Vinnan


Vinnan - 01.04.1992, Blaðsíða 29

Vinnan - 01.04.1992, Blaðsíða 29
29 Formanna- skipti hjá Einingu á Akureyri Stjórnarkjör stendur fyrir dyrum hjá verkalýðsfélaginu Einingu á Akureyri. Þá verður skipt um formann, því Sævar Frímannsson, sem hefur verið formaður Einingar frá árinu 1986, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Sævar segir í samtali við Vinnuna að hann hafi ákveðið þegar síðastliðið haust að draga sig út úr stjórn Einingar og þá þegar beðist undan kjöri til hvers konar trúnaðarstarfa á vegum verkalýðshreyfingarinnar. Sœvar Frímannsson formaður Einingar. Sævar réðst til starfa hjá Einingu árið 1977 og var starfsmaður félagsins næstu árin. Árið 1980 var hann kosinn varafor- maður félagsins og formaður sex árum síðar. Hann átti sæti í framkvæmdastjórn Verkamannasambandsins frá 1985 til 1989 og á nú sæti í sambandsstjóm Al- þýðusambandsins og miðstjórn. Sævar segir í samtali við Vinnuna að hann hyggist ganga úr miðstjórn á Alþýðu- sambandsþingi næsta haust. f vetur sendi verkalýðsfélagið Eining stjórnar- og trúnaðarmönnum bréf þar sem könnuð var afstaða þeirra til ýmissa þátta í starfi félagsins, en þeir jafnframt beðnir að segja hug sinn um það hverja þeir vildu sjá í forystu þess eftir stjómar- kjör. Heimtur voru ákaflega slæmar, en innan við helmingur sendi svör til baka. Niðurstaða þessarar skoðanakönnunar er því varla marktæk. Aðalfundur Einingar verður að líkind- um haldinn í apríl eða maí. Flutningar - Fyllingarefni Vörubílar, litlir og stórir • Kranabílar, litlir og stórir.# Dráttar- bílar með malar- eða flatvagna • Vatnsbílar • Grjótbílar • Salt- og sanddreifingarbílar • Malbikskassar • Alls kon- ar möl, fyllingarefni og mold • Tímavinna • Ákvæðisvinna • ðdýr og góð þjónusta. Vörubílastöðin Þróttur 25300 - Borgartúni 33 - 25300 L UHBSmUM HELGII HÖFUÐBORGINNI r ekki kominn tími til að skreppa suður og gera eitthvað fyrir sjálfan sig. Kíkja í búðir, fara í leikhús,koma við á krá njóta skemmtunar á Hótel íslandi og fullkomna ferðina með dvöl á fyrsta flokks hóteli. Láttu þetta eftir þér, þú átt það skilið. Pantanasími 688999. Grœnt símanúmer 996099 H Ó T E L ÍSLAND Ármúli 9, 108 Reykjavík. VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.