Vinnan


Vinnan - 01.11.1986, Blaðsíða 14

Vinnan - 01.11.1986, Blaðsíða 14
Um kjara- og atvinnumál Á undanförnum árum hafa stjórnvöld leitast við að leysa vanda sjávarútvegsins með því að skerða kjör sjómanna og láta þá þannig greiða hluta af rekstrarvanda útgerðarinnar. Viðbrögð sjómanna hafa ver- ið þau að fækka í áhöfn skip- anna til að halda i við tekjur annarra launþega í landinu. Með auknum botnfiskafla hafa tekjur sjómanna á þeim veiðum aukist nokkuð, en tekjuaukningin er þó ekki meiri en svo að hún haldi í við það sem gerst hefur á almenn- um vinnumarkaði. Tekjur á öðrum veiðum, svo sem loðnu- og síldveiðum hafa lækkað stórlega á þessu ári. Enn stendur eftir sú staðreynd að i mörgum tilvikum eru færri menn um borð en gert er ráð fyrir i kjarasamningum og forr svaranlegt er að séu um borð. 15. Þing Sjómannasam- bands íslands tekur undir eftir- farandi ályktun framkvæmda- stjórnar, þar sem segir: „Framkvæmdastjóm Sjó- mannasambands íslands lýsir furðu sinni á þeirri ætl- un rikisstjórnarinnar að innheimta sérstakt inn- flutningsgjald af olíu og bensíni, sem áformað er að skili ríkissjóði um 600 millj. kr. tekjum á árinu 1987, eins og fram kemur í ný- framlögðu fjárlagafmm- varpi. Um mitt ár 1983 gaf rikis- stjómin út lög um sérstakan 29% kostnaðarhlut útgerð- ar framhjá skiptum. Þessi kostnaðarhlutur var tekinn af fiskverði og kom ekki til skipta til sjómanna, heldur rann hann beint til útgerðar og raskaði þar með hluta- skiptakjörum sjómanna. Þessi lög vom sett í skjóli erfiðrar stöðu útgerðarinn- ar, m.a. vegna mikils olíu- kostnaðar og með þeim vom sjómenn látnir greiða af launum sínum hluta af vanda útgerðarinnar. Nú þegar staða útgerðarinn- ar hefur batnað verulega er það ætlun sjómanna að sækja til baka þá kostnaðar- hlutdeild, sem enn hefur ekki verið skilað inn í hluta- skiptin. Á sama tíma er rik- isvaldið með áform um að hirða til sín hluta af þeim ávinningi útgerðar sem orð- ið hefur vegna olíuverðs- lækkunarinnar, i stað þess að skila til baka því sem áð- ur hefur verið tekið af sjó- mönnum. Framkvæmdastjórn Sjó- mannasambands íslands krefst þess af stjómvöldum að hlutaskiptakjör sjó- manna verði leiðrétt, áður en þau fara að innheimta til sin þann ávinning, sem orð- ið hefur af olíuverðslækkun- inni“. í ljósi góðrar stöðu útgerðar- innar er það krafa 15. þings Sjómannasambands íslands að þeim kostnaðarhlut sem enn fer framhjá skiptum verði skilað til baka inn í hlutaskipt- in. Þetta verður að vera aðal- krafa í komandi kjarasamning- um. Með því einu móti er hægt að búa sjómönnum þau kjör að viðunandi sé. Við sjóðakerfisbreytinguna 15. maí sl. lækkuðu aflahlutir hjá sjómönnum á frystiskipum, sem frysta bolfiskafla um borð. Fulltrúar sjómanna í sjóðakerf- isnefndinni og stóm sam- bandsins ákváðu að standa að breytingunni þrátt fyrir þenn- an ágalla með því fororði að leiðréttingar yrði síðar krafist. Þingið samþykkir að leiðrétt- ingar á aflahlutum á þessum skipum verði krafist í komandi samningum. Tekjur loðnu- og síldveiðisjó- manna hafa verulega dregist saman á þessu ári vegna lækk- unar loðnu- og síldarverðs. Tekjur allra sjómanna eru háð- ar aflabrögðum og hráefnis- verði hverju sinni og geta því orðið miklar sveiflur í tekjum milli ára. Þegar menn búa við slíkar tekjusveiflur eins og sjó- menn er það skattakerfi sem við búum við óviðunandi. Þeg- ar tekjufall verður eins og nú hefur gerst á loðnuveiðunum og síldveiðum duga tekjurnar varla fyrir opinberum gjöldum. 15. Þing Sjómannasam- bands íslands beinir því þeirri áskorun til stjórnvalda að kom- ið verði á staðgreiðslukerfi skatta hið fyrsta svo sjómönn- um verði ekki íþyngt með sköttum af tekjum fyrra árs, þegar tekjur dragast saman af óviðráðanlegum orsökum. Þingið samþykkir einnig að krefjast þess í væntanlegum samningum að allir sjómenn hafi frítt fæði. Þá krefst þingið þess að sjó- menn fái löndunarfrí á öllum veiðum og að skipverjum á loðnu- og síldveiðum verði tryggðir minnst fjórir frídagar í mánuði. 15. Þing Sjómannasam- bands íslands samþykkir að i næstu samningum geri Sjó- mannasamband íslands samning um fastráðningu fyrir sína umbjóðendur. Jafnframt verði gerður samningur um verksvið matsveina á fiskiskip- um og hvildartíma. Mikil hagræðing hefur nú átt sér stað á sviði vöruflutninga á sjó, og hafa íslendingar ekki farið varhluta af þeirri þróun. Gámavæðing, bylting á sviði losunar og lestunar kaupskipa og búnaðar og gerð kaupskip- anna sjálfra hafa stytt viðdvöl þeirra í höfn, jafnframt sem veruleg fækkun í áhöfn hefur átt sér stað. Þá hafa íslenskir farmenn í auknum mæli tekið á sig vinnu í höfnum úti á landi, sem áður var fram- kvæmd af hafnarverkamönn- um. Af þessum ástæðum m.a. má ætla að islensk kaupskipaút- gerð sé nú komin á þann grundvöll að vera samkeppnis- fær á sviði alþjóðaflutninga og ætti þar af leiðandi að geta greitt hærri laun en nú er gert. Sé hins vegar litið til launa og kjara erlendra farmanna vant- ar mikið á að islenskir farmenn séu eins settir tekjulega og einnig hvað varðar frí eftir eril- samt útihald. Á undanfömum mánuðum hefur átt sér stað nokkuð launaskrið í ýmsum starfs- greinum á almennum vinnu- markaði. Farmenn hcifa farið halloka út úr því launaskriði. Nú vantar um 21% á að far- menn nái þeim gmnnpunkti i launum sem þeir ákváðu að stefna að í síðustu kjarasamn- ingum. Er þá eingöngu litið til liðins tíma, en ekki tekið inní það sem á eftir að gerast á al- mennum vinnumarkaði. 15. Þing SSÍ mótmælir harð- lega sífelldri leigutöku ís- lenskra kaupskipaútgerða á er- lendum kaupskipum sem mönnuð em erlendum sjó- mönnum. 15. Þing SSÍ mótmælir harð- lega setningu bráðabirgðalaga nr. 28 frá 9. maí 1986 á undir- menn á kaupskipum. Það er með öllu óþolandi að enn einu sinni skuli stjórnvöld með íhlutun sinni þvinga fram gerð- ardómsúrskurð og þar með brjóta á bak aftur frjálsan samningsrétt. Þingið lýsir yfir fullum stuðningi við kröfur farmanna og hvetur framkvæmdastjórn sambandsins til að styðja við farmenn í þeim átökum sem framundan eru. 15. Þing Sjómannasam- bands íslands skorar á aðildar- félög sambandsins að segja upp samningum sínum fyrir 1. desember næstkomandi. Sam- hliða uppsögn samningsins afli stjórnir félaganna sér heimildar til verkfallsboðunar. Um öryggis og tryggingamál 1. 15. þing SSÍ fagnar því samkomulagi sem náðst hefur milli stjórnar og starfsmanna Landhelgis- gæslunnar og tryggingar- félaga íslenskra flskiskipa vegnaákvæða 172. gr. sigl- ingalaga þ.e. um björgun- arlaun vegna fiskiskipa sem þarfnast aðstoðar á hafi úti. Með því sam- komulagi sem gert hefur verið milli fyrmefndra að- ila eru skip Landhelgis- gæslunnar nú virkari aðili til aðstoðar fiskiskipaflot- anum sem óneitanlega bætist við í hlekk öryggis- keðju íslenskra fiski- manna. Þá væntir þingið þess að Alþingi hraði af- greiðslu frumvarps til breytingaá 12. gr.lagaum Landhelgisgæslu íslands sem tengist ofangreindu máli. NÓVEMBER 1986 LAUNAFÓLK, TRYGGIÐ ALÞÝÐUBANKANUM HLUTDEILD í ÞRÓUN PENINGAMÁLA. ÞAÐ ERU HAGSMUNIR BEGGJA! í þeim grannlöndum, þar sem lýðfrelsi er mest og lifskjör best, eru alþýðubankar löngu grónar stofn- anir, sem átt hafa drjúgan þátt í heillavænlegri þróun efnahagsmála. Að stofnun Alþýðubankans hf. stóð fjöldi félaga launafólks um land allt og bankinn setti sér frá upphafi það markmið, að gera hagsmuni launa- | fólks að sínum hagsmunum; með það að leiðar- Ijósi hefur hann ávaxtað það fé, sem honum er i trúað fyrir og veitt fjármagni sínu þangað sem það l hefur komið vinnandi fólki að mestu gagni. Hvort sem þú færð laun þín í landbúnaði, útvegi, iðnaði eða verslun, þá er Alþýðubankinn hf. banki þinn. Alþýöubankinn hf. LAUGAVEGI 31. SUÐURLANDSBRAUT 30 SKIPAGÖTU 14 AKUREYRI.

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.