Vinnan - 01.06.1988, Síða 12
— niðurstaða könnunar innan prentiðnaðarins
,,Sá mikli fjöldi fólks, sem hefur líkamleg óþæg-
indi, er þaö tengir vinnu sinni er athyglisverður.
Einnig sú aukning sjúkdómseinkenna, sem kemur
fram, þegar þau eru borin saman viö skjáviðveru.
Slíkt veröur þó alltaf aö taka meö varúð, þar sem
ekki er hægt að einangra þessa þætti.“
Petta er hluti niðurstaða úr
skýrslu er Vinnunni barst fyrir
skömmu og fjallar um vinnu-
skilyrði skjávinnufólks. Örygg-
isnefnd prentiðnaðarins gaf
skýrsluna út en Sigríður
Stefánsdóttir, réttarfélagsfræð-
ingur samdi skýrsluna og
framkvæmdi könnunina er
hún byggir á, en þar var m.a.
talað við 123 starfsmenn sem
vinna meira eða minna við
tölvuskjái.
Markmið könnunarinnar var
að fá fram vísbendingar um
hvar helstu vandamál lægju og
hvar helst væri þörf úrbóta hjá
skjávinnufólki í prentiðnaði. í
skýrslunni segir m.a.: „Óhætt
er að segja að okkur hafi tekist
þetta ætlunarverk á þann veg
að mörg vandamál hafa komið
mjög skýrt í ljós með sam-
hljóða svörum mikils hluta við-
mælenda, auk þess sem ein-
stakar, en oft á tíðum mikil-
vægar ábendingar hafa komið
fram.“
Peir sem könnunin náði til
svöruðu 70 spurningum og
fóru viðtölin fram í bókasafni
Félags bókagerðamanna.
Spurningarnar fjölluðu aðal-
lega, auk almennra spurninga,
um vinnutíma, vinnuaðstöðu,
heilsufar, fræðslumál og kjara-
samninga.
Skjávinnufólk er frekar ungt
og reyndust langflestir vera á
aldrinum 20-41 ára. Þá reynd-
ust nær allir ófaglærðir starfs-
menn vera konur en stærstur
hluti faglærðra, sem í þessu til-
felli eru setjarar, vera karlar.
Stærstur hluti úrtaksins hefur
unnið við skjávinnu í 2-10 ár.
Langur vinnutími og
aðstöduleysi
Stærstur hluti fólksins, eða
alls 92 vinna meira en 40
stunda vinnuviku og lengri eðat
allt að 60 stundir á viku. Meðal-
vinnutími karla reynist vera
51.3 klst.og kvenna 43.4 klst.
A stórum hluta þeirra vinnu-
staða sem þátttakendur könn-
unarinnar vinna á, reynist að-
staða fyrir starfsmenn vera af
mjög skornum skammti og
víða sögðust starfsmenn borða
og hvíla sig sitjandi við skjáinn.
Þó voru á flestum stöðum kaffi-
stofur, en misjafnar að gæðum.
í samningum prentiðnaðar-
manna er kveðið á um hvíldar-
tíma fyrir skjávinnufólk, og
töldu flestir sig ná umsaminni
hvíld. Samkvæmt skýrslunni
er mjög mismunandi hvernig
hvildartímar nýtast og kemur
þar margt inn í. Bæði búa fyrir-
tækin mjög mismunandi að
starfsfólki sínu og síðan spila
hlutir eins og reykingar, vinnu-
fyrirkomulag og annað inn í.
Sjúkdómar og
heilsuleysi
Rösk 40% töldu sig hafa orð-
ið vör við heilsufarsbreytingar
frá því þau hófu störf við skjá-
vinnu. Svipaður fjöldi hafði
leitað læknis á síðustu 12 mán-
uðum, þó það hafi ekki einung-
is verið vegna atvinnusjúk-
dóma. Þegar spurt var hvort
viðkomandi hefði einhverja
líkamlega kvilla eða óþægindi
sem tengdust vinnunni kom í
ljós að mikill meirihluti, eða
85% svöruðu spurningunni
játandi. Þegar nánar var spurt
út þetta atriði komu 4 flokkar
óþæginda í ljós sem varu afger-
andi stæðstir.
W V \sM 1IU«
Líkamleg
óþægindi af
vinnu við tölvu
Sumarsýning í
Listasafni ASÍ
Fjórar kynslóðir í
íslenskri myndlist
í Listasafni ASÍ stendur nú yfir málverkasýning,
sem nefnist „Fjórar kynslóðir". Þar er um að ræða
myndir í eigu safnsins, sem gróflega hefur verið
skipt eftir höfuðtímabilunum í íslenskri nútímalist.
Fyrst ber að telja frumherjana Þórarin B. Þorláks-
son, Ásgrím Jónsson, Jóhannes Kjarval, Jón
Stefánsson og fyrstu konuna sem fór utan til list-
náms, Júlíönu Sveinsdóttur.
Siðan kemur tímabil milli-
stríðsáranna. þegar menn á
borð við Gunnlaug Scheving,
Jón Engilberts og Þorvald
Skúlason komu á sjónarsviðið.
Þriðja tímabilið mætti e.t.v.
kalla abstraktskeiðið í íslenskri
myndlist, en því tilheyra menn
sem létu að sér kveða eftir
seinni heimsstyrjöldina og eru
sumir enn í fullu fjöri. Þar á
meðal eru Karl Kvaran, Nína
Tfyggvadóttir. Svavar Guðna-
son og Valtýr Pétursson, sem
nú er nýlátinn.
Síðasta tímabilið telst siðan
frá sjöunda áratugnum fram til
dagsins í dag.
íslensk myndlist
er ung að árum
Þessari sýningu er ekki ætlað
að vera tæmandi úttekt á is-
lenskri listasögu 20. aldarinn-
ar, en vonandi gefur hún ein-
hverja hugmynd um megin-
strauma og einnig um það aíl,
sem býr í íslenskri myndlist
þegar hún er sem best.
Sýning þessi er opin alla
virka daga kl. 16-20, en um
helgar kl. 14-20. Henni lýkur
17. júlí n.k.
Saga íslenskrar myndlistar
er ung að árum. Sköpunarþörf
íslendinga hefur löngum fyrst
og fremst fengið útrás í list
orðsins. auk þess sem hag-
leiksmenn fengust einkum við
að skreyta hversdagslega
brúkshluti. Hér voru engir
listaskólar, engin listaverk á
opinberum stöðum og engin
gróin borgarastétt sem skapaði
markað fyrir listaverk. Um síð-
ustu aldamót voru aðstæður
þannig. að einu myndirnar
sem allur þorri manna hafði
séð, voru utan á umbúðum
utan um kaffi og aðrar vörur. í
stuttu máli má segja, að hér á
landi hafi löngum skort flest
það, sem mátti verða til þess að
hvetja menn til að helga sig list-
sköpun.
Með vaknandi sjálfstæðisvit-
und þjóðarinnar skapaðist
smám saman grundvöllur fyrir
starfandi listamenn, en þó má
teljast ótrúleg dirfska af braut-
ryðjendum íslenskrar mynd-
listar að varpa fyrir róða mögu-
leikum á tryggri afkomu við
hefðbundnari störf og leita á vit
listagyðjunnar. Ekki skorti
heldur úrtölumenn hér heima.
En þessir verðandi listamenn
létu slíkt eins og vind um eyru
fjúka og á ótrúlega skömmum
tíma brunaði íslensk myndlist
alla leið aftan úr miðöldum inn
í nútímann.
Harður agi
akademíunnar
í fyrstu lá leið frumherjanna
til Kaupmannahafnar. En þeg-
ar hörðum aga listaskólanna
sleppti, litu hinir ungu og leit-
andí listamenn til meginlands-
ins, og þá fyrst og fremst til
Frakklandsog Þýskalands, þar
sem byltingarkenndir hlutir
voru að gerast upp úr aldamót-
um í notkun lita og forms.
Myndlistarmenn létu sér ekki
lengur nægja að mála myndir
sem voru frásagnir. ýmist af
ytra útliti landslags, fólki við
dagleg störf, eða af sögulegum
atburðum. Nú tóku þeir til við
að lvsa stemningum, tilfinn-
ingum sínum gagnvart um-
hverfinu, og jafnvel tilfinning-
um sem ákveðnir litir vöktu
innra með þeim. Smám saman
fóru þeir einnig að sleppa öllu
óviðkomandi úr myndunum,
öllu sem gat hugsanlega trufl-
að þau áhrif sem þeir vildu hafa
á áhorfandann.
Þessar hugmyndir áttu ekki
upp á pallborðið hjá myndlist-
arskólum, sem báru bagga
aldagamalla hefða.
Þar var enn nuddað í smá-
atriðunum, og jafnvel var lögð
áhersla á dimmt yfirbragð
myndanna, eins og þeirra sí-
gildu listaverka sem sjá mátti á
söfnum. Skærir litir voru allt að
því bannlýstir. Löngu seinna,
þegar verk ýmissa gamalla
meistara 17. og 18. aldar voru
tekin til viðgerða og hreinsun-
ar, kom hins vegar í ljós, að þau
voru alls ekki dökk og musku-
leg. Dökknandi fernisolía og
reykur áttu sökina.
Þannig má segja, að skortur á
myndlistarhefð hér á landi hafi
átt ríkan þátt í að auðga ís-
lenska list þegar hún var kom-
in á skrið. þar sem listamenn
litu í allar áttir í senn, óbundnir
af ákveðnum skólum. Þrátt
fyrir nám í Kaupmannahöfn og
náin kynni af fremstu lista-
mönnum Norðurlandanna,
skipuðu fyrstu íslensku málar-
arnir sér á bekk með lista-
mönnum meginlandsins frem-
ur en hinum norrænu.
Ekki bara gott
fyrir sauðfé
Heimkomnir byrjuðu braut-
ryðjendurnir á að leggja til at-
lögu við landslagið. Þar fetuðu
þeir i fótspor hinna róman-
tisku skálda þjóðernisvakning-
arinnar. Skyndilega tók þjóðin
að meta fegurð landslagsins
eftir öðrum sjónarmiðum en
hvort það væri gott fyrir sauðfé.
Litírnir og birtan hér heima
líktust engu sem menn höfðu
áður séð á málverkum.
Sá hópur, sem
kom fram á sjónarsviðið á ár-
unum eftirheimsstyrjöldina
fyrri, boðaði nýja tíma i is-
lenskri myndlist. Ekki áttu
þeir alltaf auðvelt uppdráttar,
né þær túlkunarleiðir, sem þeir
völdu. Með því að taka að láni
ýmsar aðferðir kúbismans og
með einföldun á línum og flöt-
um boðuðu þeir komu
abstraktlistarinnar. Þetta tíma-
bil einkennist e.t.v. meira af
þýskum áhrifum millistriðsár-
anna en nokkurt annað í
skammri listasögu okkar.
Menn tóku að lita á ákveðna liti
sem tákn og samkvæmt þeim
hugmyndum, sem þróuðust
við Bauhaus-skólann, tengd-
ust grunnlitirnir rauður, gulur
og blár ákveðnum grunnform-
um. Þessar hugmyndir tóku
hinir íslensku málarar til sin og
unnu út frá þeim.
Abstraktveislan
Síðan má segja, að um hart-
nær þriggja áratuga skeið hafi
staðið ein allsherjar abstrakt-
veisla, með nokkrum undan-
tekningum þó.
Ef skilgreina á abstraktlist-
ina, eins og hún birtist okkur
hjá íslenskum listamönnum
gróskutímabilsins eftir seinni
heimsstyrjöld. má segja, að
gróflega skiptist hún í þrennt. í
fyrsta lagi er eins konar
abstrakt expressjónismi, þar
sem andstæðum litum og
formum er teflt saman svo þeir
mynda kraftmikla heild.
Grunnformin eru oft fengin úr
náttúrunni og þekkja má fyrir-
bæri úr landslagi í myndunum.
í öðru lagi má nefna
geómetrískar myndir, án nokk-
urrar skírskotunar til hlutveru-
leikans, þar sem ströng skil-
greining hreinna forma er und-
12 — VINNAN — JÚNl 1988