Vinnan - 01.11.1986, Síða 13
RHfrétfir
Iðnaðurinn
VINNUNNI hefur borist 5. tbl.
1986 af ,,Iðnaðinum“, tímariti
Landssambands iðnaðar-
manna. I blaðinu er meðal ann-
ars viðtal við Harald Sumar-
liðason, nýkjörinn forseta
Landssambandsins og bygg-
ingameistara um fram-
kvæmdalán til húsbygginga.
í viðtalinu kemur fram að
þrátt fyrir ákvæði í nýjum hús-
næðislögum um framkvæmda-
lán til byggingaverktaka verða
slík lán ekki afgreidd í ár og
varla næstu ár heldur. ,,Það
veldur auðvitað miklum von-
brigðum að nú er upplýst af
Húsnæðisstofnun að engin slík
lán verði til afgreiðslu á þessu
ári og tæplega á því næsta held-
ur. Þetta vekur ugg um það að
stofnunin ætli að ganga fram-
hjá þessum lánaflokki til fram-
búðar eins og gert hefur verið,
en það er auðvitað óþolandi,“
segir Haraldur í viðtalinu.
Þá er í blaðinu fjallað um sýn-
inguna „íslenskt hugvit" og
fjallað um væntanlega sam-
keppni um ný íslensk húsgögn.
Þá hefur Landssamband iðn-
aðarmanna gefið út litprentað-
an upplýsingapésa um starf-
semi sína og skipulag. Þar
kemur m.a. fram að félagar
sambandsins eru alls 3200 —
og eru þeir allt frá því að vera
einstaklingar og upp í fyrirtæki
með 300 starfsmenn.
Vinnuvernd
í SÍÐASTA tölublaði Frétta-
bréfs um Vinnuvernd, sem
Vinnueftirlit ríkisins gefur út,
er fjallað um skort á öryggis-
trúnaðarmönnum á vinnu-
staði. í blaðinu kemur fram að
á skrám Vinnueftirlitsins eru
ekki nema 1100 öryggistrún-
aðarmenn og verðir, en í vinnu-
verndarlögunum er kveðið svo
á að í hverju fyrirtæki þar sem
starfa 10 manns eða fleiri skuli
kjósa slíka öryggistrúnaðar-
menn, og fyrirtækið tilnefna
öryggisvörð.
Þá er í blaðnu fimmta greinin
i greinaílokk um gott starfsum-
hverfi og er þar aðallega fjallað
um vinnuskilyrði við vélar.
Ritstjóri Fréttabréfs um
Vinnuvernd er Hörður Berg-
mann og er blaðinu dreift
ókeypis til öryggistrúnaðar-
manna og einnig selt í áskrift.
Samningar
„TIL ÞESS að ná verðbólgunni
frekar niður á næsta ári verða
kostnaðarhækkanir og þar
með taldar launahækkanir að
verða minni á næsta ári en á
þessu ári. Að öðrum kosti mun
samkeppnisstaða iðnaðarins
versna á ný og það myndi fljótt
leiða til versnandi afkomu. Það
mundi grafa undan þeirri við-
leitni fyrirtækjanna að bæta af-
komuna með öllum tiltækum
ráðum." Svo segir í ritstjórnar-
grein septemberheftis „Á döf-
inni“ fréttabréfs Félags ís-
lenskra iðnrekenda.
Þá er í blaðinu fjallað um
orkunotkun og gæðamál.
Ritstjóri er Ólafur Davíðsson,
framkvæmdastjóri FÍI.
Eftir fórnir launþega:
Hvað nú?
ALLT FRÁ því hremmingaskeið íslensks efnahags-
lífs hófst á síðasta áratug með óðaverðbólgu og öðr-
um slíkum fylgifiskum hafa svör ráðamanna og at-
vinnurekenda við kröfum launafólks einkennst
mjög af hugsjónum sem ekki var vitað til að leynd-
ust meðal til dæmis stóratvinnurekenda — sam-
stöðu og samvinnu. í öll þessi ár hafa forystumenn
þessara hópa boðað það að til að komast úr ógöng-
unum þyrfti öll þjóðin að vinna saman. Að stilla
þyrfti kröfum í hóf — að ekki væri svigrúm til veru-
legra kjarabóta.
En hvað blasir við nú er
hremmingarskeiðinu er að
ljúka — eða allavega farið að
sjást fyrir endann á því? Nú
hlýtur íslenskt launafólk að fá
að njóta langlundargeðsins og
nú hljóta atvinnurekendur og
aðrir ráðamenn að ganga fram
fyrir skjöldu í því að láta þá sem
borið hafa byrðarnar af barátt-
unni við verðbólgudrauginn og
aðra þá skratta sem uppfundn-
ir hafa verið til að skýra sífelld-
ar árásir á lífskjör verkafólks,
njóta nokkurs. Eða hvað?
Er samstöðu tímabilinu að
ljúka? Finna atvinnurekendur
nú þörf á að höfða öllu lengur
til samstöðu þjóðarinnar? Táp-
ið bárum við sameiginlega —
getur verið að gróðann vilji þeir
bera einir?
Þessi inngangur kann að
koma mörgum spánskt fyrir
sjónir nú þegar ljóst er að síð-
ustu samningar með marg-
flóknum efnahagsaðgerðum
sem launþegahreyfingin
samdi um við samtök atvinnu-
rekenda og þessir aðilar knúðu
rikisstjórnina til að sam-
þykkja, hafa skilað verulegum
árangri. Ekki aðeins þannig að
verðbólga hafi lækkað stórkost-
lega, heldur hefur kaupmáttur
farið vaxandi. Og nú standa fyr-
ir dyrum samningar þar sem
mikið liggur við að haldið verði
áfram á þessari braut að kveða
verðbólguna endanlega niður
og auka enn kaupmátt launa.
En eftirfarandi pistill Stefáns
Ögmundssonar úr Vinnunni
1944 varpar ef til vill einhverju
Ijósi á hvers vegna inngangur-
inn hljóinar svo. Við birtum
nokkur brot úr grein Stefáns,
og byrjum á örstuttri máls-
grein úr niðurlagi greinarinn-
ar.
„Þess varð raunar aldrei vart,
að íslensku auðrnennirnir liðu
innu
líkams- né sálartjón af skorti
þessara ára. Þeir hafa að
minnsta kosti haldið nægilegri
hugarró til þess að ákvarða
stefnuna, og grunda svörin,
sem hafa skyldi á hraðbergi
gegn kröfum verkalýðsins,
þegar kreppufleyið væri komið
í höfn.“
Pegar stríðinu er
lokið þá . . .
Alþýða fólks um heim allan,
hvaða nafni sem ríkin hétu,
báru þyngstan part stríðsbyrð-
anna á herðum sér — og á með-
an verkafólkið skundaði á víg-
vellina til að herja á stéttbræðr-
um sínum af öðru þjóðerni og
aðrir lögðu nótt við dag við'
stríðsframleiðslu og allur þorri
almennings leið skort buldi
áróðurinn. Saman sigrum við
— en það kostar fórnir. En þeg-
ar stríðinu er lokið — þá verður
heimurinn aftur réttlátur, þá
verður enginn skortur.
Um þetta sagði Stefán: „Það
er ástæðulaust að efast um að
þráin eftir friði hefur numið
stærri lönd en nokkru sinni
fyrr í hugum manna i öllum
stéttum, en það væri háskaleg
blinda að vanmeta styrk þeirra
afla, sem ennþá ráða auðvalds-
heiminum, ýmist með stjórn-
artaumana í höndum eða vald
peninganna, sem þvingun á
framkvæmdir þeirra sem
stjórnir landanna skipa. Jöfrar
auðsins hafa ekki i orði né at-
höfn gefið til kynna að þeir
muni afsala sér neinu af þeim
forréttindum, sem skipulag
auðvaldsþjóðfélaga veitir
þeirn."
Pegar verðbólgan er
niðurkveðin . . . þá
hvað?
Það er kannski ekki fyllilega
sambærilegt að líkja hrelling-
um þeim sem íslenskt alþýðu-
fólk hefur mátt þola af verð-
bólgu og öðrum ófögnuði síð-
ustu ára, við þær raunir sem
dundu yfir mannskepnunni í
síðustu heimsstyrjöld . . . en
samt má draga lærdóm af
reynslu fyrri ára.
Þegar allur þorri launþega
horfði á kaup sitt étið smátt og
sinátt í kjaraskerðingum og
mátti jafnframt borga okur-
vexti og tugprósenta verðbæt-
ur af skuldum sínum; mátti á
sama tíma horfa upp á milliliði
og braskaralýð maka krókinn
og stéttskiptingu á landinu
vaxa til muna, var fátt sem fólk
þráði jafn mikið og að verð-
bólga yrði kveðin niður og
hægt yrði að hefja uppbygg-
ingu á nýjan leik.
Þetta kom víða fram í viðtöl-
um við fólk úti á vinnustöðum,
við fólk á förnum vegi og í
áiyktunum fjölmennra funda
verkalýðsfélaga og hagsmuna-
samtaka ýmisskonar. Enda
hafði fólk „fært fórnir" í ára-
fjölda, tilneytt með lagabálk-
um. Allt í anda þjóðarsam-
stöðu til að ráða við efnahags-
vandann.
Islensk alþýða færði einnig
fórnir á styrjaldarárunum og
þá eins og aðrir í trú og von um
betri heim er átökunum lyki.
En hvað varð um vonina?
Stefán skrifar: „Eitt er það land
sem ekki hefur á takteinum
slík andsvör við kröfum verka-
manna sinna. Það er ísland. ís-
lenskir auðmenn eru þó hávær-
ir þátttakendur í „betraheims"
kórnum og margt er skrafað
hér um félagslegt öryggi. En nú
síðast þegar Dagsbrúnarmenn
fara fram á litla lagfæringu
launakjara sinna, kemur það
svar, að lifskjör þessara manna
séu þegar of góð, og ef þau yrðu
bætt séu líkurnar litlar fyrir því
að unnt sé að skapa hér félags-
legt öryggi eftir striðið. Ráðið til
þess að tryggja slíkt öryggi sé
þvert á móti lækkun laun-
anna.“
Síðar segir Stefán: „Og nú,
þegar svörin eru fengin um það
að ísland stríðsgróðans hafi
ekki bolmagn til þess að gjalda
vinnandi fólki sínu lífvænleg
kjör, án þess að stofna félags-
legu öryggi framtíðarinnar í
hættu, hver trúir þá lengur á
betri heim undir stjórn þeirra
manna, sem fengið hafa jafn
ótviræð tækifæri sem veltiár
stríðsgróðans til að reka af sér
slyðruorð neyðartímanna.
Svör auðmannastéttarinnar
hafa borist verkalýðnum von-
um fyrr. Þau hafa leitt í ljós að
jafnvel á íslandi, þar sem
stríðsútgjöldin eru óþekkt, en
straumur gróðans hefur lagst í
æ dýpri farveg, er ekkert af-
gangs til þess að bæta kjör og
tryggja lífsafkomu almenn-
ings. Það eru efndirnar á loforð-
unum um félagslegt öryggi.“
Himnaríkisgrund í
nánd?
Nú þegar farið er að sjást fyr-
ir enda undangenginna efna-
hagshremminga bíður íslenskt
launafólk þess að sjá hvað úr
verður — hvort fórnirnar báru
árangur. Við látum Stefán Ög-
mundsson hafa siðustu orðin:
„Á atvinnubótaárunum fyrir
stríðið, þegar mötuneyti safn-
aðanna galt súpudisk og
brauðmola fyrir hluta af sjálfs-
virðingu og lífskröfuþrótt
verkamanna, þótti það hin
mesta goðgá, ef hreyft var orði
um hækkun kaupgjalds, þótt
jafnvel þeir sem fastavinnu
höfðu, byggju við hin rýrustu
kjör. Atvinnurekendur berg-
máluðu orðspeki erlendra auð-
bræðra um hættuna, sem at-
vinnulífi og þjóðfélagsheill
stafaði af kröfum verkalýðsins
á líkum neyðartímum; allir
yrðu að sameinast í þegnskap
og þjóningu ef lending ætti að
takast þegar um kyrrðist á
hafnleysuströnd heimskrepp-
unnar. Allar kröfur urðu að
bíða, þar til þurrt land var und-
ir fótum og mátti jafnvel stund-
um skilja orð manna svo, að
það væri slík himnaríkisgrund
að hver fengi þar sinn skammt
í hlutfalli við auðsýndan þegn-
skap og þjáningu á kreppuár-
unum.“
S.AÍb. tók saman; grein
Stefáns Ögmundssonar birt-
ist í 3. tbl. Vinnunnar 1944.
NÓVEMBER 1986
yinnriii 13