Vinnan - 01.06.1988, Page 7
Vísitölu—
stig
Vfsitölur
Tölur úrsins 1980 eru settar ó 100
& Kaupmóttur
atvinnutekna
launþega
-+- Fjöldi íbúöa
sem byrjaö
er ó
Fasteigna—
verö
TfmaritiÖ VINNAN
um og lánar þá áfram á 3.5%
vöxtum. Þetta er mikill vaxta-
munur og dýr. það er rétt.
Vextir eru
stjórntæki
En í þessu sambandi er rétt
að gera sér í fyrsta lagi grein
fyrir því að vextir eru háðir
ákvörðun stjórnvalda. Núna er
það ákvörðun stjórnvalda að
hafa vexti frjálsa og ýmsar
efnahagslegar ástæður hafa
valdið því að raunvextir eru
mjög háir hér á landi.
Hár fjármagnskostnaður er
talinn mikið böl hér á landi,
fyrir fyrirtæki og ekki síst fyrir
heimilin. Það eru þegar uppi
háværar kröfur um að vextir
verði lækkaðir. Og jafnvel þó
svo vextir verði frjálsir áfram er
margt sem bendir til þess að
vextir munu lækka á komandi
árum.
Vinnuhópur ráðherra dregur
ályktanir sínar af vöxtum síð-
ustu 3-4 ár, en vextir hafa
aldrei verið jafnháir á íslandi
og einmitt þessi ár. Forsendur
vinnuhópsins er semsé þær að
í fyrsta lagi verði vextir alltaf
frjálsir og háðir duttlungum
markaðarins og jafnframt að
vaxtamunurinn verði alltaf
svona mikill. (í framhjáhlaupi
má geta þess að á næstu árum
mun ráðstöfunarfé lífeyrissjóð-
anna aukast mjög mikið og þar
með framboð af lánsfé. Slíkt
ætti að framkalla vaxtalækk-
un).
Verða vextir
alltaf háir
Og það eru ekki aðeins þess-
ar hagfræðilegu forsendur sem
eru hæpnar heldur og þær fé-
lagslegu. í álitsgerð vinnu-
hópsins vantar félagslega
stefnumótun. Er það ósk þjóð-
arinnar að húsnæðismál verði
fullkomlega ofurseld markaðs-
lögmálum? Er æskilegt að um
leið og áhvílandi lán á húsnæði
verða hærra hlutfall íbúða-
verðsins, að vextir geti sveiílast
frá einu ári til annars?
Áður en miklar breytingar
verða gerðar á húsnæðiskerf-
inu þarf Alþingi að leggja niður
fyrir sér félagsleg markmið
þess að stjórnvöld hafi yfir
höfuð afskipti af húsnæðismál-
^ um. Ef stefnan er sú að tryggja
öllum landsmönnum jafnan
möguleika á tryggu og öruggu
húsnæði, án þess að það krefj-
ist þeirra miklu vinnu og
skammtímaskuldasúpu sem
lengi hefur einkennt íslenska
húsbyggjendur, þá er það ekki
hægt öðruvísi en með því að
veita fólki tækifæri til að fá lán
sem nemur háu hlutfalli af
íbúðaverði til langs tíma á till-
tölulega lágum vöxtum. Það er
einfaldlega ekki önnur leið til.
Með því að allir hafi rétt á
þessari fyrirgreiðslu en tak-
markað fé er til ráðstöfunar er
fyrirsjáanlegt að biðröð skap-
ast. Og biðröðin verður ekki
afnumin nema lán séu lækkuð,
lánsréttur takmarkaður eða
fjármagn aukið.
Kerfið er ekki
sprungið
Núverandi kerfi er ekki galla-
laust. Nokkrir gallanna hafa
þegar verið lagfærðir og unnt er
að lagfæra aðra. Ásmundur
Stefánsson, forseti ASI, sem
sæti á i nefnd er ráðherra skip-
aði til að starfa milli þinga og
skila tillögum að nýju húsnæð-
iskerfi í haust, hefur m.a. sett
fram hugmyndir um hvernig
unnt er að stytta biðtíma veru-
lega og auka tekjur Bygginga-
sjóðs ríkisins, en samt halda fé-
lagslegum markmiðum kerfis-
ins.
í tillögunum er gert ráð fyrir
að við lánveitingu verði tekið
tillit til eigna fólks og þá einnig
í öðru en í húsnæði, eins og
kerfið er í dag getur stóreigna-
maður fengið hámarkslán, ef
hann ekki á íbúð fyrir. Hann
gæti þess vegna átt stórfyrir-
tæki, sportbáta og sumarbúst-
aði.
í öðru lagi gerir Ásmundur
ráð fyrir því að lán til þeirra
sem íbúðir eiga fyrir verði ein
upphæð, ekki mismunandi
eftir því hvort viðkomandi ætl-
ar að byggja nýtt eða kaupa
aðra gamla íbúð.
í þriðja lagi gerir hann ráð
fyrir þvi að einstaklingum
verði veitt hálf lán, þannig að
hjón eða fólk í sambúð fái fullt
lán, en einstaklingur helming.
Þá gera tillögur Ásmundar
ráð fyrir því að endurgreiðslur
verði hraðari hjá tekjuháu
fólki, með því að greitt verði í
aukaafborgun 3.5% tekna um-
fram skattgreiðslumörk.
Ásmundur áætlar að það
myndi í raun stytta meðal-
endurgreiðslutímann niður í
30 ár.
Það er í sjálfu sér ekki erfitt
að leysa íjárhagsvandamál
liúsnæðiskerfisins með þvi að
fækka lánum, lækka þau og
hækka vexti. En húsnæðiskerf-
ið er ekki bara peningadæmi
heldur einnig félagsleg stcfna.
Eina lausnin á vanda húsnæðis-
kerfisins sem lclagslega þenkj-
andi fólk getur sætt sig við. er
lausn scm ekki einblinir á
pcningahliðina heldur slendur
vörð um félagsleg markmið.
FAGMENNSKAIFYRIRRUMI
Innlend verksmíð hefur sannað sig bæði í gæðum og endingu.
__________Hafðu okkur með í ráðum._
Skrifstofan er opin frá kl. 09:00 til kl. 17:00 virka daga.
mæmmm hosmmm
SKIPHOLTI 70 - REYKJAVÍK SÍMAR: 31277 OG 36977
I