Vinnan - 01.04.1992, Page 23
23
Eftirspurn eftir handflökurum eykst sífellt. Fleiri námskeið
íhandflökun eru fyrihuguð. (Myndir: Víkurfréttir)
skeið, segir Guðmundur
Bjarnason fiskverkandi í
samtali við Vinnuna.
Hjá honum starfa fjórir
handflakarar, tveir útlend-
ingar og tvær íslenskar kon-
ur. Önnur þeirra lærði
einmitt handtökin á fyrr-
nefndu námskeiði.
-Okkur Guðrúnu Ólafs-
dóttur hjá Verkalýðsfélaginu
samdist svo um að yrði nýt-
ingin á flökunarnámskeiðinu
minni en eðlilegt mætti telj-
ast yrði mér bætt það upp.
En til þess kom ekki, nýting-
in var allt að því frábær, seg-
ir Guðmundur Bjamason og
hlýtur þar með að vera á-
nægður með þann flakara
sem hann réð til sín að nám-
skeiðinu loknu.
Guðrún Ólafsdóttir segir
að eftirspurn eftir handflök-
urum sé sífellt að aukast og í
ráði sé að halda fleiri nám-
skeið á Suðumesjum.
-Þetta fyrirkomulag
reyndist ágætlega: Fólkið
leggur fram vinnu í tvo daga
og fær kennslu í staðinn,
segir Guðrún í samali við
Vinnuna.
Starfsfræðslunefndin hélt
síðan annað námskeið í
handflökun í febrúar í Fisk-
vinnsluskólanum í Hafnar-
firði. Þangað komu átta
manns, sem hver um sig var
reiðubúinn að greiða 8000
króna námskeiðsgjald. Ekki
var það þó verkafólk, heldur
mætti nefna það “tómstunda-
flakara”, fólk sem rær til
fiskjar á sumrin sér til hress-
ingar og dægrastyttingar en
átti eftir að læra almennilega
að flaka.
Þg-
GOÐ
DEKK
A
GÓÐU
VERÐI
RÉTTARHÁLS 2. S. 814008 & 814009 - SKIPHOLTI 35. S. 31055
VINNAN