Vinnan


Vinnan - 01.04.1992, Page 14

Vinnan - 01.04.1992, Page 14
14 Atvinnuleysi Harfeur heimur án Annan hvern miövikudag sækja Dagsbrúnarmenn atvinnuleysisbæt- ur sínar á skrifstofu félagsins viö Lindargötu í Skuggahverfi. Þeir koma upp stigaganginn, karlar á öllum aldri og einstaka kona, ganga að afgreiösluboröinu og segja kennitöluna. Roskin afgreiöslukona og önnur yngri fletta í pappírsbunk- anum og draga út rétta tölvuútskrift með áfestri ávísun. Atvinnuleysingj- arnir kvitta fyrir og hverfa á braut, flestir án þess aö hafa sagt annað en númerið sitt. Einn þeirra sem sækir bætur hjá Dags- brún er Jóel Jónsson, 24 ára og ógiftur. Hann hann hefur verið án atvinnu í tvo mánuði eða eftir að honum var sagt upp hjá Sveini bakara. Þar hafði Jóel unnið í fimm mánuði. Jóel er veikur, hann þjáist af þunglyndi og varð að fara á sjúkrahús í haust og var frá í átta vikur. Þegar hann kom aftur var búið að ráða annan mann í starfið og Jóel var sagt upp. Hann fékk að vinna út uppsagnarfrestinn. Jóel bjó í leiguhúsnæði en hafði ekki efni á að vera þar lengur eftir að hann missti vinnuna og flutti til foreldra sinna. Hann fær fullar bætur, rétt rúmlega tíu þúsund krónur á viku. -Það bjargar mér að fá frítt að borða hjá mömmu, segir hann. Það er erfitt að halda sjúkdómnum í skefjum við þessar aðstæður. Jóel er ekki á íyfjum en fer í samtalsmeðferð hjá sálfræðingi einu sinni í viku og segir það hjálpa sér mik- ið. Það er samt oft á mörkunum að mað- ur fari aftur inn. A hverjum degi flettir Jóel upp á smáauglýsingadálkum DV og skoðar atvinnutilboðin. I þau skipti sem hann hefur sótt um fær hann engin svör. Hann veit ekki hvað tekur við og eftir tvo mánuði á bótum er átak að herða sig upp í bjartsýni. Aldrei fleiri atvinnulousir Jóel er einn af fjölmörgum sem þessar vikur og mánuði ganga um atvinnulausir. I verkalýðsfélögum verða menn að leita aftur til sjötta áratugsins til að finna sam- bærilegt atvinnuleysi. Halldór Bjömsson hjá Dagsbrún segir atvinnuleysið alvar- legra en fólk haldi. -Það er hættumerki þegar svona margt ungt fólk er farið að ganga um atvinnu- laust. Það er útbreidd skoðun að það sé aðallega eldra fólk sem missir vinnuna. Það er ekki tilfellið hjá okkur. Sam- kvæmt athugun sem við létum gera eru yngri menn meginhluti þeirra sem eru á skrá, segir Halldór. Af þeim sem voru á atvinnuleysisskrá hjá Dagsbrún í byrjun mars voru 112 menn 35 ára og yngri á móti 36 atvinnu- lausum sem voru eldri en 50 ára. Samtals voru 212 mönnum greiddar bætur í byrj- un mars en hálfum mánuði áður voru 174 á skrá. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir formað- ur Landssambands íslenskra verslunar- manna minnist þess að fyrir rúmum ára- tug þegar hún starfaði hjá Verslunar- Jóel Jónsson hefurflett upp á smáauglýs- ingadálki DV í tvo mánuði, árangurslaust. mannafélagi Reykjavíkur hafi átta eða níu konur verið skráðar á atvinnulausar. -Við vorum miður okkar þá. En núna skipta þeir hundruðum sem eru á at- vinnuleysisskrá hjá VR. Landsamband íslenskra verslunar- manna heldur ekki skrá yfir þá félags- menn sem eru án atvinnu. Það hefur aldrei þurft að halda skrá því að atvinnu- leysi hefur aldrei verið almennt eða við- Eftir Pál Vilhjál msson Mynd: Róbert varandi. Ingibjörg hefur fullan hug á að taka upp skráningu á atvinnulausum fé- lagsmönnum hjá einstökum verkalýðsfé- lögum verslunarmanna. Kunnum ekki að vera atvinnulaus -Atvinna er ekki bara spuming um að afla fjár. Vinnan gefur fólki merkingu og á vissan hátt er hún aðgöngumiði að samfélaginu og einn mikilvægasti þáttur- inn í menningu okkar. Þetta segir Sigurður Júlíus Grétarsson, lektor í sálfræði við Háskóla íslands. Hann bendir á að þegar fólk er spurt í rannsóknum hvort það myndi hætta að vinna ef það yrði milljónerar í einu vet- fangi, til dæmis með því að vinna í happadrætti, þá svari fjórir af hverjum fimm að þeir myndu ekki gera það. -íslendingar kunna ekki að vera at- atvinnu vinnulausir. Þeir kunna að vinna tvöfalda vinnu, en ekki að vera atvinnulausir, slær Ingibjörg R. Guðmundsdóttir föstu. Hún þekkir dæmi af fólki sem hefur þurft að leita sér aðstoðar vegna þess á- lags sem því fylgir að vera atvinnulaust. Að missa atvinnuna er persónuleg og andstyggileg reynsla. Sigurður Júlíus Grétarsson segir það þekkta staðreynd erlendis að atvinnuleysi komi niður á samskiptum fólks og fé- lagslífi. Fylgifiskar langvarandi atvinnu- leysis eru þunglyndi, firring og ofbeldi. Sigurður telur ólíklegt að Islendingar muni bregðast á annan hátt við langvinnu atvinnuleysi en aðrar þjóðir. Aukin harka atvinnurekenda Það atvinnuleysi sem nú er að festa rætur virðist ætla að hafa þau áhrif að leikreglurnar í samskiptum launþega og atvinnurekenda breytist. Sumir atvinnu- rekendur nota bága stöðu launafólks til að hindra að starfsmenn njóti samnings- bundinna réttinda og jafnvel að lækka launin. -Það er meira um hótamir hjá atvinnu- rekendum en áður, segir Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju. Hann segir fólk veigra sér við að sækja rétt sinn vegna hræðslu við að missa starfið. -Það er allt annar tónn hjá atvinnurek- endum en áður. Allar túlkanir á reglum og samningum hafa harðnað undanfarið, segir Ingibjörg R. Guðmundsdóttir. Hún segist ennfremur hafa vitneskju um að atvinnurekendur hafi sagt starfsmönnum upp og ráðið nýtt fólk í sömu störf en á lægri laun. Svonefnd gerfiverktaka hefur færst í aukana og oft er einungis um það að ræða að ráðningasamingum launþega sé breytt til hagsbóta fyrir atvinnurekendur en launþegar missi réttindi. Einkum er þessi háttur algengur í iðnaði. Að sögn Grétars Þorsteinssonar formanns Tré- smíðafélags Reykjavíkur fer það mjög vaxandi að atvinnurekendur vilji gera launþega að undirverktökum. Grétar seg- ir engan vafa á að þetta fyrirkomulag skerði verulega kjör launþega. Upp á síðkastið hafi borið á því að stórir at- vinnurekendur breyti ráðningasamning- um og geri starfsmenn að réttindalausum undirverktökum. Grétar vill ekki nefna nein nöfn að svo komnu máli, segir að þetta verði tekið upp í samningum við vinnuveitendur og reynt að fá þá til að stemma stigu við þróuninni. -Ef ekki tekst að semja við atvinnurek- endur um þetta atriði tökum við saman svartan lista yfir þau fyrirtæki sem taka upp þetta fyrirkomulag, segir Grétar. VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.