Vinnan


Vinnan - 01.11.1998, Blaðsíða 4

Vinnan - 01.11.1998, Blaðsíða 4
Þjóðfélag fyrir fólk á öllum aldri Alþýðusambandið stóð í sl. mán- uði fyrir ráðstefnu um starfslok í samvinnu við BSRB og Landssam- band eldri borgara. Ráðstefnan sem bar yfirskriftina „Þjóðfélag fyrir fólk á öllum aldri“ var haldin þann 1. október sl. en sá dagur markaði upp- haf árs aldraðra hjá Sameinuðu þjóð- unum. Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðis og tryggingamálaráðherra, flutti ávarp til kynningar á ári aldr- aðra og boðið var upp á ýmis skemmtiatriði. Meginhluti dagskrár- innar samanstóð hins vegar af erind- um þar sem lögð var áhersla á félags- lega stöðu eldri borgara, undirbúning starfsloka og virkni fólks að þeim loknum. I máli fleiri en eins ræðu- manns kom fram hversu mikilvægt væri að gera eitthvað með fólki en ekki fyrir það. Breyta þyrfti ímynd aldraðra, hætta að hugsa um hvað hægt væri að veita þeim, fremur ætti að huga að því hvað aldraðir gætu veitt sér. Þórunn Sveinbjömsdóttir, formað- ur Sóknar, sat í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar fyrir hönd ASI, ásamt þeim Pétri A. Maack frá VR, og Eddu Rós Karlsdóttur, hagfræðingi ASI. Þómnn segist vera mjög ánægð með ráðstefnuna, bæði hafi mæting verið góð og vel tekið í erindin sem flutt voru. „Ráðstefnan var verka- lýðshreyfingunni til sóma“, segir hún. „Vandinn er hins vegar að fylgja málunum eftir og það veltur á hverju félagi fyrir sig.“ I erindi sínu á ráðstefnunni ræddi Þómnn um verkalýðshreyfinguna og starfslok félagsmanna. Hún sagði mikilvægt að hjá félögunum væri hægt að fá allar upplýsingar þannig að eldri félagsmenn gætu haldið á- fram að leita til síns félags. Helst þyrfti að sérhæfa fólk í þjónustu við eldri félagsmenn og benti hún þá sér- staklega á skrifstofur ASÍ og risafé- laganna tveggja. Þórunn ítrekaði nauðsyn námskeiða um starfslok og vísaði þá í reynslu Sóknar en könnun hjá eldri félagsmönnum sýnir að slfk námskeið gefa góða raun. „Helst þyrfti að halda slík námskeið tvisvar fyrir hvern einstakling", sagði Þór- unn. „Fyrst fáeinum ámm fyrir starfs- lok þar sem lögð væri áhersla á að fólk undirbyggi sig og liti á árin framundan sem' áhugaverð. Síðan um það leyti sem fólk hættir störfum." Þá ræddi Þórunn sveigjanleg starfslok og benti á að breytt heilsufar og lengri lífaldur krefðist breyttra viðhorfa. Hún sagði að kannanir sýndu að fólk vildi eiga kost á að starfa lengur og þá helst í hlutastarfi. Þess vegna hefði verkalýðshreyfingin farið að huga að auknum sveigjan- leika. I framhaldi af því ræddi Þómnn lífeyrissjóðakerfið og aukna val- möguleika þess með opnun á séreign- ardeildum. Þórunn kynnti síðan eftirfarandi markmið ASÍ og BSRB vegna eldri félagsmanna í aðildarsamtökunum: Að tengsl félagsmanna við starfslok rofni ekki við sitt félag. Að sá mannauður sem eldri félagar em verði virkjaður til félagsstarfa innan félaga. Að starfslokanámskeið verði fest í sessi og haldin árlega. Að koma á virku samstarfi eldri fé- laga sem hættir eru störfum við stjómir stéttarfélaganna. Að stéttarfélög hafi á að skipa upp- lýsingum varðandi starfslok fyrir félagsmenn sína. Að stéttarfélög hafi að leiðarljósi að aldursdreifing í stjómum og ráðum félaganna endurspegli alla aldurs- hópa. Að samtök launafólks og Landsam- band aldraðra haldi uppi öflugu fræðslu- og kynningarstarfi um starfslok og sameinist um að þrýsta á þá opinberu aðila sem hafa skyldur á þessu sviði. Lára Björnsdóttir.félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar, stýrði pallborðsumrœðum en þátttakendur í þeim voru Anna Jónsdóttir og Bjarnfríður Leósdóttir.frá Lands- sambandi aldraðra, Soffía Egilsdóttir.félagsráðgjafi, Ogmundur Jónasson, formaður BSRB, Grétar Þorsteinsson,forseti ASÍ, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Sambandi íslenskra sveitaifélaga og Jón Helgason, oddviti framkvœmdastjórnar árs aldraðra 1999. Pétur A. Maack, varaformaður VR og ráðstefnustjóri, ásamt Ingibjörgu Pálma- dóttur, heilbrigðisráðherra, sem ávarpaði ráðstefnuna, og Hötlu Halldórsdóttur, forseta bœjarstjórnar Kópavogs. Þjóöfélag fgrirfólk á < t<>99 menningarlífi í þjóðfélaginu. Að fólk láti ekki skipa sér á sérstaka bása í þjóðfélaginu. Að fólk hafi fullan sjálfsákvörðunarrétt í öllum sínum málum. Að sveitarfélög, ríki og verkalýðshreyfing skapi ytri aðstæð- urnar, síðan sjái fólkið sjálft um framkvæmdina. Að gera eitthvað með fólki en ekki fyrir það Starfslok sem framhald fnemun en endalok „Við starfslok finnum við einhverja mestu stöðubreytingu sem verður á seinni hluta fullorðinsáranna, sagði Berglind Magnúsdóttir, sálfræðingur á Landakoti og ítrekaði að ekki væri undarlegt að margir kviðu þessum Grétar Þorsteinsson,forseti ASI, leitar að lausu sœti íþéttskipuðum salnum í Gullsmáranum í Kópavogi. Að endurskoðun fari fram á lögum um almannatryggingar og samspil þeirra við lífeyrissjóðakerfið. Að samtök launafólks taki þátt í um- ræðu urn sveigjanleg starfslok Mikilvægt að draga sig ekki í lilé við starfslok Aðalsteinn Sigfússon félagsmála- stjóri í Kópavogi benti á að ráðstefn- an hefði í raun víðtæka þjóðfélags- lega skírskotun. „Það má rökstyðja það að eðlileg og farsæl starfslok fólks hafi áhrif á aðra þætti í þjóðfé- laginu", sagði Aðalsteinn. „Að frjótt og innihaldsríkt líf einstaklinganna muni lækka kostnað við stofnanir fyrir aldraða. Það leiðir að sjálfu sér að einstaklingur sem gengur af vinnumarkaði með fullri reisn og heldur áfram að lifa eðlilegu og frjóu lífi hefur miklu meiri líkur á að halda andlega og líkamlega góðri heilsu lengur en sá sem lendir í einangrun eða er settur á sérstakan bás forræðis- hyggjunnar." Aðalsteinn lýsti síðan hugmynda- fræði Frístundahópsins Hana-nú sem starfar í Kópavogi. Kjami hennar er að fólk sé sjálft vel undirbúið fyrir starfslok og dragi sig ekki í hlé við að hverfa af vinnumarkaði, eða eins og hópurinn orðar það: Að fólk byrji að undirbúa ellina meðan það er enn á vinnumarkaði. Að eftir verklok haldi fólk áfram að taka virkan þátt í öllu almennu félagslífi, skemmtanalífi og tímamótum. Astæðan væri sú að vinnan hefði mikil áhrif á skipulagn- ingu daglegs lífs og réði því að stór- um hluta hvaða fólk maður umgeng- ist. Starfslokakvíðinn snerist því oft upp í hreina hræðslu við hið óþekkta, ófyrirsjáanlega og jafnframt óvissu um eigin viðbrögð. Hún benti jafn- framt á að eftir starfslok þyrfti fólk að endurskipuleggja daglegt líf og í mörgum tilfellum gæti það reynt vemlega á hjónabönd fólks. Berglind sagði hugmyndir manna um starfslok vera að breytast. Aður fyrr hefði fólk litið á starfslokin sem eins konar verðlaun sem fólk átti skilin eftir mikla vinnu, nú væri hins vegar farið á líta á þau sem framhald vinnunnar. Að sögn Berglindar er mikilvægt að líta á starfslok sem eðli- lega þróun í lífi hvers manns, upphaf að nýju tímabilli fremur en endalok. Hún tók síðan undir með Aðalsteini að mikilvægt væri að fólk undirbyggi starfslok sín vel enda sýndu kannanir að því betur sem fólk væri undirbúið fyrir þessi tímamót, þeim mun betur liði því í framhaldinu. Þess vegna væri rétt að tala um starfslok sem yf- irfærslu, yfirfærslu sem felur í sér ný áhugamál, nýjan tilgang og athafna- semi. Tímabilinu eftir starfslok tengdust sérstakar væntingar, verk- efni og áskoranir, ekki mætti tengja það athafnaleysi. Berglind ræddi að lokum hvort starfslok hefðu í för með sér þung- lyndi eða breytingar á sjálfsvirðingu. Hún vísaði í niðurstöður rannsóknar þar sem sýndu að starfslok hefðu ekki neikvæð áhrif á líðan fólks. Því virtist sem óvissan, kvíðinn og hræðslan við tilvonandi starfslok hefðu neikvæðari áhrif en starfslokin sjálf. Ef til vill er þó munur á viðhorfi kvenna og karla til starfsloka, eins og Berglind nefndi en hún vísaði í er- lenda rannsókn sem sýnir að karlar eru almennt ánægðari eftir starfslok en konur. Athyglivert er að karlar sem höfðu verið ánægðir í starfi voru ánægðastir eftir starfslok en þessu er öfugt farið með konumar. Astæðan er talin sú að konurnar eiga yfirleitt slitrótta starfsævi að baki og eru því ekki eins sáttar við sinn feril. Einnig skiptir máli að karlamir höfðu undir- búið sig betur fyrir starfslokin. Þjónnsta stéttarfélaganna við eldri félagsmenn Aðildarfélög ASÍ sinna eldri fé- lagsmönnum með margvísleg- um hætti öðrum en þeim birtist í baráttu heildarsamtaka launafólks fyrir kjömm og réttindum aldraðra. Eldri félagsmenn stéttarfélaga greiða yfirleitt ekki félagsgjald en halda samt sem áður öllum réttind- um í félaginu. Víðast hvar er lögð á- hersla á að eldri félagar taki virkan þátt í öllu almennu félagsstarfi og stéttarfélögunum ber saman um að þeir séu yfirleitt duglegir við að sækja fundi, fara í ferðir á vegum félaganna og mæta á skemmtisam- komur. Mörg félög bjóða að auki upp á sérstakar ferðir fyrir eldri fé- laga og/eða halda þeim kaffisam- sæti. Þá þekkist að orlofssjóðir greiði eina ferð með félaginu á ári fyrir eldri félaga og eldri félagar geta einnig nýtt orlofshúsin áfram. Talsmönnum stéttarfélaga ber saman um að stéttarvitund eldri fé- laga sé rík. Þeir sinna gjarnan á- kveðnum verkefnum fyrir félögin. Dæmi eru um að eldri félagar hafi tekið virkan þátt í að safna efni um sögu viðkomandi stéttarfélaga. Hjá VR eru eldri félagar áfram í trúnað- armannaráði eins lengi og þeir kjósa sjálfir. Þeir teljast þá ekki lengur fulltrúar starfsmanna hjá viðkom- andi fyrirtæki heldur fulltrúar þeirra sem komnir eru af vinnumarkaði. I Trésmiðafélagi Reykjavíkur er starfandi sérstök öldunganefnd sem kosin er beint og þess er gætt að halda góðu sambandi við eldri fé- laga. Mörg félög halda reglulega starfslokanámskeið fyrir félags- menn sína, gjaman námskeið MFA sem ber yfirskriftina „Arin okkar”. Kannanir leiða einnig í ljós að eldri félagar eru duglegir að sækja nám- skeið sem boðið er upp á. Eldri félagsmenn leita mikið til stéttarfélaga sinna til að fá aðstoð við að rata í þeim frumskógi sem mörgum virðist bótakerfi almanna- trygginga vera. Þá aðstoða félögin eldri félaga gjarnan við umsóknir um greiðslur frá lífeyrissjóðum. Algengt er að minni stéttarfélög styrki margvíslegt félagsstarf eldri borgara með einum eða öðrum hætti og má þar nefna útgáfur á þeirra vegum, samkomur eða ferða- lög. Þá þekkjast dæmi þess að stéttar- félög hafi tekið beinan þátt í eða styrkt sérstaklega byggingu fbúða fyrir aldraða eða dvalarheimila. Stéttarfélög hafa einnig styrkt tækjakaup og/eða uppbyggingu fé- lagsaðstöðu. 4 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.