Vinnan


Vinnan - 01.06.1988, Síða 16

Vinnan - 01.06.1988, Síða 16
í málmiðnaði Vinnuvernd: * Ofremdarástand í samráði við hagsmunaaðila. Síðan voru 53 fyrirtæki skoðuð og sagði Guðmundur að þetta hefði verið mjög ítarleg skoðun og hjá sumum fyrirtækjum hefði listinn yfir nauðsynlegar endurbætur verið nokkuð langur eða allt að 20-30 atriði. Frestur þar til í haust ,,Að skoðuninni lokinni skrif- uðum við fyrirtækjunum ábyrgðarbréf og skoruðum á þau að láta lagfæra það sem til- tekið var. Við eru búnir að hringja í fyrirtækin og þá kom í ljós að 37 þeirra eru ekki búin að láta lagfæra allt. Við vorum því að senda siðari aðvörun núna og gefum í henni frest fram í september. Þá lenda þessi fyrirtæki i þvingunarað- gerðum." En hvað er það sem helst er ábótavant i aðbúnaði hjá fyrir- tækjum í málmiðnaði? I skýrsl- unni segir að skoðunin hafi beinst aðallega að þremur þáttum: Vinnurými, tækjum og vélum, starfsmannaað- stöðu. Þegar vinnurými voru skoð- uð kom í ljós að algengasta og hættulegasta brotalömin var loftræsting. í 85% tilfella reyndist loftræsting ófullnægj- andi eða ábótavant, og þetta er því alvarlegra sem þekkt er að við t.d. suðu á málmum mynd- ast hættuleg efni sem valdið geta alvarlegum öndunarfæra- sjúkdómum. Þá reyndist hávaðamengun mikil og hávaðahlífar og hljóð- einangrun lítið notuð. Þó var notkun persónuhlífa nokkuð almenn, en þyrfti að vera alger. Lýsing í vinnurými reyndist vandamál á helmingi vinnu- staða, hiti í ólagi á fjórðungi vinnustaða og á helmingi vinnustaða var umgengni og þrif á vinnurými viðunandi eða betri. Þegar litið er yfir niðurstöður skoðunar á tækjum og vélum er eitt atriði sem sker sig nokkuð út, og það er að i all- ilestum tilfellum er það hlífðar- búnaður sem kom lakast út. Þannig er t.d. farið með plötu- klippur að þar er hlífðarbúnaði áfátt í 35% tilfella á meðan staðsetning og stjórnbúnaður er í góðu lagi í 95% tilfella. I niðurstöðum skýrslunnar segir m.a. að smergelskífur og slipirokkar hafi skorið sig úr hvað varðar lélegan hlífðar- búnað og einnig er vakin at- hygli á þvi að öryggisfestingum við gastæki sé áfátt og að sjald- Sjá blaðsíðu 2 37 fyrirtæki í málmiðnaði eru þessa dagana að fá lokaaðvörun frá Vinnueftirliti ríkisins, þar sem kraf- ist er úrbóta á öryggismálum, hollustu- og aðbún- aðarmálum fyrirtækjanna. í haust munu síðan eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins heimsækja þessi fyrirtæki og beita trassana þvingunaraðgerðum ef þörf verður á. Þessar aðgerðir Vinnueftir- sem Vinnueftirlitið gaf út fyrir litsins eru í framhaldi af sér- skömmu, og fjallar um niður- stöku eftirlitsátaki stofnunar- stöður þessa átaks, segir að innar á 53 fyrirtækjum á ástæður þess að málmiðnaður- höfuðborgarsvæðinu. í skýrslu inn varð fyrir valinu, séu upp- lýsingarum „allháá' slysatíðni í greininni. Vinnan ræddi lítillega við Guðmund Eiríksson, um- dæmisstjóra Vinnueftirlitsins í Reykjavík, en hann hafði um- sjón með framkvæmd verks- ins. Guðmundur sagði að Málm- og skipasmíðasamband íslands hefði þrýst mjög á Vinnueftirlitið að framkvæma þetta verk og sagði að MSÍ ætl- aði greinilega ekki að sleppa Vinnueftirlitinu frá þessu verki fyrr en því væri að fullu lokið. Undirbúningur verksins hófst 1987 og var það skipulagt !

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.