Vinnan


Vinnan - 01.04.1992, Blaðsíða 4

Vinnan - 01.04.1992, Blaðsíða 4
4 yiNi#N Útgefandi: Alþýðusamband íslands Ritnefnd: Lára V. Júlíusdóttir Snorri S. Konráðsson Þráinn Hallgrímsson Ritstjóri: Þorgrímur Gestsson Ljósm.: Róbert G. Ágústsson Útlit: Sævar Guðbjömsson Afgreiðsla: Grensásvegi 16A, 108 Reykjavík Sími: 91-813044 Fax: 680093 Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen og Guðmundur Jóhannesson Símar: 641895/641816 Fax:641525 Filmuvinnsla, prentun og umbrot: Borgarprent Alþýðusamband ísiands: Ásmundur Stefánsson. forseti, Lára V. Júlíusdóttir lögfræð- ingur ASI og framkvæmdastjóri, Þráinn Hallgrímsson skrifstofustjóri, Ari Skúlason, Guðmundur Gylfi Guðmundsson og Gylfi Ambjömsson hagfræðingar, Ásmundur Hilmarsson, fulltrúi, Bolli B. Thoroddsen og Sigur- þór Sigurðsson hagræðingar, Ingibjörg Haraldsdóttir gjaldkeri, Sif Olafsdóttir og Aníta Pálsdóttir fulltrúar. Menningar- og fræðslusam- band alþýðu: Snorri S. Konráðsson framkvæmdastjóri, Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir og Finnbjöm A. Hermannsson fræðslufulltrúar, Bergþóra Ingólfsdóttir gjaldkeri. Listasafn Alþýðusambandsins: Ólafur Jónsson forstöðumaður, Gísli Þór Sigurðsson umsjónar- maður. TÓM5TUNDA SKOUNN Tómstundaskólinn: Vilborg Harðardóttir skólastjóri, Sign'ður Einarsdóttir ritari. Leiðari Asmundur Stefqnsson forseti ASI Engir samningar án kauphækkana Samningar ASÍ félaganna runnu út í september á liðnu hausti og hafa því ver- ið lausir í meira en sex mánuði. Samn- ingaviðræður félaga og sambanda í haust og vetur skiluðu afar litlum árapgri og nú er slitnað upp úr viðræðum ASÍ og atvinnurekenda sem staðið hafa í tæpa tvo mánuði. Við viðræðuslitin er Ijóst að verkalýðs- samtökin hafa góðan málstað. Samstaðan^hefur verð traust ekki^að- eins innan ASÍ heldur einnig milli ASÍ og félaga okkar í BSRB og Kennarasam- bandi íslands. Það hefur aldrei fyrr verið jafn náið samstarf á milli samtakanna. Kröfur samtakanna um kaupmátt júní- mánaðar á síðasta ári og sérstakar greiðslur til lágtekjufólks sýna samnings- vilja. Barátta samtakanna í vörn fyrir ís- lenska velferðarkerfið endurspeglar al- menna afstöðu landsmanna. Atlaga ríkisstjórnarinnar að lífskjörum almennings ógnar þeirri samheldni sem hefur verið einkenni okkar þjóðfélags. Við viljum þjóðfélag samábyrgðar þar sem sjúklingar, aldraðir og börn eiga vísan stuðning. Viðræður samtakanna við stjórnvöld hafa ekki staðið um nýja landvinninga í velferðarkerfinu. Það hefur verið tekist á um niðurskurðarstefnu ríkisstjórnarinnar. Það hefur verið tekist á um rétt fólks við gjaldþrot fyrirtækja. Það hefur verið tekist á um áform ríkis- stjórnarinnar um skerðingu atvinnuleysis- bóta og greiðsluna í fæðingarorlofi. Það hefur verið tekist á um gjaldtöku og niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Fyrir viðræðuslitin hafði ríkisstjórnin gengið til móts við ákveðin mikilvæg at- riði í okkar kröfum þó verulega vantaði á að svör hennar væru ásættanleg. Staða verkalýðshreyfingarinnar er óhjákvæmi- lega erfið þegar umræðan snýst um það að fá ríkisstjórnina til að hætta við eða draga til baka ákvarðanir um félagslegar skerðingar. En vörnin er ekki síður mikil- væg en sóknin. Atvinnurekendur hafa ekki gefið nein launahækkunartilboð í samningalotunni. Þeirra eina tilboð er boðið um fast gengi. Vissulega er fast gengi mikilvægt. Kaup- hækkun sem strax er étin upp í gengis- fellingum og verðbólgu kemur að engu gangi. Atvinnurekendum á hins vegar að vera Ijóst að engir samningar takast án kauphækkana. Vilji þeir halda friðinn verða þeir að koma til móts við kröfur samtakanna. Þegar til viðræðuslitanna kom höfðum við lagt okkur öll fram um að finna lausn. í formlegum og óformlegum viðræðum reyndum við að draga fram hvort engin smuga fyndist, hvort atvinnurekendur væru í raun í engu tilbúnir til þess að koma til móts við okkar kröfur. Að þeim viðræðum loknum dró ég fram hvað ég teldi að atvinnurekendur mundu lengst ganga í launahækkunum. Ég lagði þetta mat mitt fyrir hina stóru samninganefnd ASÍ og félag okkar í BSRB og Kennara- sambandinu. Vitað var að ágreiningur var um þetta efni í hópi atvinnurekenda. Því fór fjarri að allir einstaklingar og hópar hefðu sama stöðumat. Það kom fljótt í Ijós að ekki yrði samstaða um við- ræður á þeim grunni. Viðræður gátu því ekki haldið áfram. í erfiðu árferði og ótraustu atvinnuá- standi verða ákvarðanir um átök á vinnu- markaði ekki teknar umhugsunarlaust. Nú þegar viðræður hafa slitnað hlýtur fyrsta skrefið að vera að fara yfir málin í félögunum, vega þau og meta af raun- sæi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið vel saman í viðræðunum að undanförnu. Þeirri samstöðu verður að halda. VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.