Vinnan


Vinnan - 01.04.1992, Síða 16

Vinnan - 01.04.1992, Síða 16
Atvinnuleysi -Menn tala um aö viö skuldum 200 milljaröa í útlöndum, en ég spyr: Hverjir eru það sem standa fyrir þessum skuldum? Eru þaö launa- menn? Nei, þaö er stjórnlaus og viti firrt fjárfesting þeirra sömu aðila og æpa á launafólk um aö þaö geti ekki fengið sómasamlegt kaup vegna erlendra skulda. Guömundur J. Guömundsson er ómyrkur í máli þegar talið berst að atvinnuleysi, orsökum þess og framtíðarhorfum. -Atvinnuleysi er ekki hægt að reikna í peningum, það verður aðeins mælt í ó- hamingju, brostnum vonum og örvænt- ingu, segir Guðmundur. Hann er fjarri því að vera bjartsýnn á framhaldið. Meinsemdin sem veldur atvinnuleysi hefur lengi grafið um sig og telur Guð- mundur hana liggja fyrst og fremst í mis- notkun fjármagns og röngum fjárfesting- um. Hann segir það jafnframt rannsókn- arefni hversu illa hagkvæmni aukinnar vélvæðingar hefur skilað sér til verka- fólks. Sóun á verðmætum Guðmundur nefnir sem dæmi gífur- lega fjárfestingu í frystihúsum víða um land undanfarin ár og áratugi, og -svo er keyptur frystitogari, húsið verður verklít- ið því að vinnslan er flutt út á sjó. Frysti- Atvinnuleysi ekki hægt reikna í peningum - segir Guömundur J. Guömundsson, forma&ur Dagsbrúnar Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar: Nýtt ísland örvœntingar, stéttaskiptingar og áþjánar. togarar henda 60-70 prósent af aflanum aftur í hafið; beingarðinum, smáfiskin- um, lifrinni og í sumum tilfellum got- unni. Ein og sér getur verið að útgerð frystitogara standi vel en þjóðhagslega er þetta hrein geggjun. Og Guðmundur heldur áfram: -Ein- stök byggðarlög og fyrirtæki hafa lagt út í fjárfestingu sem er síst minni og skilar álíka litlu tilbaka og refaræktin og fisk- eldið. Það gerir ástandið erfiðara, að áliti Guðmundar, að háir vextir leggjast eins og dauð hönd á atvinnulífið og fiskkvót- inn hefur minnkað. Guðmundur sér glögg kreppueinkenni í atvinnulífinu og telur að ef ekki verði gripið til harðvít- ugra ráðstafana eigi atvinnuleysi eftir að stóraukast. -Það er þannig með atvinnu- leysi, að annaðhvort minnkar það eða það eykst. Fjögur þúsund á atvinnuleys- isskrá kalla á aðrar þúsundir. Guðmundur rifjar upp að síðast þegar alvarlegt atvinnuleysi blasti við lands- mönnum hafi á bilinu 4000-6000 íslend- ingar flúið land til Svíþjóðar og aðrir þúsund til Ástralíu. Núna er þessi leið lokuð vegna þess að enga vinnu er að fá í Svíþjóð. Til Dagsbrúnar hafa leitað ís- lendingar sem misst hafa vinnuna í Sví- þjóð og komið heim. Atvinnuleysisvandinn verður þess vegna ekki fluttur út, heldur verður að taka á málum hér heima. Guðmundur sér ekki nein merki þess að stjórnvöld muni gera þær ráðstafanir sem duga. Þvert á nróti lifum við í skammsýni og gerum ekkert til að takast á við vandann. Fram- tíðarsýnin er þess vegna ekki falleg. - Nýtt Island veitir ekki öllum þeim vinnu sem vilja og í kjölfarið kemur vaxand stéttaskipting, örvænting og áþján. Við núverandi aðstæður í atvinnulíf- inu er oft sagt sem svo að launþegar hafi um það eitt að velja að falla frá kröfum um kauphækkun, jafnvel að sætta sig við kauplækkun, vegna þess að atvinnufyrir- tæki standi ekki undir kaupgreiðslum. Guðmundur gefur ekki mikið fyrir þessa röksemd og bendir á að í Danmörku fái fiskverkafólk 800 krónur á tímann og hafnarverkamenn yfir 800 á tímann og biður menn að skýra þetta áður en þeir haldi lengra. -Menn halda að þeir velji næstversta kostinn með því að fallast á lægra kaup og halda að þá verði atvinnuleysi bægt frá. En í raun er þetta versti kosturinn vegna þess að við fáum hvorttveggja lægra kaup og aukið atvinnuleysi. Það er alltaf ætlast til þess að verkafólk gefi eft- ir, sama hvort rætt er um erlendar skuldir þjóðarinnar eða stöðu atvinnuveganna. Eg spyr hvort íslensk verkalýðshreyfing ætlar að láta þetta yfir sig ganga? VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.