Vinnan


Vinnan - 01.11.1998, Blaðsíða 6

Vinnan - 01.11.1998, Blaðsíða 6
Svipmyndir frá 23. þingi Alþýöusambands Austurlands, sem haldið var að Iðavöllum Kjaramál Við gerð síðustu kjarasamninga var sett það markmið að kaup- máttur ykist marktækt meira hér á landi en í helstu við- skiptalöndum okkar. Þetta markmið hefur náðst en þrátt fyrir það telur 23. þing Alþýðu- sambands Austurlands að enn skorti á að ásættanlegur hluti af margumræddu góðæri hafi skilað sér til allra félagsmanna þess. Þannig hefst ályktun þingsins um kjara- og atvinnumál. Síðan segir orðrétt: „Allur þorri launafólks á almenn- um vinnumarkaði samdi á grundvelli launastefnu sem miðaði að áfram- haldandi stöðugleika og vaxandi kaupmætti. Með baráttu sinni náði al- mennt launafólk í gegn verulegum breytingum á skattkerfinu til hags- bóta fyrir alla landsmenn og lagði grunn að áframhaldandi uppbygg- ingu stöðugleika og kaupmáttar. Það er launafólki mikið umhugs- unarefni að í kjölfar slíkra samninga, sem byggja á yfirlýstri stefnu ríkis- stjómarinnar um launajöfnun, að op- inberir aðilar, ríkisvald og sveitarfé- lög ganga á undan með því að auka launamuninn með viðbótar launa- hækkunum til hærra launaðra hópa í samfélaginu. Það er krafa að stjóm- völd fylgi þeirri launastefnu sem aðil- ar vinnumarkaðarins og ríkisstjórn móta. Það er með öllu ólíðandi að op- inberir aðilar geri samninga sem þeir ekki geta staðið við nema með aukn- um álögum á almenning. Við gerð næstu samninga skal haldið áfram á þeirri braut sem mót- uð var í síðustu samningum, að semja um aukinn kaupmátt og stöðugleika.“ Kvótaþing Þá lýsti þingið yfir stuðningi við kvótaþing og verðlagsstofu skipta- verðs og bindur vonir við að þessi til- raun stjómvalda nái fram að ganga til að koma megi í veg fyrir kvótabrask útvegsmanna. Lýst eftir byggðastefnu I samþykktinni kemur fram að íbúum á svæðinu fari fækkandi og því lýsir þingið eftir byggðastefnu stjómvalda. Þess er krafist að hluti af því svig- rúmi sem góðærið í efnhagslífinu hefur skapað verði nýttur til að jafna aðstöðumuninn milli íbúa landsins. Sérstaklega er bent á jöfnun orku- kostnaðar og greiðslu ferðakostnaðar sjúklinga sem fá ekki þjónustu heima fyrir. Þá er þess krafist að samgöngur á svæðinu verði bættar með jarð- gangnagerð. Vakin er athygli á því að auka verði fjölbreytni í atvinnulífinu, t.d. með stofnun lítilla fyrirtækja. Rís stoniðja? Um stóriðjumál segir í ályktuninni: „- Svara þarf sem fyrst þeirri spumingu hvort stóriðja muni rísa á Reyðar- firði, svo og virkjanir henni tengdar. Fyrirhugaðar virkjanir þurfa að vera í sátt við land og lýð. Þess er krafist að sú orka sem fæst í fjórðungnum verði notuð til atvinnuuppbyggingar á Austurlandi en ekki flutt í burtu. Samhliða slíkri uppbyggingu þarf á- fram að byggja upp fjölbreytt at- vinnulíf.“ I lok ályktunarinnar um kjara- og atvinnumál krefst þingið þess að Al- þingi samþykki að hefja hvalveiðar strax á næsta ári og vísar m.a. til yfir- gnæfandi stuðnings þjóðarinnar við hvalveiðar skv. skoðanakönnunum. Menntun er lykill að lífskjörom Menntun er gjaman talin vera lykill- inn að lífskjörum fólks og þjóða. Það er almennt viðurkennt viðhorf að menntun er fjárfesting sem skilar þeim þjóðum og fyrirtækjum sem sinna henni vel aukinni hagsæld, bættri samkeppnisstöðu og vaxandi skilvirkni í atvinnulífinu. A tímum örra breytinga er nauðsynlegt að leggja áherslu á að menntun er ekki stundarfyrirbæri - hún verður að vera viðvarandi alla starfsævina. Þannig hljóðar inngangur að sam- þykkt 23. þings Alþýðusambands Austurlands um fræðslumál. Þingið fagnar hugmyndum um fræðslumið- stöð launafólks utan löggiltra iðn- greina í anda þeirra fræðslumið- stöðva sem þekktar em hjá iðnaðar- mönnum. Svo segir: „I næstu kjara- samningum er mikilvægt að ná sam- komulagi við atvinnurekendur um greiðslu endurmenntunargjalds fyrir þá hópa launafólks sem ekki hafa slík ákvæði í sínum samningum." Þingið leggur mikla áherslu á að aðilar vinnumarkaðarins vinni að því, ásamt menntakerfinu, að þróa nýjar náms- leiðir fyrir starfsfólk í atvinnulífinu með það að markmiði að gera starfs- fólk hæfara til að takast á við þær öm breytingar sem framundan eru í at- vinnulífinu. Bent er á mikilvægi Fræðslunets Austurlands í mati á þörf atvinnulífsins fyrir menntun. Þá fagn- ar þingið þeim menntunarmöguleik- um sem fjamám opnar. flukin fpæðsla fpúnaðapmanna I ályktuninni um fræðslumál segir ennfremur: „Alþýðusamband Austur- lands hvetur aðildarfélög sín til að leggja aukna áherslu á fræðslu félags- manna sinna. Bætt fræðsla trúnaðar- manna og annara félagsmanna um málefni vinnumarkaðarins gerir verkalýðsheyfinguna betur í stakk búna að sinna kjarabaráttunni hvort heldur er á sviði heildarsamtaka launafólks og/eða á hverjum vinnu- stað.“ Gjá að opnast í samfálaginu? Niðurlag ályktunarinnar hljóðar svo: „Alþýðusamband Austurlands fagnar frumkvæði launafólks utan löggiltra iðngreina sem og auknum skilningi á mikilvægi menntunar. Þrátt fyrir gott starf á síðustu árum er rnikil vinna enn fyrir höndum við að meta þarfir launafólks og bæta aðgengi þeirra að símenntun, sem og auka framboð starfsmenntunar fyrir okkar fólk. Þetta er eitt stærsta verkefní verka- lýðsfélaga í kjaramálum launafólks í framtíðinni. Ef þessu verður ekki sinnt nægjanlega vel mun myndast hyldýpi í okkar samfélagi á milli þeirra sem valda tækninni og hinna sem ekki fá tækifæri til að mennta sig.“ Skipulagsmál „23. þing ASA haldið á Iðavöllum 15. til 16. okóber 1998 telur tíma- bært að skoða alvarlega skipulag ASA og félaga innan þess. Þingið felur stjóm ASA að láta fara fram at- hugun á því hvemig framtíðarskipu- lagi stéttarfélaga á Austurlandi verði best fyrir komið. Einnig felur þingið stjórn ASA að leita samstarfs við önnur stéttarfélög á Austurlandi. 23. þing ASA leggur til við félögin innan ASA að komið verði á samnýtingu orlofshúsa og íbúða félaga innan ASA þannig að nýting þeirra verði sem best og einstakir félagar fái betri þjónustu. Þingið óskar eftir aðstoð lögfræðings og/eða skrifstofustjóra ASI við að framkvæma þá vinnu sem fylgir. Niðurstaða úr þessum athug- unum verði lögð fyrir formannafund ASA ekki síðar en í septemberlok 1999.“ Stjóm Alþýðusambands Austur- lands Forseti: Sigurður Ingvarsson, Eskifirði. Varaforseti: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, Homafirði. Ritari: Hrafnkell A. Jónsson, Fellabæ. Gjaldkeri: Skúli Hannesson, Breiðdalsvík. Meðstjórnendur: Jón Ingi Kristjánsson, Neskaupstað; Sigur- bjöm Bjömsson, Vopnafirði; Hulda Sveinsdóttir, Seyðisfirði. Varamenn: Ivar Björgvinsson, Djúpavogi; Eyþór Guðmundsson, Egilsstöðum; Stella Steinþórsdótt- ir, Neskaupstað; Þorkell Kolbeins, Homafirði; Helga Pálsdóttir, Stöðvarfirði; Lars Olsen, Reyðar- firði; Sigurður Freysson, Eskifirði. Karl Hjelmfrá Neskaupsstað, Sigurður Ingvarsson,forseti Alþýðusambands Austurlands og formaður Arvakurs á Eskifirði, Björn Grétar Sveinsson,formaður Verkamannsambands íslands, og Lars Olsen, formaður Verkalýðsféiags Reyðarfjarðar, bera saman bœkur sínar. Menntanefndþingsins að stöifum. 6 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.