Vinnan - 01.04.1992, Qupperneq 5
5
Hið lengsta sem
VSI vildi ganga
-a& mati forseta ASI
Áöur en viðræðuslit urðu lagði forseti ASÍ fyrir það fréttist af ágreiningi í þeirra hópi. Áréttað er að
samninganefndina mat sitt á því hvað atvinnurek- hér er eingöngu um mat að ræða og ekkert liggur
endur mundu lengst vilja ganga. Það mat fengust fyrir um að atvinnurekendur séu tilbúnir til samninga
atvinnurekendur ekki til að staðfesta með tilboði og á þessum forsendum.
Meðaltekjur þess landverkafólks inn-
an raða ASI sem er með tekjur undir 80
þ.kr. á mánuði eru u.þ.b. 66 þ.kr. Sam-
kvæmt því yrði launabótin að meðaltali
um 7.000 kr. í hvort sinn, samtals 14.000
kr. á samningstímabilinu. Miðað við
upplýsingar Kjararannsóknamefndar má
gera ráð fyrir því að um 25-30% af land-
verkafólki innan raða ASÍ fengju ein-
hverja launauppbót. Fyrir þennan hóp
má meta launauppbótina sem ígildi 0,8%
launahækkunar í hvort sinn m.v. 12 mán-
aða tímabil og samtals 1,6% á samnings-
tímanum.
Þetta vilja stjórnvöld
leggja að mörkum
Ríkisstjórnin er reiðubúin til að beita sér
fyrir stöðugu gengi á samningstímanum og að
vextir lækki verulega. Forsætisráðherra ssegist
munu beita sér fyrir því að réttur launafólks til
launa og lífeyrisréttar við gjaldþrot yrði færð-
ur til samræmis við þær hugmyndir sem aðiiar
vinnumarkaðarins hafa kynnt. Oskertur réttur
til atvinnuleysisbóta. Réttur til fæðingarorlofs
verður ekki skertur á samningstímanum.
Stjómvöld munu ekki hækka vexti í félagslega
fbúðakerfinu á samningstímabiiinu. Þetta met-
ur ríkisstjórnin á 350 milljónir. Til að létta
greiðslubyrði barnafjölskyldna í heilbrigðis-
kerfinu hyggst ríkisstjómin breyta reglum um
greiðslur þannig að ekki verði tekið gjald fyrir
börn að 6 ára aldri. Hámarksgreiðslur fyrir
læknisheimsóknir barna undir 16 ára aldri
verði 6 þúsund krónur í stað 12 þúsund. Böm
sem njóta umönnunarbóta falli undir sömu
reglur og öryrkjar vegna greiðslna í heilbrigð-
iskerfinu. Stjórnvöld munu yfirfara reglur um
gjaldtöku vegna hjálpartækja. Vegna ákvarð-
ana um flatan niðurskurð á sjúkrahúsum hafa
stjórnvöld verið reiðubúin að endurskoða á-
form um lokanir á öldmnardeildum og bama-
geðdeilum. Vegna lyfjakostnaðar og áforma
um hlutfallsgjald í lyfjamálum vilja stjórnvöld
samráð við aðila um þak á greiðslur einstak-
linga og fjölskyldna. Staða leigjenda sem búa
við lökust kjör verður skoðuð sérstaklega.
Stjómvöld vilja herða skatteftirlit í samstarfi
við verkalýðshreyfingunaRíkisstjórnin mun
beita sér fyrir því að frumvarp um starfs-
menntun, verði að lögum. Þess má vænta að
settar verði reglur sem skerði rétt atvinnurek-
enda til fjöldauppsagna starfsmanna.
Auk þessara atriða hefur verið rætt um að
breyta fyrirkomulagi bamabóta þannig að bæt-
ur hækki til þeirra hópa sem hafa fjölskyldu-
tekjur undir 230.000, en lækki til annarra, og
þeir sem hafa fjölskyldutekjur yfir kr. 300.000
fái engar barnabætur. Verði þessi leið farin
eykst kaupmáttur bamafólks með tekjur undir
100.000 verulega.
Ríkisstjórnin metur þessi atriði á samtals
rúmlega einn milljarð króna og ljóst er að for-
senda þessara aðgerða er að kjarasamningar
náist. Tafir á samningum hafa valdið því að
engar greiðslur hafa verið inntar af hendi
vegna gjaldþrota búa og halda menn að sér
höndum meðan ósamið er.
1. apríl: 1,0% grunnkaupshækkun 1,00%
1. júní: Launabót; helming af því sem vantar á 80 þ.kr. Metið á 0,2% fyrir heild, en 0,8% fyrir þá sem eru undir við miðunarmörkum. 0,20%
1. júní -15. ágúst: Orlofsuppbót hækki úr 7.500 kr. í 8.000 kr. 0,03%
1. september: 0,5% grunnkaupshækkun 0,50%
1. desember: Launabót; helming af því sem vantar á 80 þ.kr. Metið á 0,2% fyrir heild, en 0,8% fyrir þá sem eru undir viðmiðunarmörkum. 0,20%
1. desember: Desemberuppbót hækki úr 10.000 kr. í 12.000 kr ,metið á 0,1%. 0,10%
1. apríl 1993: 1,25% grunnkaupshækkun, þó á valdi hvers félags að taka ákvörðun um framhald í Ijósi samningsstöðu um sérmál á þeim tíma. 1,25%
1. júní 1993: Launabót; helming af því sem vantar á 80 þ.kr. Metið á 0,2% fyrir heild, en 0,8% fyrir þá sem eru undir viðmiðunarmörkum. 0,20%
Launabætur
Launabætumar í júní og desember em reiknaðar á sama hátt og í síðasta samningi,
þ.e. stiglækkandi upp að 80 þ.kr. viðmiðunarmörkum. Launabæturnar kæmu út á eft-
irfarandi hátt:
Dæmi:
50.000 kr. að meðaltali: (80.000 - 50.000)/2 = 15.000 kr. tvisvar á samningstímanum.
55.000 kr. að meðaltali: (80.000 - 55.000)/2 = 12.500 kr. tvisvar á samningstímanum.
60.000 kr. að meðaltali: (80.000 - 60.000)/2 = 10.000 kr. tvisvar á samningstímanum.
65.000 kr. að meðaltali: (80.000 - 65.000)/2 = 7.500 kr. tvisvar á samningstímanum.
70.000 kr. að meðaltali: (80.000 - 70.000)/2 = 5.000 kr. tvisvar á samningstímanum.
75.000 kr. að meðaltali: (80.000 - 75.000)/2 = 2.500 kr. tvisvar á samningstímanum.
VINNAN