Vinnan - 01.04.1992, Qupperneq 19
19
miklar vonir við þá samninga. Ef við
kunnum að nýta okkur þá komumst við
milliliðalaust inn á markaðina erlendis.
Þá getum við selt fisk svo að segja á
matarborðið í stað eins og að nú við lát-
um Bretum og Dönum eftir að fullvinna
fiskinn okkar.
EES samningamir munu verða sjávar-
útveginum mikil lyftistöng. Atvinna mun
aukast og tekjur fólks vaxa verulega.
-Það er mögulegt að við verðum ein
fátækasta þjóð Evrópu upp úr aldamót-
um ef við látum reka á reiðanum. En við
höfum alla burði til að takast á við erfið
verkefni, segir Karl Steinar, og bætir við
að þeir séu ófærir um það sem ekki við-
urkenni vandann.
-Eg er sannfærður um að það er rosa-
leg umbylting framundan. Frystihúsin,
sem voru undirstaða atvinnu, eru að
verða úrelt. Heilu byggðarlögin munu
gjalda þess. Sum stækka, önnur smækka,
hverfa jafnvel. Þessari þróun. sem óhjá-
kvæmilega mun eiga sér stað, verður að
stjórna og það verður að hafa velferð
fólksins í öndvegi.
Byggðastefna unfarinna ára er einfald-
lega röng. Ef við hefðum beitt þessari
stefnu á tímabilinu 1920-1950 hefðum
við bannað fólki að flytja t.d. frá Aðalvík
og öðrum erfiðum búskaparstöðum.
Rómantísk byggðastefna
-Fólk á ekki að þurfa að búa við ein-
angrun og sultarkjör svo rómantísk
byggðastefna geti gengið upp. Við verð-
um að byggja upp sterka byggðakjama á
nokkrum stöðum á landinu, þar sem
hægt er að veita þá þjónustu sem fólk
kýs og búa því viðunandi lífskjör. Það er
skynsamlegt að breyta byggðastefnunni
og það er fjölmargt gott fólk í verkalýðs-
hreyfingunni sem vill taka til hendinni.
Við okkur blasir svipaður vandi og
áður hefur komið upp. Ef við hefðum
auðveldað bændum að bregða búi á sín-
um tíma hefðum við komist hjá offram-
leiðslu í landbúnaði og stórkostlega
skertum lífskjörum eins og landbúnaðar-
stefnan hefur fært okkur. Þá var ekki
hlustað á þá sem fundu að. Vonandi ber-
um við gæfu til að bregðast öðruvísi við
nú.
Eftirmáli verkalýðsleiðtogans sem
lætur af trúnaðarstörfum er ekki alls
kostar bjartur; verkalýðshreyfingin er
ekki í takt við tímann.
-I verkalýðshreyfingunni er mikið af
góðu fólki, en ég óttast að hún eigi erfiða
daga framundan, maður sér hvernig
komið er víða um land. Verkalýðsfélög
eru víða máttlítil og aðgerðarlaus. Fund-
arsókn er léleg og þegar unga fólkið
kemur út úr skóla veit það varla um til-
vist verkalýðshreyfingarinnar. I skóla-
kerfinu er allri fræðslu um þessa helstu
félagsmálahreyfingu þjóðarinnar sleppt.
„Frá þeirri stundu skynjaði ég að ég var á rangri leið. Mér leið illa. Verkafólkið hafði verið
blekkt".
verðbólgu voru gerðir, áður en slík sátt
tókst. Hvarvetna mátti sjá afleiðingar
óðaverðbólgu sem át upp launahækkan-
imar.
í samningunum 1990 tókst okkur að
rata þá leið sem ég tel færa. Og hún
verður farin aftur. Ekki á sömu nótum og
áður, en sami skilningur mun liggja að
baki við samningagerð í framtíðinni. Það
er í raun þjóðarsátt um að fara leið þjóð-
arsáttar.
EES opnar nýja markaði
-Það verða að vera til lífvænleg fyrir-
tæki í landinu. Það skilur fólkið sem býr
í hinum dreifðu byggðum landsins, þar
sem fyrirtækin eru með hálfluktar dyr og
framtíðin er í óvissu. Það hefur ekki mátt
tala um þetta í verkalýðshreyfingunni.
Menn hverfa alltaf aftur til 1916 eða til
kreppuáranna og geta ekki hugsað þá
hugsun til enda að fyrirtæki þurfi að
græða.
Atvinnufyrirtækin verða að vera arð-
bær. Það skapar skilyrði fyrir kjarabætur
og betra mannlíf.
Byggingu álvers hefur verið frestað
og annað sem við höfum reynt til ný-
sköpunar hefur brugðist á síðustu árum.
Nú er höfuðnauðsyn að samningar um
Evrópska efnahagssvæðið náist. Eg bind
VINNAN