Vinnan


Vinnan - 01.11.1986, Síða 3

Vinnan - 01.11.1986, Síða 3
OFT HEYRAST óánægjuraddir um að seint gangi að bæta aðbúnað og öryggi á vinnustöðum. Lesend- ur „Vinnunnar“ hafa séð margar ályktanir frá þing- um verkalýðssamtaka sem tala sínu máli um þetta. Ein sú eindregnasta sem ég hef séð var samþykkt á þingi Málm- og skipasmíðasambandsins í vor. Þar var ítarlegur kafli um vinnuvernd og dregin ófögur mynd af vinnustöðum málmiðnaðarmanna og heilsuspillandi áhrifum þeirra. í ályktun þingsins segir m.a. um ástæðurnar. „Þar má nefna óhentugt vinnuhúsnæði og vélar, skort á heppilegum verk- færum og tækjum, lélega og ranga stjórnun og skipulag, gamaldags viðhorf til vinnustaðanna, ónóga loftræstingu, hávaða, mengun og það sem er einna alvarlegast; stjórnendur og starfsmenn halda ekki vöku sinni um vinnuvernd, eru samdauna ást- andinu.“ Vinnuvernd: Arangur háður áhuga verkcuolksins og félaga Pama kemur fram sjálfs- gagnrýni sem er ítrekuð víðar í ályktuninni og einnig beinist hörð gagnrýni að atvinnurek- endum („Þeir eru staðir og stympast á móti hverri tilraun sem miðar að bættu ástandi á vinnustöðum") og Vinnueftir- liti ríkisins. (,,Á Vinnueftirlitið verður að ýta varðandi nám- skeið fyrir trúnaðarmenn ör- yggismála") Tillögur til úrbóta miðast svo einkum við að félög- in taki sér tak: „Kosnir verði ör- yggistrúnaðarmenn á hverjum vinnustað, . . . starfsmenn verkalýðsfélaganna sinni sér- staklega aðbúnaðarstarfinu á vinnustöðum, . . . efnt verði til upplýsingaherferðar á vinnu- staði um aðbúnaðarmál . . . læknisskoðun verði skipulögð af verkalýðsfélögum." Ég held að það sé rökrétt að álykta að árangur í vinnu- verndarmálum sé einkum háð- ur áhuga og framtaki verka- fólks og samtaka þeirra. Petta er líka viðurkennt í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og ör- yggi á vinnustöðum. Þeim er ætlað að, ,, . . . tryggja skilyrði fyrir því, að innan vinnustað- anna sjálfra sé hægt að leysa öryggis- og heilbrigðisvanda- mál, í samræmi við gildandi lög og reglur.“ Þess vegna eru í lögunum ákvæði um að starfs- menn skuli kjósa sér öryggis- trúnaðarmann og atvinnurek- endur tilnefna öryggisvörð séu 10 starfsmenn eða fleiri á vinnustaðnum. í „Reglum um heilbrigðis- og öryggisstarfsemi innan fyrir- tækja“ er líka treyst á frum- kvæði frá starfsmönnum og fé- lagslegum trúnaðarmönnum þeirra ætlað að koma kosningu öryggistrúnaðarmanns í kring. Og þar er lýst í hverju starf ör- yggistrúnaðarmanna- og varða á að vera fólgið, s.s. að gæta þess að vélar tæknibúnaður, hættuleg efni og starfsaðferðir stofni ekki lífi og heilsu starfs- manna í hættu, öryggisbúnað- ur og persónuhlífar séu til stað- ar í góðu ástandi, starfsmenn fái nauðsynlega fræðslu og þjálfun og að tilkynninga- skyldu um vinnuslys sé sinnt. En hvers vegna verðum við að treysta svo mjög á framtak verkafólks og verkalýðsfélaga við að leysa vinnuverndarverk- efni? Hafa atvinnurekendur ekki áhuga á þeim — og er Vinnueftirlitið máttlaust? Þessu verður að svara með bæði og. Eigendur og stjórn- endur ýmissa fyrirtækja hafa sýnt skilning á öryggis- og að- búnaðarmálum og gert átak á vinnustöðum sínum. Þetta hef- ur einkum gerst á vinnustöð- um þar sem viðurkennt er að störfin eru varasöm, s.s. við hafnarvinnu, stóriðju og meiri háttar verktakaframkvæmdir. En þegar á heildina er litið verður ekki vart mikils frum- kvæðis atvinnurekenda í vinnuverndarmálum. Raunar ótrúlega litils þegar þess er gætt hve stjórnun, framleiðni og skipulag er orðið mikið við- fangsefni í atvinnurekstri og augljóst að góð vinnuskilyrði hafa mikil áhrif á hvernig fyrir- tæki gengur. En hvað með Vinnueftirlitið? Getur það ekki bætt úr glopp- unum, gert vinnustaði lands- ins góða og örugga? Þótt oft sé ýjað að því í ræðum, sem fluttar eru á vettvangi verkalýðshreyf- ingarinnar, og í ályktunum, sem þaðan koma, að stjórnvöld og stofnanir eigi að bjarga hlut- unum þá held ég nú að reynsl- an hafi kennt mönnum að valt er að treysta um of á þá leið. Hér er ekki rúm til að fara í saum- ana á orsökum þess. Ég minni aðeins á að Vinnueftirlitið hef- ur aðeins einn vinnueftirlits- mann í hverju kjördæmi til að heimsækja vinnustaði þar (bændabýli meðtalin) og gera þar úttekt, leiðbeina um úr- bætur eða setja fram kröfur um þær sé ástandið ekki í sam- ræmi við lög, reglur og reglu- gerðir. Og á Reykjavíkursvæð- inu eru aðeins fimm menn i þessu. Enda þótt Vinnueftirlitið hafi sína starfsáætlun um eftirlit á vinnustöðum og annað er mik-. ilvægt að einnig sé til þess leit- að af verkafólki. Þess vegna ætla ég að nota það sem eftir er af plássi á síðunni til að gefa stutt yfirlit um hvað stofnunin gerir þannig að lesandinn sjái hvað hann getur sótt þangað. Vinnueftirlitið aðstoðar þá sem vinna að bættu starfsum- hverfi með því að — veita upplýsingar og fræðslu — gera mælingar og annast úttekt á vinnuskilyrðum — leiðbeina um hvernig hægt er að bæta vinnu- skilyrði og auka öryggi á vinnustöðum. Einfaldasta leiðin til að leita upplýsinga er að sjálfsögðu að hringja og ræða við þá sem eiga að hafa svörin eða þekkja leið til að útvega þau. Það er líka hægt að biðja um heimsókn vinnueftirlitsmanna og/eða sérfræðings sem hefur þekk- ingu á viðfangsefninu. Og það er líka hægt að biðja um að fá send gögn, fá menn á fund á vinnustað, jafnvel námskeið. Áðurnefnt eftirlit á vinnu- stöðum er einkum fólgið í reglubundnum heimsóknum vinnueftirlitsmanna á vinnu- staði. Svo fáein dæmi séu nefnd getur eftirlitið beinst að — lofthæð og loftræsting — birtu og lýsingu — hávaða, mengun og varasömum efnum — öryggisbúnaði véla og á varasömum stöðum — vinnuhúsnæði, matar- og kaffistofu, snyrtingu — réttindum vinnuvéla- stjóra Sé eitthvað athugavert við þetta eða annað er leiðbeint um hvaða úrbætur þurfi að gera og hvernig. Frestur til að gera nauðsynlegar úrbætur er mislangur eftir því hver hætta er á ferðum. Ávallt er reynt að ná góðu samstarfi við stjórn- endur og starfsmenn fyrir- tækja þannig að ekki þurfi að koma til þvingunaraðgerða. Hverjum sem er er heimilt að leita eftir þjónustu Vinnueftir- litsins. En æskilegast er að sjálfsögðu að starfsmenn og stjórnendur á vinnustöðum sýni árvekni og leysi málin með samstarfi á staðnum. Hafi starfsmenn yfir einhverju að kvarta í sambandi við vinnu- skilyrði og öryggi eiga þeir að snúa sér til öryggistrúnaðar- manns síns hafi hann verið kosinn. Hann reynir síðan að leysa málið i samstarfi við ör- yggisvörð eða verkstjóra/ stjórnanda. Stundum þarf samþykki atvinnurekandans að koma til. Svo fer það eftir eðli málsins og framvindu hvort menn kjósa að leita að- stoðar Vinnueftirlitsins. Til glöggvunar skulum við svo að lokum líta á samþjappað yfirlit um hvernig Vinnueftir- litið skiptist í deildir og það helsta sem gert er í hverri um sig. Það skýrir væntanlega frekar hvert er best að snúa sér með ólík mál. Almenn skrifstofa annast af- greiðslu, umsjón með fjármál- um, útgáfu, fræðslu og dreif- ingu gagna. EftirlitsdeilcL annast reglu- bundið eftirlit með vinnustöð- um, starfsemi og tækjabúnaði sem stofnuninni er falið að lita eftir, úttekt og skýrslugerð vegna vinnuslysa og námskeið fyrir stjórnendur minni farand- vinnuvéla. Eftirlitsstarfið skiptist á átta umdœmi. Tbeknideild veitir sérfræði- þjónustu í sambandi við örygg- isbúnað véla, tækjabúnað. persónuhlífar og ýmsar verk- legar framkvæmdir. Gefur um- sögn um teikningar af nýju vinnuhúsnæði og vegna breyt- inga. Hollustuháttadeild annast mælingar á mengun og hávaða og leiðbeinir um varnir gegn heilsuspillandi áhrifum sem fólk getur orðið fyrir á vinnu- stöðum. Atvinnusjúkdómadeild annast skráningu og flokkun vinnuslysa og atvinnusjúk- dóma, rannsóknir á likamlegu sliti og atvinnusjúkdómum og leiðbeiningar um heilsuvernd. Efnafrœðideild fjallar um meðferð og merkingar eitur- efna og annarra varasamra efna og annast leiðbeiningar til fyrirtækja og starfsmanna sem þau nota. Allar deildir annast einhvers konar fræðslu- og leiðbeininga- starf bæði í sambandi við eigin verkefni, námskeið, útgáfu og vinnustaðafundi. Vinnueftirlit- ið gefur út fréttabréf, Leiðbein- ingabæklinga, veggspjöld og handbækur og dreifir slíku efni yfirleitt ókeypis til þeirra sem það á sérstakt erindi við. Ann- ars er fræðslu- og útbreiðslu- starf stofnunarinnar rekið með ýmsu móti, t.d. er þessi grein skrifuð í vinnutíma hjá henni. Vinnueftirlit ríkisins er sjálf- stæð stofnun sem heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Félags- málaráðherra skipar einn full- trúa í stjórn hennar og átta samkvæmt tilnefningu aðila vinnumarkaðarins. Alþýðu- sambandið tilnefnir þrjá, Vinnuveitendasambandið tvo, Vinnumálasamband sam- vinnufélaga einn, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja einn og Samband islenskra sveitar- félaga einn. Ég vék í upphafi að nauðsyn þess að verkafólk sýndi frum- kvæði við lausn vinnuverndar- verkefna. Það getur birst á vinnustaðnum — og i því að hafa samband við Vinnueftir- litið — og fulltrúa verkafólks í stjórn þess. Þannig gera menn sitt til að starf stofnunarinnar beinist að brýnustu verkefnun- um. HörSur Bergmann skrrfar um ínnuefHrlit ríkisins NÓVEMBER 1986 ytnnrmö J

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.