Vinnan


Vinnan - 01.02.1998, Blaðsíða 4

Vinnan - 01.02.1998, Blaðsíða 4
Þróunarhjálp verði aukin Framlag Islendinga til þróunar- hjálpar hefur verið með því lægsta sem gerist í iðnríkjun- um. Þótt markmiðið síðastliðin 27 ár hafi verið að leggja 0,7% þjóðarframleiðslu til þróunar- mála hefur hlutfallið hæst farið f 0,12%. Það er margfalt lægra hlutfall en á hinum Norðurlönd- unum. Ríkisstjórn íslands hefur nú ákveðið að auka þróunarað- stoð í áföngum á næstu 6 árum úr 178 milljónum króna á síð- asta ári í 400 til 500 milljónir króna eftir 6 ár, eða úr 0,1 í 0,15%. Islendingar eru á þessu sviði langt á eftir nágrannaþjóðum sínum. Þró- unaraðstoð Islendinga hefur á sl. árum numið um 0,1% af þjóðarfram- leiðslu og íslenskir sendimenn á al- þjóðaþingum hafa mátt sitja undir spumingum og athugasemdum ann- arra þjóða manna vegna lágra fram- laga til þróunarmála í heiminum. Framlög Islendinga hafa lengi verið lægri en annarra iðnríkja. I lög- um 1971 var það markmið sett að framlög til þróunarhjálpar skyldu nema um 0,7% af þjóðarframleiðslu í samræmi við samþykkt Allsherjar- þings Sameinuðu Þjóðanna. Þetta markmið hefur aldrei náðst og hæst hefur framlag Islendinga farið í 0,12% árin 1992-1993. Á síðastliðnu ári nam það 0,1%. Ríkisstjórnin hefur nú samþykkt að auka framlag til málaflokksins og er miðað við aukningu úr 0,1 í 0,15% árið 2003. Þannig munu framlög til Þróunarsamvinnustofnunar aukast um 300 milljónir, úr 172 milljónum í um 500 milljónir. Þetta er aðeins spor í rétta átt því enn er langt í að 0,7% markmiðið náist. Þróunarhjálp iðnríkjanna hefur verið í lágmarki á síðastliðnum árum og hefur ekki verið minni síðan 1950 þegar mælingar hófust. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hef- ur skýrt frá því að árið 1995 hafi ríkin 21 í OECD aðeins varið sem svarar til 0,27% af þjóðarframleiðslu til þró- unarhjálpar miðað við 0,34% árið 1990. Danir tróna á toppnum með 1,04% en Bandaríkin eru langneðst með aðeins 0,1% (Sama hlutfall og Islendingar). Markmið Sameinuðu þjóðanna er að 0,7% af þjóðarfram- leiðslu verði varið til þróunarhjálpar. Norðurlöndin auka framlög sín Þótt framlög iðnríkja til þróunarmála hafa farið lækkandi á undanförnum árum hafa Norðurlöndin verið að auka sín framlög. Finnar ætla á þessu ári að auka framlög sín til þróunar- hjálpar um 10% eða í 0,36% þjóðar- frameliðslu. Svíar ætla einnig að auka sitt framlag. Þeir hafa á undan- fömum árum varið 0,7% þjóðarfram- leiðslu til þróunarmála en ætla að ná 0,72% um aldamót og stefna að 1%. Þótt prósentuhlutfallið haldist svo að segja til aldamóta er gert ráð fyrir að um allt að 20% aukningu í krónutölu verði að ræða vegna örrar aukningar þjóðarframleiðslu í landinu. I krónum talið gera Norðmenn ráð fyrir að auka framlag sitt um 9,4% á þessu ári. Norðmenn leggja nú 0,85% til þróunarmála en verða í árslok komnir í 0,88%. Norsk stjórnvöld stefna einnig á 1%. Danmörk er það land í heiminum sem ver hæstu hlutfalli þjóðarfram- leiðslu til þróunaraðstoðar, eða rúmu 1%. Danir ætla að halda því hlutfalli en vegna aukningar þjóðartekna þýð- ir það um 400 milljóna dkr. hækkun. Þess má geta að væru öll framlög Dana til þróunarlanda eða fólks frá þróunarlöndunum tínd til næðu þeir 1,2%. öttekt á próunarsamvinnu ■■■ Þróunarsamvinnustofmm íslands einbeitir sér að verkefnum tengdum sjávarútvegi. hagfræðingur, og var skýrsla hans lögð til grundvallar þegar teknar voru ákvarðanir um að auka framlagið. Að mati Jónasar hefur starfsemi Þróunar- samvinnustofnunar í heildina litið tekist ágætlega. Þó hafi starfsemin gengið erfiðlega framan af í öllum löndum, oft hafi skort undirbúning, stefnumörkun og samráð við heima- menn. Þróunarsamvinnustofnunin einbeitr sér að verkefnum tengdum sjávarútvegi en ekki hefur tekist að koma á viðvarandi rekstri skipa í löndunum. Framtíðaráformin sem fjárfram- lagið miðast við eru að halda marg- hliða þróunaraðstoð í sama hlutfalli af þjóðarframleiðslu og á undanföm- um árum. Undirbúa á ný verkefni í tvíhliða þróunaraðstoð og að nokkru að beina athyglinni til nýrra greina. Allmörg ný verkefni eiga að koma til framkvæmda árið 2000 og enn frekar fram til ársins 2003. Loks á að auka samstarf við frjáls félagasamtök. Leggja á aukið fé til undirbúnings verkefna og er gert ráð fyrir að kostn- aður vegna undirbúnings og stjómun- ar verkefna muni aukast úr 10% í 16% á þessu ári. Það er talið forsenda þess að hægt sé að huga að nýjum verkefnum. Upplýsingar og mynd eru úr fréttabréf- um um þróunarmál sem Þróunarsamvinnu- stofnun Islands gefur út. Milljarða hætiir til námuverkaiiianna Tímamótadómur var kveðinn upp í Bretlandi fyrir skemmstu þegar sex námuverkamenn, sem þjást af langvinnum sjúkdúmum af völdum kolaryks, unnu skaðabótamál gegn bresku ríkisstjórninni. Talið er að tugir þúsunda svipaðra kæra geti komið fram frá námuverkamönnum sem orðið hafa fyrir heilsutjúni. Afleiðingarn- ar gætu orðið hæsti skaðabútareikningur á einn atvinnurekanda í Bretlandi frá upphafi. Ríkisfyrirtækið sem rak kola- ná Veturinn 1996-1997 vargerð heildar- úttekt á þróunarsamvinnu Islands. Um úttektina sá dr. Jónas H. Haralz, námumar British Coal, var lagt niður í ársbyrjun en skuldbindingar þess færðar á hendur ríkissjóði. Það kemur því í hlut ríkissjóðs Bretlands að greiða bæturnar sem á endanum gætu kostað skattgreiðendur um einn milljarð punda, eða um 120 milljarða íslenskra króna. Skipulagsstofnun Samkvæmt nýjum nýjum skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 og 135/1997 tók Skipulagsstofnun viö hlutverki Skipulags ríkisins 1. janúar 1998. Hlutverk stofnunarinnar samkvæmt lögum er: a. aö hafa eftirlit með framkvæmd laga þessara og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim, b. að veita ráðgjöf um skipulags- og byggingarmál, c. að fylgjast með stöðu skipulagsmála í sveitarfélögum, d. að aðstoða sveitarfélög og leiðbeina þeim við gerð skipulagsáætlana, e. að láta í té umsagnir um ágreiningsmál á sviði skipulags- og byggingarmála, f. að sjá um að upplýsingar um áætlanir um landnotkun á landsvísu séu fyrir hendi og stuðla að innbyrðis samræmi þeirra, g. að annast og stuðla að rannsóknum á sviði skipulags- og byggingarmála í samvinnu við hlutaðeigandi stofnanir og hagsmunaaðila, svo og að annast eða stuðla að útgáfu upplýsinga um þau mál, h. að fylgjast með og veita upplýsingar um ferlimál fatlaðra, i. að framfylgja ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun Laugavegi 166 150 Reykjavík Sími: 562 4100 Tölvupóstur:skipulag@skipulag.is Grænt númer: 800 6100 Fax: 562 4165 Heimasíða: www.skipulag.is Námuverkamönnunum sex sem höfðuðu prófmálið voru dæmd tíu þúsund pund í skaðabætur hverjum um sig vegna sársauka, þjáninga og skertrar starfshæfni af völdum lungnaþembu og viðvarandi bronkítis eða berkjubólgu. Allar kröfurnar nema ein voru lækkaðar vegna reyk- inga viðkomandi. Dómurinn féllst ekki á kröfur tveggja manna sem kröfðust skaðabóta vegna annarra lungnasjúkdóma svo sem asma. Reiknað er með að mun hærri skaðabætur verði ákveðnar í febrú- ar eftir að frekari sannanir hafa ver- ið lagðar fram vegna annars tjóns, svo sem skertra tekna og læknis- og umönnunarkostnaðar. Breska viðskipta- og iðnaðar- ráðuneytið hefur þegar falið lög- mönnum sínum að hefja samninga- viðræður við þá námuverkamenn sem enn eiga útistandandi kröfur sem standast skilyrði dómsins í máli sexmehninganna. Þar segja menn að ríkulegar sannanir séu fyr- ir því að breskir kolanámustjórn- endur hafi sett kolaframleiðsluna ofar heilsu og öryggi starfsfólksins. Fyrirtækinu hafi mistekist að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að draga úr áhrifum kolaryksins og ekki hvatt til notkunar öndunar- gríma sem fáanlegar voru frá miðj- um sjöunda áratugnum. Breska ríkisstjómin sagðist við- urkenna að stjórnarhættir British Coal hefðu leitt til þess að fjöl- margir námuverkamenn þjáðust af lungnasjúkdómum. Orkumálaráð- herra Breta, John Battle, sagði að ráðstafanir yrðu gerðar eins fljótt og auðið væri til að mæta skaða- bótakröfum námuverkamanna. Áfellisdómur yfir fyrirtækinu Tom Jones frá Thompsons lög- fræðistofunni flutti mál eins námu- ;í !*!< Bresku kolanámuverkamönnunum voru dœmdar skaðabætur vegna langvinnra öndunarsjúkdóma. Sannað þykir að fyrirtœkið hafi ekki hvatt til notkunar öndunargríma. verkamannanna og segist hafa 3000 sams konar mál á borðinu hjá sér. Tom lýsti niðurstöðu dómsins sem sögulegum viðburði í lögfræðinni. Annar lögmaður, Peter Evans, sem fór með mál ftmm námuverkamanna sagði niðurstöðuna vera áfellisdóm yfir British Coal, allri starfsemi þess og allri sögu fyrirtækisins. Einn námuverkamannanna fyrr- verandi sem fór með mál sitt fyrir dóm er Glyn Jones, 71 árs. -Ég myndi frekar vilja halda heilsunni en fá fjárhagslegar bætur, segir Glyn. - En þessi langa barátta hefur verið þess virði ef hún gerir þúsundum manna kleift að leggja fram kröfur. Connie Wells, ekkja námuverka- manns, hélt aftur af tárunum þegar hún frétti af dómsúrskurðinum. Eig- inmaður hennar, Sam, lést árið 1994 á 71 árs afmæli sínu, án þess að vita hvemig kæmmál hans myndi fara. - Sam hefði orðið stoltur yfir því að réttlætið náði loksins fram að ganga. Þetta mál mun hjálpa mörgum fjöl- skyldum sem enn eiga um sárt að binda, sagði Connie. Connie tók að sér hlutverk eigin- manns síns í málarekstrinum þegar hann lést og var meðal þeirra sem lögðu fram vitnisburð í réttinum. - Sam varð svo veikur að hann eyddi síðustu fimm árum lífs síns í kvölum. Þetta hefur tekið mjög á mig en ég var harðákveðin í að fylgja þessu eft- ir fyrir hann. Byggt áfrétt BBC Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.