Vinnan - 01.04.1992, Qupperneq 11
ísal framleiðir gæöaál
hagnast á lokunum álvera í Þýskalandi
- samdráttur ekki á döfinni
-Ágreiningur um vinnuaðstöðu og
samningar verkalýðsfélaga við ísal
koma ekki inn á borð hér hjá okkur í
Ziirich. En sérstaða Islands að þessu
leyti er að mínu viti sú að verkalýðsfé-
lögin þar geri sér síður grein
fyrir utanaðkomandi áhrif-
um á svona rekstur en til
dæmis starfsbræður þeirra í
Þýskalandi, sem hafa langa
reynslu af góðærum og hall-
ærum í málmiðnaði, segir
Edward Notter, fram-
kvæmdastjóri álrekstrar hjá
Alusuisse-samsteypunni, við
Vinnuna.
Hann segir að í iðnaðar-
héruðum Ruhr, þar sem at-
vinnuleysi er tíu af
hundraði, skilji menn að
deilur um smáatriði eru ekki besta að-
ferðin til að leysa stór vandamál.
Á síðastliðnu ári sagði Alusuisse upp
hundruðum manna í Þýskalandi vegna
þess að verð á áli hafði lækkað. Ál-
bræðslunni í Rheinfelden var lokað og í
Essen var framleiðsla dregin saman um
þriðjung. Þýsku starfsmennirnir
streymdu til Zúrich og efndu til mót-
mæla við höfuðstöðvar Alusuisse, en
allt kom fyrir ekki.
En hvenær kemur röðin að Straums-
vík?
-Eins og er reynum við að kljást við
vandann þar með eins miklu aðhaldi á
öllurn sviðum og mögulegt er. Ég get
hins vegar staðfest að það eru engin á-
form uppi um að draga úr framleiðsl-
unni. Straumsvík nýtur þess að vera ein
hagkvæmasta verksmiðjan okkar. í
Þýskalandi eru verksmiðjurnar eldri og
orkan dýrari. Starfsfólkið gerir sér þetta
ljóst og krafðist þess því í mótmælum
sínum að verksmiðjurnar yrðu endur-
nýjaðar og fjárfestingar auknar. En
svigrúm til þess er vitan-
lega lítið meðan álverð er
lægra en það hefur verið í
40 ár.
Sem betur fer fyrir Is-
land vorum við nýlega
búnir að fjárfesta þar áður
en álverðið hrundi.
Straumsvíkurverksmiðjan
nýtur þess nú. Vegna end-
urbóta á steypuskála gat
hún tekið við verðmætustu
framleiðslunni af verk-
smiðjunni í Essen þegar
dregið var úr framleiðsl-
unni þar. Verð á unnu áli í Straumsvík
er 100 til 150 dollurum hærra en verð á
hráu áli, en breytingar á því fylgja sömu
lögmálum. Þar hefur því verið reynt að
auka verðmæti framleiðslunnar auk
þess sem dregið hefur verið úr kostnaði.
Þetta hrekkur þó skammt við núverandi
aðstæður og það er ljóst að fyrr eða síð-
ar verður að draga framleiðsluna saman
ef ekki rofar til á álmörkuðum. En eins
og stendur eru ekki uppi áform um
slfkt.
-En hvert þarf verðið að vera til að
jafnvægi náist í rekstri í Straumsvík?
-Keppinautar okkar hefðu áhuga á að
vita það, og því vil ég ekki nefna þá
tölu. Ég er hinsvegar ekkert feiminn við
að lýsa því yfir að við erum víðáttufjarri
því núna, segir Edward Notte, yfirmað-
ur áldeildar Alusuisse, við Vinnuna.
Edward Notcer, fram-
kvœmdastjóri úilrekstmr
Alusuisse
samræmi við sett markmið og eiga
starfsmenn ekki að njóta þess?
-Nei, þar náðum við ekki settu marki,
700 tonn vantar uppá. Ástæðan er sú að í
febrúar á síðasta ári varð verksmiðjan
orkulaus í um átta klukkustundir sem
þýddi að við töpuðum 700 tonna fram-
leiðslu. Forsenda þess að við getum
greitt kaupauka er að framleiðni aukist á
hverja vinnustund Ifkt og tíðkast á ýms-
um vinnustöðum hér á landi. En við get-
um ekki greitt kaupauka til starfsmanna
vegna framleiðniaukningar sem fjárfest-
ing í tækjabúnaði skilar. Hér er um tvö
aðskilin mál að ræða.
-En hvað með eingreiðsluna sem mun
vera framleiðslutengd greiðsla og starfs-
menn vilja halda eða ígildi hennar?
-Árið 1989 var ÍSAL mjög hagstætt
og mín hugmynd var að auk kauphækk-
ana, sem samið var um í almennum
samningum, kæmi aukagreiðsla til starfs-
manna í tilefni af góðri afkomu fyrirtæk-
isins. Þetta tíðkast víða í fyrirtækjum á
meginlandi Evrópu. En ég gerði mönn-
um jafnframt grein fyrir því að þetta væri
bundið afkomu fyrirtækisins það ár og
þetta væri eingreiðsla, orðið sjálft segir
nákvæmlega til um hvað það þýðir. Ári
seinna vorum við enn í samningaviðræð-
um og þá borguðum við aftur eingreiðslu
þótt afkoman væri stórlega lakari. En við
tengdum þessa greiðslu því að starfs-
mönnum hafði fækkað um 22 á árinu.
Ekki bónus fyrir tap
Vegna tapsins síðastliðið ár er enginn
grundvöllur fyrir því að halda áfram
þessum eingreiðslum og ég hef lýst því
yfir oftar en einu sinni við fulltrúa stétt-
arfélaganna. Hins vegar er ég reiðubúinn
að taka málið upp aftur þegar að því
kemur að fyrirtækið fari að skila veruleg-
um hagnaði á ný. En það hefur reynst
erfitt að fá menn til að skilja að þessar
greiðslur geta því aðeins farið fram að
verulegur hagnaður sé af rekstrinum. Ég
veit ekki um nokkurt fyrirtæki sem getur
greitt starfsfólki sérstakan bónus þegar
rekstrarhallinn er hátt á annan milljarð
króna. Og raunar er það svo að ekki að-
eins eingreiðslan heldur einnig kaupauki
vegna hagræðingar verður ekki skilinn
frá afkornu fyrirtækisins. Þetta hangir
saman.
ÍSAL hefur hins vegar reynt að gera
vel við starfsmenn sína á margan hátt.
Má þar nefna ókeypis akstur til og frá
vinnustað, frítt fæði í mötuneyti fyrirtæk-
isins, frían vinnufatnað og svonefndan
öryggisbúnað. Enda hafa margir starfað
hér í mjög langan tíma og það er jafnan
langur biðlisti eftir störfum sem losna
sem bendir til að þetta sé eftirsóttur
vinnustaður. Þegar ágreiningur hefur
komið upp milli verkalýðsfélaga og
ÍSAL hefur í langflestum tilvikum verið
hægt að leysa málin með viðræðum aðila
hér innanhúss þótt einstaka mál hafi ver-
ið blásin út í fjölmiðlum.
Ég vil líka nefna að stór liður í hag-
ræðingu var að semja við starfsmenn um
að fella niður hefðbundinn kaffitíma sem
sleit vinnutímann mjög í sundur. Á móti
buðurn við 1,9% kauphækkun til allra
starfsmanna. Þetta var árið 1989 en þá
höfðu flest verkalýðsfélög lagt niður
kaffitíma að morgni enda skjótast starfs-
menn áfram í kaffi án þess að vinna
leggist niður. Það eru þó um 160 starfs-
menn sem ekki vilja fara þessa leið og
halda sínum kaffitíma.
Atlantal er velkomiö
-Hvaða áhrif hefur það á rekstur ÍSAL
ef Atlantal reisir hér verksmiðju?
-Við bjóðum þá velkomna. Þá getum
við skipst á skoðunum og eigum sameig-
inlegra hagsmuna að gæta á ýmsum svið-
um. Það er engin ástæða til að óttast
samkeppni frá þeim. Heimsmarkaður
fyrir ál er um 15 milljónir tonna á ári og
framleiðslan hér er ekki nema lítið brot
af því.
-Hvað skilar rekstur álbræðslunnar hér
miklum peningum inn í íslenska þjóðar-
búið á ári?
-Þumalputtareglan er sú að þriðjungur
veltu verði hér eftir. Þar má nefna laun
og launatengd gjöld, raforkukaup, fram-
leiðslugjald og gífurlega verktakavinnu.
Til dæmis eru allar nýju þekjurnar yfir
kerin smíðaðar hér og þar er um mjög
stórt verkefni að ræða. Velta fyrirtækis-
ins dróst saman í fyrra vegna lækkunar á
álverði en þó má áætla að starfsemi
ÍSAL hafi skilað þjóðarbúinu röskum
þremur milljörðum króna á síðasta ári,
sagði Christian Roth, forstjóri Islenska
álfélagsins.
VINNAN