Vinnan


Vinnan - 01.04.1992, Page 22

Vinnan - 01.04.1992, Page 22
22 Islendingar farnir ab læra aó flaka á ný Vís leið'til áb fá vinnu íslendingar eru farnir aö rifja upp handtökin viö aö flaka handflaka fisk. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis hélt nám- skeiö í handflökun skömmu fyrir jól í samvinnu viö starfsfræöslunefnd fiskvinnslunnar. Tíu manns, níu konur og einn karl, sóttu námskeiö- iö. Þau voru atvinnulaus, en hafa nú öll fengið vinnu - viö aö flaka. Vinnan skýrði frá því í maí að fisk- verkendur á höfuðborgarsvæðinu hefðu auglýst árangurslaust eftir flökurum og loks gripið til þess ráðs að ráða fólk frá Skotlandi til þeirra starfa. Þegar í ljós var komið að vélvæðingin var orðin svo mikil að fáir íslendingar kynnu orðið að flaka var farið að huga að því að halda námskeið í handflökun. Starfsfræðslu- nefnd fiskvinnslunnar auglýsti námskeið í haust, en engin þátttaka fékkst. Astæð- an var talin sú að námskeiðsgjald átti að vera 11 þúsund krónur og fólki hafi þótt það of dýrt. Arnar Sverrisson sýnir réttu handtökin við að flaka. Þá tók Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur af skarið, samdi við eiganda fiskverkunar í N jarðvík um að hann legði til húsnæði fyrir flökunarnámskeið og keypti fiskinn sem flakaður yrði. Með þessu móti var hægt að halda námskeiðið þátttakendunum að kostnaðarlausu, en fiskvinnslunefndin greiddi kennurunum laun. Frábær nýting Námskeiðið stóð í tvo daga. Jörundur Garðarsson kennari við Fiskvinnsluskól- ann fór yfir undirstöðuatriði í hreinlæti við meðferð fisks og kenndi gerlafræði. Síðan var tekið til við að flaka undir handleiðslu Amars Sverrissonar flakara, en hann starfar sem verktaki í flökun. Afköst flökunamemanna voru hálft ann- að tonn á þessum tveimur dagpörtum. -Það vantar handflakara og það kom niður á mér þegar ég hóf starfsemi í nóv- ember. Því var sjálfsagt að verða að liði og leggja til húsnæði fyrir þetta nám- ERT ÞU AÐ TAPA RÉTTINDUM ? LÍFEYRISSJÓÐUR Dagsbrúnar og Framsóknar hefur nú sent öllum félögum sínum yfirlit yfir lífeyrissjóösiögjöld á árinu 1991. Allt verkafólk, sem vann á félagssvæði Dagsbrúnar og Framsóknar á síöasta ári, á aö hafa fengið slíkt yfirlit. HAFIR ÞÚ EKKI fengiö yfirlit eöa ef því ber ekki saman viö launaseöla og/eöa launamiöa vegna skattframtals 1992, kunna iögjöld þín aö vera í vanskilum. Þá skaltu hafa samband viö skrifstofu sjóösins eöa skrifstofur Dagsbrúnar eöa Framsóknar. VIÐ VANSKIL á greiðslum iögjalda til lífeyrissjóðsins og sjóöa Dagsbrúnar og Framsóknar geta menn átt á hættu aö tapa dýrmætum réttindum. Þar á meðal má nefna: ELLILÍFEYRI MAKALÍFEYRI LÍFTRYGGINGU ÖRORKULÍFEYRI BARNALÍFEYRI BÆTUR ÚT SJÚKRASJÓÐI Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar Suðurlandsbraut 30, Reykjavík Sími 314399 Verkamannafélagið Dagsbrún Lindargötu 9, Reykjavík Sími 25633 Verkakvennafélagið Framsókn Skipholti 50A, Reykjavík S ími 688930 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.