Vinnan - 01.04.1992, Side 9
Straumsvík
9
kröfum um beinar launlækkanir
skeið og læri að varast hættumar. Ekki
síst ungir menn sem ekki eru alltaf jafn
varkárir og þeir sem eldri eru hér.
Hann benti jafnframt á, að þótt búið
væri að loka keri með nýrri þekju þyrfti
það jafnan að vera opið við áltöku og
skautskipti. Þegar gömlu hlerarnir voru
opnaðir með handafli var hægt að opna
þá aðeins til hálfs. En með nýja fjar-
stýrða búnaðinum er öll hliðin opnuð við
áltöku og skautskipti. Þeir Gylfi og
Eyjólfur sögðu að með ýmsum tækni-
breytingum, nýjum áltökubílum og fleiri
nýjungum, óttuðust menn að of langt
yrði gengið í fækkun starfsmanna. Það
yrði að gæta þess að fækka ekki mönn-
um á kostnað öryggis.
Aukin framleiósla -
færri starfsmenn
Talið barst að kjaramálum
starfsmanna og ýmsu sem
tengist þeim. Gylfi Ingvars-
son sagði að um þessar
mundir væri aðallega deilt
um tvö atriði:
-Þegar starfsmenn fengu
svokallaða „eingreiðslu” árið
1989 sögðum við strax að lit-
ið yrði á hana sem hluta af
launum enda var hún fram-
leiðslutengd. I síðustu samn-
ingum var þessi greiðsla
tengd hagræðingarmálum og
málið fór í þá hörku að verk-
fall var boðað. Það tókust
hins vegar samningar án þess
að til verkfalls kæmi. Nú
stöndum við frammi fyrir því að umrædd
greiðsla fyrir síðasta ár hefur ekki verið
innt af hendi. Þá sögðum við: Gott og
vel, grundvallarkrafa okkar í samningun-
um núna er að þessar greiðslur eða ígildi
þeirra verði inni eftir sem áður.
Gylfi sagði ennfremur að við síðustu
samninga hefði náðst samkomulag um
ýmiss konar hagræðingu hjá fyrirtækinu.
Starfsmönnum hefði fækkað og dregið úr
yfirvinnu. Starfsmenn hefðu átt að njóta
þess í launum að þeir tækju þátt í hag-
ræðingunni sem hafði að markmiði
aukna framleiðslu með færri starfsmönn-
um.
-ÍSAL hefur náð þessum innanhúss-
markmiðum sínum hvað við kemur auk-
inni framleiðslu. Miðað við árangurinn í
fyrra teljum við ekki vafa á að við eigum
þessa eingreiðslu inni og auðvitað tengist
þetta hagræðingarmálunum. En strax á
fyrsta samningafundi með Vinnuveit-
endasambandinu núna var okkur sagt að
þessum hagræðingarmálum yrði hent út
af borðinu. Það á þó ekki að hætta hag-
ræðingu hjá ÍSAL, heldur vilja þeir ekki
lengur borga fyrir hana. Það hefur komið
skýrt fram hjá forráðamönnum VSI að
lykillinn að samningum nú sé núllsátt.
Ekki verði um neinar beinar launahækk-
anir að ræða. En núllsátt þýðir mínussátt
fyrir okkur ef það á að taka af okkur ein-
greiðsluna og þann kaupauka sem hag-
ræðingin átti að færa okkur. Við getum
illa unað því að semja um launalækkanir,
sagði Gylfi Ingvarsson.
Af og til berast fréttir af deilum milli
stjómenda ISAL og starfsmanna. A sín-
um tíma spruttu deilur um það hvort
starfsmenn færu nokkrum mínútum of
snemma í sturtu í lok vinnutíma eða ekki
og ekki alls fyrir löngu fréttist af óá-
nægju vegna breytingar á meðlæti með
kaffinu. Gylfi var spurður hvort sam-
komulag stjómenda fyrirtækisins og full-
trúa starfsmanna væri stirt.
Ágreiningsmál
-Þegar ég tók við sem aðaltrúnaðar-
maður starfsmanna hér var fyrir mitt til-
stilli komið á vikulegum fundum með
stjórnendum þar sem tekið var á flestöll-
um málum sem upp komu. Yfirleitt höf-
um við getað leyst öll slík mál hér innan
girðingar í góðu. En það hafa safnast upp
það sem við höfum kallað ágreiningsmál
og varða viss ákvæði í samningum. Við
höfum nýlega vísað málum til umsagnar
lögfræðinga og það gerðum við ein-
göngu vegna þess að við teljum ákvæði
samninga ekki haldin. Þegar svo er kom-
ið er eitthvað að.
-Nú heyrðust þær raddir, þegar Ragn-
ar Halldórsson hætti sem forstjón ÍSAL,
að ein af ástæðum þess hefði verið sú að
honurn hefði lynt illa við starfsfólkið.
-Þetta er ekki rétt, segir Eyjólfur
Bjarnason. -Þegar Ragnar hætti sem for-
stjóri var búið að ganga mjög illa á
álmörkuðum og miklar niðursveiflur orð-
ið á álverði, en sú niðursveifla sem varð
áður en Ragnar hætti var mest. Maður sá
allt upp í hálfsárs framleiðslu liggja hér á
svæðinu vegna þess hve illa gekk að
selja. Nýi forstjórinn tók við þegar fór að
rofa til og ástandið að lagast. Eg vil líka
taka fram að fyrirtækið hefur gert margt
mjög gott fyrir starfsmenn og hér eru
margir með mjög langan starfsaldur. Þótt
ágreiningur komi upp eru menn ekki í
sjálfu sér að hatast neitt út í ISAL. Menn
eru bara að verja kjör sín og hagsmuni.
Það er unnið allan sólarhringinn á átta
tíma vöktum í álverinu. Vaktirnar eru
þrískiptar, hefjast á miðnætti, klukkan
átta að morgni og fjögur síðdegis.
-Menn hafa yfirleitt þann metnað að
vera mættir til starfa laust fyrir tilsettan
tíma. Ef þeir stimpla sig inn einni eða
tveimur mínútum of seint kemur það
strax fram á launaseðli og þótt þetta sé
ekki dregið af launum þykir mönnum
leiðinlegt að fá svona athugasemdir.
Hins vegar er það aldrei skráð þegar
menn stimpla sig inn fyrir tilskilinn tíma,
sagði Eyjólfur.
Gylfi Ingvarsson sagði að hann von-
aðist til að hægt yrði að ná samkomulagi
um lausn á þeim ágreiningi sem uppi er
varðandi kjaramálin.
-Við höfum eins og aðrir launþegar
orðið fyrir almennri kjaraskerðingu með
minnkandi kaupmætti og tekjutapi vegna
minni yfirvinnu. Okkur finnst því hart
þegar við stöndum frammi fyrir kröfum
um beinar launalækkanir til viðbótar.
/ kerskála eitt hefur öllum kerum verið lokað og mjög dregið úr mengun í kjölfarið. Kerskálarnir eru sein-
farnir áfæti og því eru reiðhjól notuð til fara um þá endilanga.
ViNNAN