Vinnan - 01.06.1988, Qupperneq 15
Kcmur oftar fram hjá vakta-
vinnufólki en hjá þeim sem
vinna aðeins á daginn, en enn
er verið að skoða af hvaða
orsökum það kann að stafa. í
rannsókn nokkurri þar sem
starfsfóik í vefjariðnaði var
undir smásjánni, kom í ljós, að
því var 5 til 15 sinnum hættara
við að fá einkenni kvíða og
þunglyndis en dagvinnufólki.
Þetta voru starfsmenn sem
unnu næturvinnu og tauga-
veiklun þeirra varð annað
hvort að mæta með taugalyfj-
um eða sjúkrahúsvist. Þegar
þessar niðurstöður eru metnar,
verður einnig að skoða aðra
þætti sem geta leitt til aukinn-
ar tíðni geðsjúkdóma. Vakta-
vinnufólk er oft minna mennt-
að en davinnufólk, býr við verri
félagslega stöðu í þjóðfélaginu,
vinnur oft einhæfari störf við
meira álag. Allt þetta getur leitt
til geðsjúkdóma þegar allir
þessir þættir koma saman.
Vaktavinna og
hjartaáföll
Menn hafa getað tengt saman
hjartasjúkdóma og vakta-
vinnu. í Svíþjóð kom í ljós við
rannsókn, að sænskir kari-
menn sem höfðu fengið hjarta-
áfall voru mun líklegar úr hópi
vaktavinnumanna en úr öðr-
um störfum. í rannsókn sem
Orth og Gomer unnu 1983 kom
í ljós að ýmsir sjúkdómsþættir,
sem leiða til hjartasjúkdóma
voru fyrir hendi hjá lögreglu-
mönnum, sem unnu á breyti-
legum vöktum eftir sólar-
hringnum.
Þá kemur í ljós að breytt
meðhöndlun, matartímar og
svefntími sem háður er vakta-
vinnu getur virkað örvandi á
ólæknandi sjúkdóma eins og
sykursýki, flogaveiki, asma og
spennu. Vaktavinnufólk, sem á
við sjúkdóma af þessu tagi að
stríða hefur oft fengið sérstaka
meðhöndlun hjá heilbrigðis-
stofnunum sem sinna atvinnu-
sjúkdómum. í sumum tilfell-
um hefur náðst árangur með
lyfjagjöf og breyttum matar-
tímum, en oftast hefur þessum
einstaklingum verið ráðlagt að
halda sér frá vaktavinnu eða að
vera þá undir sérstöku eftirliti
ef nauðsynlegt er að gegna
störfum eftir vaktafyrirkomu-
lagi.
Vaktavinna og
starfshæfni
Það hefur reynst erfitt að
meta áhrif vaktavinnu á hæfni
í starfi og vinnuframlag. Það
hefur þegar verið rakið hvernig
ýmsir þættir m.a. í starfsvali
valda því að ekki er auðvelt að
meta áhrif vaktavinnu á heilsu-
far. Aðrar ástæður valda því að
erfitt er að meta áhrif hennar á
starfshæfni manna. Mest er
það vegna þess að verkalýðsfé-
lög og stjórnir fyrirtækja eru
ófús að vinna með rannsóknar-
mönnum, því ræður ótti við að
niðurstöðurnar verði gerðar
opinberar. Þrátt fyrir þennan
vanda eru til gögn sem benda
til þess að vaktavinna hafi
slæm áhrif á starfshæfni.
Ljóst er að mjög dregur úr
árverkni á næturvöktum.
Símaverðir eru seinni til svara,
nákvæmni minnkar hjá þeim
sem eiga að lesa af mælum,
lestarstjórar taka síður eftir að
ljósmerki breytast og slysa-
tíðni eykst hjá vörubílstjórum
sem eru eins síns liðs í bílun-
um. Dæmi um alvarlegt tilvik,
þar sem starfshæfni minnkaði
og olli stórslysi er kjarnorku-
slysið á Three Mile Island.
Rannsóknir á því slysi, sem
varð kl. 4 að morgni, hafa bent
til þess að þreyta starfsmanna
sem unnu á breytilegum vökt-
um eftir vikuáætlunum, eigi
sinn þátt í þeim mistökum sem
leiddu til slyssins. Það er
áhyggjuefni að margir verka-
menn eru enn á sams konar
vöktum, en einmitt þetta fyrir-
komulag er talið hafa slæm
áhrif á líkamsryþmann og
minnka starfshæfni og öryggi á
vinnustað.
Nýlega kom fram í rannsókn
á sólarhringsryþma hjá
hjúkrunarfólki, sem vann á
næturvöktum að nokkur hóp-
ur þess varð fyrir fáeinna mín-
útna ..lömun" þ.e. gat ekki unn-
ið störf sín meðan á henni stóð.
í rannsókninni kom í ljós að
12% hjúkrunarfólksins hafði
upplifað þessi einkenni sem
komu fram í algerri hreyfilöm-
un í u.þ.b. fjórar mínútur. Löm-
unin átti sér venjulega stað
snemma morguns þegar setið
var að lestri eða skrift við skrif-
borðið. Nauðsynlegt er að
kanna þetta fyrirbæri betur, en
augljóst er hvaða áhrif það get-
ur haft á allt öryggi á vinnu-
stað. Nú stendur til að rann-
saka einnig hvort þetta fyrir-
bæri kemur víðar fram t.d. hjá
flugumferðarstjórum.
Vaktavinna og
vellíðan
Mat vaktavinnumannsins á
vellíðan sinni skiptir miklu
þegar heildaráhrif vaktavinnu
eru metin, þar sem tilfinning
hans fyrir vellíðan hefur áhrif á
aðra þætti, heilsu, hæfni og þol
gagnvart vinnunni. Fram hefur
komið í könnunum, að í stað
þess að meta ákveðna vanlíðan
til sjúkdóma, beinir vaktvinnu-
maðurinn sjónum sínum að
ýmsum þáttum, sem hann
metur persónulega. Þar má
nefna svefn. félagslíf, gremju,
álag og geðrænar truflanir.
Eitt af algengustu umkvört-
unarefnum vaktavinnufólks er
að vinnan, vinnutíminn sem
slíkur. skaði félagslíf þeirra.
Rannsóknir hafa sýnt að vakta-
vinnufólk sinnir síður félags-
málastarfi en aðrir, ver frí-
stundum sínum frekar í ein-
veru, það á oftar við fjölskyldu-
vandamál og vandamál í kyn-
lífi aö stríða en aðrir, auk þess
sem hjónaskilnaðir eru algeng-
ari hjá vaktavinnufólki en í
samanburðarhópum.
Einnig hefur komið í ljós, að
vaktavinnufólk á við fleiri geð-
ræn vandamál að stríða og
kvartar helmingi meira en dag-
vinnufólk undan pirringi og
álagi. Oft eru þessi umkvörtun-
arefni í þessum dúr: „Þjáist af
höfuðverk, magaverkjum, er
þreytt/ur og uppgefin/n allan
vinnudaginn, er eins og tauga-
hrúga, á erfitt með að stilla
skap mitt“.
Ofdrykkja
Vanlíðan vaktavinnumanna
og það hversu erfitt þeim reyn-
ist mörgum að aðlagast þessu
vinnuformi, getur einnig kom-
ið fram í aukinni áfengisneyslu
þessa hóps. í kanadískri könn-
un kom í ljós, að ofdrykkja var
tvöfalt meira vandamál hjá
vaktavinnumönnum en öðrum
sambærilegum hópum, sem
ekki unnu á vöktum. Mikið er
undir því komið að starfsfólkið
sé ánægt með starfið og vakta-
fyrirkomulagið. Sannað er að
þetta fólk er óánægðara í starfi
og kvartar meira yfir vinnu-
tíma en aðrir.TVær nýlegar
kannanir sýna einnig, að
vaktavinnufólk tekur breyti-
legar vaktir sem fylgja líkams-
ryþmanum fram yfir vaktir
sem ekki taka mið af líffræði-
legum þáttum.
Þættir sem hafa
áhrif á aðlögun að
vaktavinnu
Margir þættir virðast hafa
áhrif á það hve vel vaktavinnu-
fólk aðlagast þessu vinnu-
formi. Meiri háttar áhrifavaldar
eru: tegund vaktaáætlunar, röð
og tíðni breytinga á vaktaáætl-
un, hvernig starfsmönnum
tekst að aðlaga svefntíma, mat-
arvenjur og félagslíf að vakta-
töflunni. Einnig skiptir aldur
nokkru máli.
Venjulega á vaktavinnufólk
ekki erfitt með að aðlagast
kvöldvöktum eða því þegar
skipt er milli dag og kvöldvakta
með reglulegum hætti. Það er
vegna þess að þessar vaktir
hafa mjög lítil áhrif á líkams-
ryþma starfsmannanna. Sú
vaktavinna sem veldur mestri
röskun er stöðug vaktavinna á
nóttunni og vaktavinna sem
róterar og næturvaktir eru
hluti vaktahringsins.
Einnig hefur komið í ljós, að
röð og tíðni breytinga á vakta-
fyrirkomulagi hefur mikil áhrif
á aðlögun starfsmanna að
vaktavinnuforminu. Rann-
sóknir hafa sýnt að vakta-
vinnufólk, sem er á róterandi
vöktum, getur ekki aðlagast
vaktaáætlunum, sem breytast
meira en einu sinni á tveggja til
þriggja vikna fresti. Ef þessi
tími er styttri þá nær sólar-
hringsryþmi einstaklingsins
ekki að aðlagast nýrri vakta-
töflu. Þvi miður eru róterandi
vaktatöflur á vikugrunni enn-
þá algengar í bandarískum
iðnaði.
Rannsóknir hafa sýnt að
vaktir sem breytast eftir klukk'-
unni, fara mun betur með
vaktavinnufólk en vaktir sem
færast á móti klukkunni.
Ástæðan fyrir þessu er sú, að
það á betur við sólarhrings-
ryþma mannslíkamans að
hreyfast eftir klukkunni fram á
við en aftur á bak.
Þegar vaktatöflur breytast
mjög ört eftir sólarhringnum
jafnvel á hverjum degi eða
annan hvern dag, þá nær sólar-
hringsryþmi líkamans ekki að
aðlagast breyttum tímasetn-
ingum og starfsmenn halda því
oft við þessar aðstæður uppi
venjubundnum daglegum
athöfnum. Þó að vaktatöflur af
þessu tagi minnki greinilega
starfshæfni, þá virðist jafnvel
minni röskun af þeim að öðru
leyti og þess vegna taka vakta-
vinnumenn þær jafnvel fram
yfir önnur vaktaform. Þó ber að
gjalda varhug við að skipu-
leggja vaktir með þessum
hætti þar sem starfið byggist á
flóknum verkum, sem byggja á
mikilli þekkingu eða þar sem
sérstakrar aðgæslu er þörf.
Oft spyr vaktavinnufólk
þeirrar spurningar, sérstak-
lega ef það vinnur mikið á næt-
urvöktum eða á breytilegum
vöktum, hvernig það eigi að
haga föstum daglegum venj-
um við þessar aðstæður, s.s.
svefntíma, matartíma og þátt-
töku í félagslifi.
Reynslan sýnir að best er að
koma sér upp föstum dagleg-
um reglum í þessu efni því þær
hjálpa okkur að aðlagast vakta-
vinnu. Sérstaklega er þetta
mikilvægt á frídögum, þvi þá
hættir vaktavinnufólkinu til að
hverfa til fyrri lífshátta eða taka
upp daglega háttu fjölskyldu
og vina.
Að lokum skal þess getið að
aldur er vegamikill þáttur þeg-
ar rætt er um áhrif vaktavinnu
og aðlögun að þessu vinnu-
formi.
Aðferðir til •ad’-' ’ ’»
aðlagast
vaktavinnu
Fyllyrða má að mikill meiri-
hluti fólks líti á vaktvinnu sem
óþægilegt vinnuform, sem það
þó tekur sem hverri annari
skyldu sem fylgir starfinu.
Hjúkrunarfólk, sem fæst við að
leysa ýmsan vanda af þessu
tagi í atvinnulífinu, verður að
líta á það hve mjög þessi vandi
getur haft áhrif á hæfileika
manna til að gegna starfi sínu
með góðum árangri.
Eitt af því fyrsta sem hjúkr-
unarfólk ætti að skoða þegar
það stendur frammi fyrir verk-
efnum af þessu tagi, er að meta
vaktatöflur viðkomandi starfs-
manna, skoða hve oft vaktir
breytast í tíma og í hvaða röð. Ef
vaktirnar breytast vikulega eða
á móti klukkunni, ætti að byrja
á því að breyta kerfinu sjálfu.
Einnig ætti hjúkrunarfólk
sem fæst við þessi mál að
kynna sér hina ýmsu heilsu-
farslegu áhættuþætti, sem
fylgja breytilegum vöktum og
næturvöktum svo þeir geti
beint sjónum sínum að mikil-
vægustu atriðum vandans
hverju sinni. Þessi atriði varða
m.a. ýmsa röskun á meltingu,
hjartakvilla og taugaveiklun.
Annað sem huga þarf að er
mögulegt svefnleysi, vandi í
fjölskyldu og félagslifi , hjóna-
bandi og kynlili og erfiðleikar
við að halda reglulegum
matarvenjum þegar unnið er á
kvöld og næturvöktum.
Sérstaklega þarf að huga að
þeim slarfsmönnum í vakta-
vinnu, sem hafa ált við heilsu-
farslegan vanda að stríða frá
fyrri tíð og þeirra sem þarfnast
lyfjameðferðar eða sérstaks
mataræðis. Starfsmenn með
alvarlega sjúkdóma, s.s. sykur-
sýki, asma llogaveiki, of-
spennu o.s. frv., ættu að halda
sig við dagvinnu, eða kvöld-
vinnu cða að öðrum kosti að
vera undir eftirliti sérfræðings,
sem veitir ráðgjöf um matar-
æði og lyfjagjöf sem hentar
vaktformi og lífsháttum að
öðru leyti. Einnig ætti að sinna
eldri starfsmönnum í vakta-
vinnu sérstaklega, því líklegl
er að þeir aðlagist síður vakta-
vinnunni en yngra fólk.
Daglegar venjur
mikilvægar
Fyrir utan þessar leiðbein-
ingar, getur hjúkrunarfólk á
þessu sviði veitt ýmsar ábend-
ingar sem að gagni koma til að
aðlagast vaktavinnu. í hverri
vaktalotu, ætti að hvetja vakta-
vinnufólk til að halda uppi af
fremsta megni daglegum venj-
um um hreyfingu og svefn-
tíma, sérstaklega á frídögum.
Máltíða á að neyta á sama tíma
dags og fæða á að vera alhliða.
Vegna þess hve vaktavinna er í
raun lýjandi, ætti að hvetja allt
vaktavinnufólk til að gæta
heilsu sinnar í hvívetna og taka
upp lífsháttu sem markast af
mikilli hreyfingu, góðu
mataræði og góðum svefntíma.
Hjúkrunarfólk mun með
þessum hætti geta betur með-
höndlað ýmis einkenni' sem
koma fram hjá vaktavinnu-
fólki, ef það lærir að hagnýta
sér þá þekkingu sem til er um
áhrif þessa vinnuforms á
starfsfólk. Það fylgir ætíð álag
vaktavinnu, en daga má úr því
með því að brjóta upp vakta-
áætlanir þannig að þær fylgi
sólarhringsryþmanum og með
því að kenna starfsmönnum
sjálfum aðferðir sem þeir geta
sjálfir notað til að aðlagast
vinnunni. Með þvi að nota
þessar aðferðir, getur fólk í heil-
brigðisstéttum, sem sinnir
heilsuvernd á vinnustöðum og
meðal starfsmanna almennt,
bætt heilsu starfsmanna,
starfshæfni þeirra og velíiðan.
VINNAN — JÚNÍ 1988 — 15