Vinnan


Vinnan - 01.04.1992, Side 12

Vinnan - 01.04.1992, Side 12
Straumsvík Skin og skúrir hjá álverinu í aldarfjórðung Þjóhagslega mikilvægt þrátt fyrir tap Allt frá því aö samningar voru gerö- ir um byggingu og rekstur álversins í Straumsvík áriö 1966 hafa sterkir vindar blásiö um þaö. Deilt hefur verið um raforkuverð, skattgreiösl- ur, mengunarvarnir, hækkun í hafi og kjör starfsmanna. Erfitt er að meta þjóðhagslegan ávinn- ing af álverinu, vegna breytilegra for- sendna, en það fer þó ekki milli mála að eftir stórhækkun á raforkuverði til ál- versins árið 1984 hefur þjóðarbúið haft verulegar tekjur af þessari starfsemi. Landsvirkjun hefur lokið við að greiða upp lán sem tekin voru til byggingar Búrfellsvirkjunar en þær virkjunarfam- kvæmdir voru forsenda þess að álverið var reist. Löngum hefur verið deilt um raforku- verðið til ISAL. Umsamið orkuverð f upphafi var 12,9 aurar á kílówattstund sem mun samsvara þremur millum (Eitt mill: 1/1000 úr bandaríkjadollar). Þá var heimsmarkaðsverð á áli um 500 dollarar. Orkuverðið átti síðan að lækka eftir að 60 þúsund tonna ársframleiðslu yrði náð. Verðið átti að vera fast í 25 ár en þó gert ráð fyrir að það gæti hækkað eftir 15 ár ef rekstarkostnaður Búrfellsvirkjunar hefði hækkað á því tímabili. Verðið hélst óbreytt fram til 1975 en þá náðist lítils háttar hækkun og næstu ár fór verðið upp og niður. Síðan hafa verið gerðir við- aukasamningar nokkrum sinnum. Hækkun í hafi Þegar Hjörleifur Guttormsson varð iðnaðarráðherra, árið 1980, varpaði hann sprengju eins og margir muna. -Það var í desember 1980 sem ég lagði gögn og staðreyndir á borðið þar sem fram kom að súrálsverðið til Islands var langtum hærra en frá Astralíu. Mis- munur á bókfærðu verði árin 1974-1980 var nálægt 50 milljónum bandarískra dollara. Þetta var upphafið á skrautlegu og skemmtilegu máli, sagði Hjörleifur Guttormsson í samtali við Vinnuna. Alusuisse sór af sér allar ásakanir um svik og svindl. Alþjóðlegt endurskoðun- arfyrirtæki, Coopers & Lybrand, var fengið til að fara ofan í málið. Að sögn Hjörleifs staðfesti fyrirtækið talnagögn hans svo ekki skeikaði nema 0,1 eða sem svaraði um 100 þúsund dollurum. Menn frá Coopers höfðu þá rætt fram og til baka við ráðamenn Alusuisse sem reyndu að koma með skýringar á helm- ingi þeirrar upphæðar sem um var deilt. -Þegar farið var að reikna út vangold- in gjöld ÍSAL til íslenska ríkisins á þessu tímabili vegna hækkunar í hafi og fleiri þátta kom í ljós að þeir höfðu snuðað ís- lenska ríkið um nálægt 10 milljónum dollara þegar þetta var framreiknað frá ári til árs. Við kröfðumst endurskoðunar á rammasamningum og þokuðum svindl- málinu yfir í alþjóðlegan gerðardóm í New York. Það var dómtekið þar rétt fyrir stjórnarskiptin vorið 1983. Þegar Sverrir Hermannsson kom að þessu sem iðnaðarráðherra voru þeir hjá Alusuisse gjörsamlega komnir í þrot fyrir gerðar- dómnum og frekar en að tapa málinu þar féllust þeir á að greiða þrjár milljónir dollara í sárabætur og hærra raforkuverð, sagði Hjörleifur. Hann sagði jafnframt að hækkun raf- orkurverðsins hefði skipt sköpum fyrir Landsvirkjun og þjóðarbúið. Hjörleifur sagðist hafa skipað nefnd manna frá ráðuneytinu, Landsvirkjun og RARIK til að kanna framleiðslukostnað raforkunnar sem ISAL keypti og hún komist að þeirri niðurstöðu að orkuverðið væri óra- langt frá framleiðslukostnaði. Það þyrfti að hækka úr 6,5 millum í 15-20 mill miðað við verðlag 1982. Þarna hefði orð- ið stór vending. Fram til þessa hefði Landsvirkjun talið verðið gott. Hækkun orkuverðsins hefði skilað milljörðum. Sverrir Hermannsson sagði í viðtali við Vinnuna að hann hefði komið að þessu í slæmu ástandi vorið 1983 sem iðnaðarráðherra. -Hjörleifur ætlaði að koma þessum mönnum í burtu af land- Á síðasta ári greiddi ísal um 1,4 milljarða króna í vinnu og launtengd gjöld og um 4000 Islendingar hafa lífsviðurvœri af verksmiðjunni, beint og óbeint. (Mynd: Jim Smart) inu. Ég byrjaði á að fá Jóhannes Nordal með mér í að leysa málið og það var sest niður til að jafna þessi deilumál. Gerðar- dómurinn var leystur upp og eftir að samningaviðræður höfðu staðið í um það bil ár náðum við fram hækkun á orku- verðinu upp í 12,5 mill hið minnsta og 18,5 hið mesta, eftir verðlagi á álmörk- uðum. Þetta hefur skilað okkur ógurleg- um upphæðum, mörgum milljörðum, sagði Sverrir og þar eru þeir þó sammála hann og Hjörleifur. Tekjur af álverinu Þær tekjur sem þjóðin hefur haft af rekstri álversins eru einkum fyrir sölu raforku, vinnulaun, þjónustu, greiðslu framleiðslugjalds, skatta og fjárfestingar ÍSAL. Erfitt er að fá upplýsingar um hagnað Landsvirkjunar af orkusölu til álversins enda mörg álitamál þar uppi. ISAL kaup- ir 36-38% af allri raforkusölu Lands- virkjunar og í fyrra greiddi álverið um 1.250 milljónir fyrir raforkuna en um 1.200 milljónir árið áður. Þegar litið er til rekstrarafkomu Landsvirkjunar frá 1980 sést glöggt hve hækkun orkuverðs- ins 1984 hefur haft mikil áhrif. Arið 1982 var Landsvirkjun rekin með tapi sem nemur rúmum milljarði króna á verðlagi 1990. Landsvirkjun naut góðs af háu verði á álmörkuðum 1985 þegar raforkuverðið fór í topp og skilaði yfir 660 milljóna króna hagnaði það ár á verðlagi 1990. Árið 1990 skilaði Lands- virkjun um einum milljarði í hagnað en í fyrra mun gróðinn hafa dregist mikið saman eða í um hálfan milljarð. í aprfl í fyrra lauk Landsvirkjun við að greiða skuldir vegna Búrfellsmannvirkja ef frá er talið víkjandi lán ríkisins sem nemur um 530 milljónum. Áður hafði verið reiknað með að ljúka afborgunum lána árið 1995. Nú hefur Alusuisse óskað eftir tíma- bundinni lækkun á raforkuverðinu niður í 10 mill vegna tapreksturs á álverinu. VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.