Vinnan


Vinnan - 01.04.1992, Síða 26

Vinnan - 01.04.1992, Síða 26
26 Fiárfestingaræði Bifreiðaskoðunar utan skynsemismarka Karl Ragnars forstöðumaður Bl: „Ovandaðir sleggjudómar" Megin meinsemdin í núverandi fyr- irkomulagi bifreiöaskoðunar á Is- landi er skortur á aðhaldi við verð- lagningu þjónustu Bifreiðaskoðunar íslands og afrakstrinum hefur verið varið til að standa undir fjárfest- ingaræði sfyrirtækisins. Svo geyst hefur verið farið í uppbyggingu að það hlýtur að teljast vera utan skyn- semismarka. Þetta er ein af megin niðurstöðum vinnuhóps ASI og VSI sem skipuð var til að meta horfur í verðlagsþróun hvað varðar rekstur á bifreiðum og þá þætti sem mest hafa áhrif á bifreiðakostnað. -Þetta eru óvandaðir sleggjudómar, og það veldur mér vonbrigðum að tveir há- skólaborgarar, sem sæti áttu í vinnu- hópnum, skuli vinna svona ófaglega, segir Karl Ragnars forstöðumaður Bif- reiðaskoðunar. Skömmu eftir að skýrslan kom út á- kvað stjórn Bifreiðaskoðunar að falla frá einkarétti fyrirtækisins til bifreiðaskoð- unar, sem átti að gilda til aldamóta, þannig að aðrir en Bifreiðaskoðun megi skoða bíla frá árinu 1994. Karl Ragnars segir að sú ákvörðun sé ekki viðbrögð við skýrslunni, heldur svar við bréfi dómsmálaráðherra frá 27. janúar um ný viðhorf í bifreiðaskoðun vegna evrópskra staðla sem nýlega hafi verið teknir upp. -Stjórn Bifreiðaskoðunar og starfs- fólki er einnig kappsmál að reka af sér það slyðruorð að þetta sé einokunarfyrir- tæki, segir Karl Ragnars. I skýrslu verðlagshópsins er einkum gagnrýnd sú ákvörðun að reisa níu skoð- unarstöðvar á aðeins fimm árum þótt einkaréttur Bifreiðaskoðunar sé til 12 ára og hægt hefði verið að dreifa kostnaðin- um á þann tíma. Bent er á að þessar framkvæmdir séu fjármagnaðar með þeim gífurlega hagnaði sem fyrirtækið hafi haft af umsjón með bifreiðaskrá og sölu númeraplatna. Tekjur BÍ af gjaldi fyrir eigendaskipti og nýskráningu voru um 153 milljónir króna á síðasta ári og hækkuðu verulega frá fyrra ári. Tekjur af sölu númeraplatna, sem keyptar eru af fangelsinu á Litla-Hrauni og seldar með .210 prósenta álagningu, voru 32 milljón- ir. Vinnuhópurinn telur að afnema þurfi einokun Bifreiðaskoðunar og fela hana bifreiðaverkstæðum. Einnig að nýir bílar skuli skoðaðir í fyrsta sinn eftir tjögur ár en síðan annað hvert ár í stað þess að nú eru bflar skoðaðir eftir þrjú ár og síðan á hverju ári. Þá er bent á að einungis verk- stæði á höfuðborgrasvæðinu og ef til vill á Akureyri gætu uppfyllt evrópska staðla um bifreiðaskoðun yrðu þeir teknir upp hér. Landsbyggðin mundi því ekki njóta góðs af aukinni samkeppni vegna þess að ekki er rekstrargrundvöllur fyrir sérstök- um skoðunarfyrirtækjum þar. Af þeim sökum telur vinnuhópurinn að leita þurfi annarra leiða til að tryggja óhlutdrægni við bifreiðaskoðun. Karl Ragnars segir að dómsmálaráðu- neytið muni setja nýjar reglur um frjálsa samkeppni í bifreiðaskoðun en telur það rétt vera að verkstæði á landsbyggðinni geti ekki sett upp fullnægjandi skoðunar- stöðvar, það sé of dýrt. Sem dæmi um það nefnir hann að verið sé að reisa skoðunarstöð á Húsavík, sem kosti 25 milljónir króna, fyrir utan þjálfun starfs- fólks og kostnað við mannahald. En hann bætir því við að um 60 af hundraði allra bíla á Islandi séu á höfuðborgar- svæðinu. -En það er fráleitt að ætla að bjarga at- vinnulífi á landsbyggðinni með því að kasta fyrir róða þeirri uppbyggingu sem Bifreiðaskoðun Islands hefur staðið fyrir, segir hann. Vinnuhópur ASÍ og VSÍ hefur lagt til ákveðnar úrbætur, sem reiknað hefur verið út að hefðu sparað nærri 167 millj- ónir króna á síðasta ári hefðu þær verið komnar til framkvæmda. Lagt er til að notendur bifreiðaskrár séu aðeins látnir greiða fyrir afnot í samræmi við raun- kostnað, nýjar reglur um tíðni bifreiða- skoðunar teknar upp, svonefnd gerðar- skoðun afnumin nema á bifreiðum sem eru ekki framleiddar fyrir Vestur-Evr- ópu, gjald á skráningarplötum lækkað verulega, heimilt verði að sérpanta skráningarplötur sem verði seldar á háu verði, bifreiðaverkstæðum verði heimilt að skoða bíla undir eftirliti óháðs aðila og skipuð verði nefnd hagsmunaaðila til að yfirfæra og aðlaga breyttar reglur EB um bifreiðaskoðun. I vinnuhópi um verðlagsmál áttu sæti: Bjöm Grétar Sveinsson, Leifur Guðjóns- son og Gylfi Arnbjörnsson hagfræðing- ur, af hálfu ASÍ og Pétur Óli Pétursson, Ragnar Ragnarsson og Kristján Jóhanns- son hagfræðingur af hálfu VSÍ. Þg- VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.