Vinnan - 01.06.1988, Qupperneq 2
FORMANNAFUNDUK ASI:
Þungt hljóð í
formónnunum
— aðeins byrjunin á aðgerðum ríkisstjórnarinnar; stöndum frammi fyrir óðaverðbólgu;
undirbúum harðar aðgerðir; þurfum að treysta samstöðu launafólks
í kjölfar setningu bráðabirgðalaga ríkisstjórnar-
innar (og bráðabirgðabráðabirgðalaganna) og
gengisfellingarinnar sem í kjölfar fór, boðaði mið-
stjórn Alþýðusambands íslands til formannafundar
30. maí sl. Allgóð mæting var á fundinum og
mættu yfir 100 formenn verkalýðsfélaga víðsvegar
að af landinu.
Ari Skúlason, hagfræð-
ingur ASÍ, tók l'yrstur til máls
og fjallaði um gengisfellinguna
og áhrif hennar á kaupmátt.
Hann dreifði til fundarmanna
töllu eins og þeirri scm birt cr
hcr til hliðar og sýnir áhrif
gcngisfellingarinnar á al-
mennan kauptaxta VMSÍ.
Eins og l'ram kemur í töfl-
unni er gert ráð lyrir að kaup-
máttur í desember vcrði 6%
lakari en fulltrúar VMSÍ töldu
sig hafa verið að scmja um,
áður en samningsrctturinn var
afnuminn með bráðræðislög-
unum. Þessi 6% kaupmáttar-
rýrnun miðar við að vcrð-
bólguspá haldi. cn þar sem
rauðu strikin hafa verið af-
numin með lögum. verða laun-
þegar að bera frekari verðbólgu
sjálfir, óbætl.
Að loknum skýringum Ara
tók Ásmundur Stefánsson,
forseti ASÍ lil máls. Hann fór
yfir atburðarráös samskipta
verkalýðshrcyfingarinnar og
ríkisstjórnarinnar í kringum
setningu bráðabirgðalaganna
og gengisfellingarinnar.
Nýtt hljóð í
strokkinn
Þar kom m.a. fram að 13.
maí, cða þrcmur dögum fyrir
gengisfellingu, héldu formenn
landssambanda innan ASÍ
fund þar sem þeir samþykktu
að senda Þorsteini Pálssyni,
forsætisráðherra, skeyti þar
sem fyrirhugaðri gengisfell-
ingu var mótmælt. I skeytinu
sagði m.a.: ,,Frá því að samn-
ingar vora gerðir í desember
1986 hefur alvarlegt misgengi
orðið í efnahagskerfinu.
Ástæðurnar má rekja til að-
gerða og þó frekar aðgerða-
leysis stjórnvalda. Pað er
óhjákvæmilegt að benda á
fjárlagahallann. miklar er-
lendar lántökur. stórfelldar
óarðbærarfjárfestingar. okur-
vexti og skipulagsleysi í flest-
um greinum."
í skeytinu er minnt á reynsl-
una frá 1983 um það hverjir
beri lögskipaðar kjaraskerð-
ingar, en það eru þeir sem búa
við samningsbundna taxta.
Landssambandaformennirnir
leggja á það áherslu í skeyti
sínu, að staðið verði við gerða
samninga og þeir ekki skertir,
slíkt leysi engan vanda heldur
muni óréttlætið enn magnast.
Það næsta sem gerðist, sagði
Ásmundur, eftir að gengisfell-
ingin var orðin að veruleika,
var að ríkisstjórnin ákvað að
eiga viðræður við verkalýðs-
hreyfinguna. 17. maí átti mið-
stjórn ASÍ ásamt formönnum
landssambanda fund með
þremur ráðherrum þar sem
farið var yfir málin og var það
mat ASÍ fulltrúa að þeim l'undi
loknum, að báðir aðilar væru-
reiðubúnir til viðræðna um
þau vandamál í efnahagslífi og
víðar, sem við blöstu.
Okurvextir og
skipnlagsleysi
Daginn eftir, er formenn
landssambanda mættu til
framhaldsviðræðna, var komið
annað hljóð í strokkinn. Þá
mælti Þorsteinn Pálsson einn
fyrir sig og ríkisstjórn sina og
aðrir ráðherrar sátu þöglir hjá.
Þorsteinn neitaði alfarið að
ræða annað en kaupliði og
skerðingu þeirra. Eftir þennan
fund með Þorsteini og aðstoð-
armönnum hans gáfu formenn
landssambanda út yfirlýsingu
þar sem m.a. segir að ríkis-
stjórnin hafi alfarið hafnað við-
ræðum við verkalýðshreyfing-
una um annað en kaupliði.
..Alþýðusambandið harmar
þessa afstöðu ríkisstjórnar-
innar því öll eigum við mikið
undir því að vel takist til og
breið samstaða náist í þjóðfé-
laginu um þær aðgerðir sem
gripið verður til."
Eftir að yfirlýsingin hafði
birst í flestum fjölmiðlum hóf
Þorsteinn Pálsson að veitast að
verkalýðshreyfingunni á ósvíf-
inn og óheiðarlegan hátt. Ásak-
anir Þorsteins urðu til þess að
ASÍ sendi frá sér fréttatilkynn-
ingu þar sem m.a. segir: ,.AJ
framansögðu er Ijóst að það
TÍMARIT
ALÞÝDUSAMBANDS
ÍSLANDS
Bananalýðveldið ísland
Rltstjóri: Sverrir Albertsson
afgreiösla: Grensásvegur 16, 108
Reykjavík. Simi:83044
Auglýsingar: Áslaug Nielsen, sími: 621615
setning: Alprent
prentun: Blaöaprent.
RitnefmkÁsmundur Stefánsson, ábyrgö-
armaður, Helgi Guðmundsson, Kristin
Mántylá, Lára V. Júliusdóttir, Þráinn
Hallgrimsson.
Starfsfólk stofnana ASÍ: Alþýðusamband
íslands: Ásmundur Stefánsson, for-
seti ASÍ, Kristín Mántylá, skrifstofu-
stjóri, Ari Skúlason, hagfræðingur,
Ásmundur Hilmarsson, félagslegur
fulltrúi, Ingibjörg Haraldsdóttir, gjald-
keri, Bolli Thoroddsen, hagræðingur,
Sigurþór Sigurðsson, hagræðingur,
Ragnhildur Ingólfsdóttir, fulltrúi, Berg-
þóra Ingólfsdóttir, fulltrúi, Áslaug
Ásmundsdóttir, ræstir.
■VFA
Menningar- og fræðslusamband Alþýðu: Tryggvi
Þór Aðalsteinsson, framkvæmda-
stjóri, Snorri Konráðsson, fræðslufull-
trúi, Þráinn Hallgrímsson, Guðlaug
Halldórsdóttir.
Lístasafi AIRýðosambandsins: Sólveig
Georgsdóttir, forstöðumaður, Gísli Þór
Sigurðsson, umsjónarmaður.
„Til að þessu markmiði verði
náð ber brýna nauðsyn til að
tryggja samræmi í launaþróun,
verja kaupmátt lægstu launa..,“
segir m.a. í bráðabirgðalögum
ríkisstjórnarinnar frá 20. maí sl.
Og sjaldan hefur jafnmikil hræsni
komið fram í svo efnisrlitlum lög-
um.
Hverjar voru þessar efnahags-
aðgerðir sem ætlað var að „verja
kaupmátt lægstu lauha“ eins og
segir í lögunum? Jú, að svipta
verkalýðsfélögin samningsrétti
sínum og ekki aðeins það, heldur
og að afnema rauðu strik þeirra
samninga sem þegar höfðu verið
gerðir. Nú vita allir að gengisfell-
ingum fylgja verðhækkanir, og því
höfðu verkalýðsfélögin samið um
rauð strik, sem gáfu þeim rétt til
að endurskoða samninginn með
vissu millibili til að semja um
hækkanir vegna verðhækkana
sem orðið höfðu á tímabilinu.
Þessar endurskoðanir eru úr
sögunni. Þökk sé bráðabirgðalög-
um Þorsteins Pálssonar. Þannig
ver hann kaupmátt lægstu launa
að launþegar verða að bem verð-
hækkanir óbættar. Hvort er þetta
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri VSÍ, eða
Þorsteinn Pálsson, fulltrúi fólks-
ins í flokki allra stétta, sem stýrir
aðgerðum.
Eins og fram kemur á forsíðu
þessa blaðs og í viðtali við
Ásmund Stefánsson, hefur ríkis-
stjórnin ekki sýnt neinn vilja til
aðhalds í verðlagsmálum. I raun
hefur ríkisstjórnin ekki tekið á
neinu máli nema kjörum almenn-
ings. Samt höfðu fulltrúar ríkis-
stjórnarinnar viðurkennt á fundi
með fulltrúum ASÍ, að launin í
landinu væru ekki orsök efnahags-
vandans.
Lögin ná ekki yfir vaxtaokur,
ekki yfir verslunarálagningu. Þau
taka ekki til verðtrygginga lána né
hárra vaxta. Ekki er minnst á
niðurgreiðslur landbúnaðarafurða,
auknar barnabætur né nokkurn
þann hlut sem bætt gæti laun-
þegum að einhverju leyti kjara-
skerðingu laganna.
Það kátlegasta við þetta allt
saman er, ef hægt er að kalla
þetta kátlegt, að það er ekki nema
eitt ár síðan þessi ríkisstjórn stóð
í kosningabaráttu þar sem inntak-
ið var að hún hefði treyst efnahag
ríkisins, komið á jafnvægi og
minnkað verðbólgu. Klettinn í haf-
inu, kallaði hún sig. Og nú tekur
hún sjálfsögðustu mannréttindi af
þegnum sínum.
Hvar eru nú þeir stjórnmála-
menn íslenskir sem barið hafa sér
á brjóst og fordæmt mannrétt-
indabrot annara ríkja. Hvar eru lýð-
ræðisfyrirlestrar Sjálfstæðisflokk-
ins, sem lesnir eru yfir þegar t.d. -
yfirvöld í Póllandi kúga verkalýðs-
félögin. Hvar eru allar stuðnings-
yfirlýsingarnar við Solidarity. Nú
eiga þær við hér.
Er nema von að Alþýðusam-
bandið kæri til Alþjóða vinnumála-
sambandsins. Annars værum .við
að lýða misvitrum og ráðalausum
ráðherrum, sem ekki einu sinni
þorðu að leggja úrræði sín fyrir
alþingi heldur sendu það heim að
bjórnum samþykktum, að gera
ísland að bananalýðveldi þar sem
samningar manna í millum eru
gerðir marklausir og fólk réttlaust.
Og áður en blekið var þornað á
bráðræðislögum ríkisstjórnarinnar
voru áhrif aðgerðanna horfin, að
sögn atvinnuveganna. Við þurfum
frekari gengisfellingu, frekari
kjaraskerðingu, sögðu þeir.
Alþýðusambandið benti á fyrir
setningu laganna og eftir, að
þessar aðgerðir myndu á engan
hátt bæta efnahagsvandann. Sú
hefur orðið raunin. Það er því ekki
að fyrirsynju að menn óttast að
bráðlátir og fljótfærir ráðherrar
rjúki til í aðrar bráðræðislagasetn-
ingar með haustinu, treystandi á
að almenningur hlýði gerræðis-
skipunum þeirra. En því er ekki að
treysta.
Þegar lög ganga út yfir allt sið-
ferði, ræna fólki mannréttindum,
hefur almenningur allan rétt á að
berjast fyrir réttindum sínum.
Þennan rétt hefur fólk út um allan
heim tekið sér þegar á hefur þurft
að halda, það hefur síðan farið
eftir siðferði stjórnvalda hvort þau
siga lögreglu á þjóðina eða láta
undan vilja hennar.
Það fer enginn í grafgötur með
siðferðisþrek íslensku ríkisstjórn-
arinnar, það hefur hún þegar sýnt.
Spurningin er því hvort þeir þora
að stíga næsta skref.
2 — VÍNNAN — JÚNÍ 1988