Vinnan


Vinnan - 01.04.1992, Side 21

Vinnan - 01.04.1992, Side 21
21 heimtu þá fjármuni sem til þeirra eiga að falla gerði það samtals 1200 milljónir króna. Þá væri margt hægt að gera, en það er bara ekki gert. Stærri félög geta veitt betri þjónustu og gætt hagsmuna launafólks betur. Hjá þeim þarf að starfa fleira fólk, sem hefur því hlutverki að gegna að fara út á vinnustaðina - nálgast fólkið sem kemur ekki á fundina. Atvinnurekendur hafa fyrir löngu átt- að sig á gildi þess að efla fræðslu og koma upp sterkum talsmönnum sem láta sig þjóðfélagið varða og eru öllum stund- um að hafa áhrif. Hjá Vinnuveitenda- sambandinu og félögum þess starfar her manna sem býr yfir hvers konar sér- fræðikunnáttu. Aðeins einstaka félög innan verkalýðshreyfingarinnar hafa skynjað breytta tíma. Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur er eitt þeirra og hefur meðal annars beitt lífeyrissjóði sínum markvisst til að hafa bein áhrif á atvinnu með því að fjárfesta í arðvænlegum fyr- irtækjum. Verkalýðshreyfingin hefur sakað stjómvöld um að að vera skerða velferð- arkerfið. Getur ríkisstjórnin ekki leitt skoðanir launþega hjá sér, ef samtök þeirra eru hvort eð er utan garðs í þjóðfé- lagsumræðunni, eins og Karl Steinar lýs- ir ástandinu? Því er þingmaðurinn og verkalýðsleiðtoginn ekki sammála. -Nei. Það skapar óöryggi á vinnu- markaðnum. Það er heldur ekkert vit í að ríkisstjórn vaði yfir verkalýðshreyfing- una. Sjálfur kallar Karl Steinar sig sér- vitring á vettvangi verkalýðsfélaganna. -Hinir sem einhver töggur er í fara burt. Við höfum verið haldnir þeirri áráttu að vilja ekki greiða almennileg laun þeim sem ráðast til starfa fyrir sam- tök okkar. Fyrir bragðið missum við þá sem geta betur. Það er atgervisflótti úr launþegahreyfingunni. Örfáir hugsjóna- menn í besta skilningi sitja eftir - láta bjóða sér verri launakjör en þeir gætu fengið annars staðar. Karl Steinar segir að heiti stjórnmála- flokka og hátíðlegar yfirlýsingar um stuðning við verkalýðshreyfinguna segi lítið um velviljann þegar til kastanna komi. Það sýni bitur reynslan. Hann styðji núverandi ríkisstjórn vegna þess að hún ætli sér að taka á erfiðum málum. Atvinnuleysið verði erfiðasta mál henn- ar, en hún þori og ætli sér að vinna verk sem séu bráðnauðsynleg fyrir þjóðarbú- ið, einkum launafólkið í landinu. Hann sé sannfærður um að hún sé á réttri leið. -Ég tala af sannfæringu. Ef menn vilja hins vegar trúa óábyrgum stjórnmála- mönnum hafa þeir auðvitað frelsi til þess. Ef við fylgdum óbreyttum kúrsi drægist atvinna enn meir saman og lífs- kjörin versnuðu. Þá bjarga þeir sér sem búa við góðan hag fyrir. Okkar minnstu bræður sitja eftir. Karl Steinar fullyrðir að mikill vandi stafi af glæstum en innantómum loforð- um stjórnmálamanna. -Það er helsti vandinn hversu miklu er logið að fólki. Stjórnmálamenn, sem jafnvel hafa stjórnað í 20 ár, umhverfast við valdamissinn. Allt sem þeir áður töldu hvítt sjá þeir nú svart. Menn kom- ast upp með það á Alþingi að tala eins og enginn vandi steðji að í þjóðfélaginu. Hér sé allt fullt af peningum. Allt sem horfi til spamaðar og niðurskurðar sé að- eins illgjömum og ósanngjömum mönn- um að kenna. Ég játa fúslega að mér blöskrar sá æsingaáróður og þær blekk- ingar sem valdasjúkir stjórnmálamenn, hlaðnir vonbrigðum, hafa beitt undanfar- in ár. Komið að leiðarlokum Karl Steinar er á því að leiðin sé á enda runnin. -Helsti vandi okkar er óstjóm, gífurleg eyðsla og óráðsía, sem einkennt hafa rík- isstjórnir síðustu tvo áratugi. Við erum að gjalda þess núna. Það er komið að leiðarlokum. Ef stjórnvöld spyrna ekki við fótum hrynur velferðarkerfið sem verkalýðshreyfingin og jafnaðarmenn vilja alls ekki að gerist. Þá missum við líka efnhagaslegt sjálfstæði og fátæktin blasir við. Ríkisstjórnir koma og fara, en verka- lýðshreyfingin heldur velli. Ég tel mjög brýnt að hún leggi sitt lóð á vogarskál- arnar til að skýra fyrir almenningi hver efnahagsleg staða okkar er. Það eru hagsmunir launþega að verkalýðshreyf- ingin horfi á ástand landsmála af víðsýni og skilningi. I raun er verkalýðshreyfing- in í eðli sínu andstöðuafl gegn ríkjandi kerfi. Virðing hreyfingarinnar og mögu- leikar til áhrifa byggjast hins vegar á því að hún skilgreini vandann á sjálfstæðan hátt og bendi á ábyrgar og raunhæfar lausnir hverju sinni. Það þjónar hags- munum launþega. Það er þáttur í að gera þjóðfélagið réttlátara, segir Karl Steinar, en hann segist vera svartsýnn á þessa stöðu verkalýðshreyfingarinnar. -Já, ef ekki verða breytingar á skipu- lagsmálum og innra starfi. Þetta segi ég vegna þess að mér er annt um hreyfing- una. Hún hefur alla möguleika á að snúa sér að því verkefni að breyta þessu. Mest alla ævi hef ég verið starfandi í verka- lýðshreyfingunni. Hugsjónir hennar eru mér afar kærar, segir Karl Steinar Guðnason og bætir við: Sá er vinur sem til vamms segir. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Símar 18519 og 689212 Fætur okkar eru grunnur að vellíðun okknr, arað f ítness heilsuskórnir stuðla að þvi. LoflbólstraSur sóli fró hæl oð tóbergi Laut fyrir hæl sem veitir stuðning. Ekta korkblanda (einangrar). Tógrip sem örvar blóðrósina. Ilstuðningur sem hvílir. FJOLBREYTT URVAL TEGUNDA Stamur innsóli. Microcellu sóli, sem dregur úr þreytu, virkar dempandi. YerndiS fæturna andið skóvalið VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.