFOSSI. Vertu velkominn á Selfoss I vinarlegt umhverfi! Gisting í 20 herbergjum. Glæsilegir samkomu- og raðstefnusalir á annari hæð fyrir allt að 400 manns í sæti. Allar veitingar, fyrsta flokks matur í veitingabúð á 1. hæð. í hótelinu eru snyrtistofa og snyrtivöruverslun, hárgreiðslustofa, gleraugnaverslun, minja- gripaverslun og umferðamiðstöð. Við gerum okkar ýtrasta til að uppfylla allar þínar óskir. Viö sjáum um fundi og ráðstefnur fyrir þig. Allt í einum pakka - ferðir til og frá Selfossi (leigubílar/ langferðabílár) fundaaðstaða, veitingar og gisting.

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.