Vinnan


Vinnan - 01.11.1998, Blaðsíða 10

Vinnan - 01.11.1998, Blaðsíða 10
í alvöru talað# Brynhildur Þórarinsdóttir skrifar Herinn bnrt en her- mannssjnina á þing Haustið fyrir kosningar til Al- þingis er alltaf sérstaklega skemmtilegt fyrir áhugafólk um pólitík. Þá skjótast nefnilega út úr skúmaskotum félagasamtaka og í- þróttaklúbba, sveitastjórna, kvenfé- laga, skákklúbba, rótarý, kíwanis, læjons og AA hinar ótrúlegustu fé- lagsmálaspírur og lýsa yfir áhuga (eigin eða annarra) á að setjast á þing. „Jú vissulega hefur verið skorað á mig“ verður algengasta setningin í heitu pottunum enda er enginn mað- ur með mönnum nema nafn hans hafi einhvern tímann komið upp í tengslum við prófkjör. Þetta haust er engin undan- tekning. Þetta haust býður hins vegar upp á auka-bón- us, óvæntan glaðning fyrir áhugafólk um pólitískuna. Bónusinn er endalausir græðlingar á greinum hins ís- lenska stjórnmálatrés. Nýir flokkar og flokksbrot og ferskir flokksmenn og endurunnir mynda nýjar greinar meðan gamlir flokkar kvíslast í fleiri greinar eða vaxa óvænt saman. Það sem einu sinni aðskildi flokka er nú orðið að sameiningar- tákni. Herinn sem enginn man leng- ur eftir að er héma hefur allt í einu náð að sameina jafnaðarmenn en á fyrir bragðið að taka saman föggur sínar og fara burt. Hermennirnir eiga að fara heim en eftir verða fá- einir hermannssynir. Sá elsti þeirra ætlar á þing - aftur og nýbúinn. Hann er orðinn liðsfor- ingi í zetuliðinu og ætlar því stóra hluti. „Þorskurinn skoraði á mig“, segir foringinn og ætlar að frelsa þennan konung krónupeningsins úr klóm sægreifa og frjáls- hyggjuskæruliða. Það er ljóst að þeir sem hafa passað þorskinn á krónupeningum þjóðarinnar í hvelf- ingum þjóðarbankans eru best til þess fallnir að koma honum í réttar hendur. Miklu betur til þess fallnir en vinstri mennirnir sem þekkja ekki muninn á hægri og vinstri, hvað þá ýsu og þorski, og ná ekki saman um neitt nema það að vera ó- sammála um suma hluti og ræða aðra síðar. Hvað vita menn líka um útgerð sem eru stöðugt á útferð? Sameinaðir ströndum vér, sundraðir tollum vér, er mottóið. Fólksfjöld- inn í flokkunum fylgir veðurspánni. Mínus þrjú einn daginn, mínus fjór- ir þann næsta. Svo hellidemba. Vinstra megin við vinstri eru svo vinstri mennimir sem keyptu einka- réttinn á nafninu. - Þeir em reyndar á móti einkabissness í sjálfu sér en engin regla er án undantekninga. Vinstri mennirnir kallast hins vegar ekki vinstri menn nema í hálfum hljóðum. Opinberlega eru þeir ó- háðir. Þurfa greinilega enga styrki, engan stuðning og enga kjósendur, þeir em engum háðir, eiga sig sjálf- ir. Aðeins norðan við miðju em svo flokksmenn bændaflokksins. Þetta er ekki spurning um vinstri eða hægri í þeirra augum heldur norður og suður, íslenskan merg eða möl- ina. Meðan aðrir flokkar biðja um umboð kjósenda fara þeir fram á amboð, í það minnsta hjálp við sláttinn. Bændaflokkurinn er í slæmri klípu eftir sambúðina með risanum og þarf að hressa upp á í- myndina fyrir vorið. Flokkurinn hefur meira að segja boðað til próf- kjörs víða um sveitir (milli tilhleyp- inga og sauðburðar). Og foringinn, sá eini sanni, hinn hermannssonur- inn, ætlar að leggja spilin á borðið og opinbera einkalíf sitt í jólabóka- flóðinu til að krydda ímynd flokks- ins. Þeir sem eru hinum megin við vinstri, sameinað vinstri, sameinað vinstri, óháð vinstri, and-frjáls- hyggju, þorskvini og hermannssyni standa hins vegar rólegir hjá. Það er einfaldlega engin þörf á að gera neitt þegar andstæðingar sjá sjálfir um að kála sér. Þá er hægt að stinga fótunum í flíkaskóna, leggjast upp í sófa og draga nokkrar ýsur (utan kvóta). Þetta er gósentíð fyrir risann sem dormað getur óhyggjulaus á sófanum. Það þarf ekkert minna en jarðskjálfta til að vekja risana í æv- intýrunum, þær hræringar sem nú eru í gangi gera lítið meira en að kitla hann í gegnum svefninn. AUKIN ÖKURETTINDI • leigubifreið • vörubifreið • hópbifreið • eftirvagn ASÍ félagar athugið! AUKIN RÉTTINDI = AUKNIR ATVINNUMÖGULEIKAR ÖKUSKÓLI S.G. heldur námskeið til aukinna ökuréttinda allan ársins hring. Námskeið hefjast á fjögra vikna fresti. Ökuskóli S.G. hefur útskrifað um 900 nemendur eða um 40% þeirra sem sótt hafa nám til aukinna ökuréttinda frá þvi námið fluttist frá hinu opinbera til einkarekinna ökuskóla. Hagstætt verð og góðir greiðsluskilmálar Visa og Euro raðgreiðslur til allt að 36 mánaða Skuldabréf til allt að 24 mánaða Ath! mörg stéttarfélög taka að hluta þátt í kostnaði fyrir sína félaga. ÖKUSKÓLI SfMI 5811919 LEIGUBIFREID VÖHUBIFREID • HÓPBIFREID 10 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.