Vinnan


Vinnan - 01.04.1992, Qupperneq 20

Vinnan - 01.04.1992, Qupperneq 20
20 Þegar unga fólkið fer út á vinnumarkað- inn birtist launþegahreyfingin því eins og gjaldheimta. Eins og Tófuvinafélagið? -Það þarf að taka á til að efla og styrkja verkalýðshreyfinguna. Þar er fræðslan áhrifamesta tækið. Skilningur stjómmálamanna á hreyfingunni og gildi hennar er líka takmarkaður. Stundum finnst mér margir líta hana sömu augum og Tófuvinafélagið. Verkalýðshreyfingin er víða sem stofnun. Skipulagslega á hún mjög erfitt með að takast á við verkefni sín. Hún þarf að breytast verulega í takt við tím- ann. Þjóðfélagsbreytingar kalla á nýja hugsun. Fólk svalar ekki félagsþörf sinni í verkalýðshreyfingunni eða tekur virkan þátt í störfum hennar til að hafa áhrif á að þjóðfélagið breytist. Kom viti i efnahagsumræðuna Á seinni árum hafa einstaka raddir heyrst innan verkalýðshreyfingarinnar sem eru verkalýðsformanninum að skapi. En forseti ASÍ fær þá einkunn. -Ásmundur hefur komið viti í efna- hagsumræðuna í verkalýðshreyfinguna. Hann hefur hvatt til þess að launþega- Verkalýðshreyfingin er alls ekkert batterí. hreyfingin víkki sjóndeildarhringinn og skipti sér af þjóðmálum á víðari grunni en við höfum gert. Fyrir bragðið hefur Ásmundur ekki átt upp á pallborðið hjá ýmsum verkalýðsfrömuðum. Hann hefur jafnvel verið sakaður um að vilja taka höndum saman við andstæðinginn. Og samflokksmenn hans í pólitíkinni hafa úthúðað honum. Það er samvisku- spurning hvernig á því stendur að þeir sem hafa verið í fremstu víglínu í verka- lýðshreyfingunni komast fæstir áfram í pólitík. Það er af sem áður var. Eg er sannfærður um að menn munu sjá að Ásmundur var góður leiðtogi. Það væri illa komið fyrir okkar hreyfingu, ef hann hættir bráðlega. segir Karl Steinar. Hvaða einkunn fær Guðmundur J, sem Karl Steinar segist hafa haft mest samstarf við í verkalýðshreyfingunni? -Hann er óumdeilanlega stórveldi í verkalýðshreyfingunni. Við höfum starf- að saman og margt brallað saman. Helsti styrkur hans er hve næma tilfinningu hann hefur fyrir hugsun og hagsmunum láglaunafólks. Miklu meiri mióstýringu -Verkalýðshreyfingin er alls ekkert batterí. Það er mesti misskilningur þegar fólk heldur því fram. Hreyfingin er einmitt allt of veik því kraftamir eru svo dreifðir. Valdið liggur hjá allt of litlum verkalýðsfélögum, þar sem hver gætir sinna þrengstu hagsmuna. Verkalýðs- hreyfingin þarf að vera miklu miðstýrð- ari en hún er nú. Ef ASI félögin inn- SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttaro! Traustir umboösmenn okkar eru víðs vegar um landið! Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaöarhóli 25. Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. Stj'kkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. ísafjöröur: Póllinn hf., AÖalstræti 9. Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. Sauöárkrókur: Rafsjá hf„ Sæmundargötu 1. Siglufjöröur: Torgið hf„ Aðalgötu 32. Akureyri: Sír hf„ Reynishúsinu, Furuvöllum 1. • Húsavik: ðryggi sf„ Garðarsbraut 18a. • Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. • Neskaupstaður: Rafalda hf„ Hafnarbraut 24. • Reyðarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31. • Egiisstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiðdalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. • Höfn í Hornafirði: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29. • Garður: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. c co 0*0 3 (Q |8 3 g« 3 Q c < 3°: oS Q Q' 3R- Q = q"<° 3 Q. VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.