Vinnan


Vinnan - 01.11.1998, Blaðsíða 8

Vinnan - 01.11.1998, Blaðsíða 8
Merkur áfangi í fræðslumálum ofaglærðra Margir gestir voru við hátíð- lega setningu Stóriðjuskólans. Hér er Björn Grétar, formaður Verka- mannasam- bands Islands á tali við Hlífar- mennina Jóhannes, Kolbein, Kolbein og Sigurð T. Fyrsti hópur nemenda Stór- iðjuskólans ásamt Birni Bjarnasyni, menntamála- ráðherra, Rannveigu Rist, forstjóra ISAL og Grétari Þor- steinssyni,for- seta ASl. í september síðastliðnum hófst kennsla í „Stóriðjuskólanum“. Um er að ræða starfsnám fyrir starfsmenn f stóriðju sem unnið hafa að lágmarki 45 mánuði við eitt framleiðsluferli í stóriðju. Samkomulag um námið náðist við ÍSAL í kjarasamningum 1997. Alls eru 18 starfsmenn í þessu námi nú á fyrsta starfsári skólans. Um er að ræða tilraun, sem verður endurmetin, eink- um með tilliti til námsskrár og námsefnis, þegar reynsla er komin á starfið. Fyrir um 5 árum síðan voru trúnað- armenn verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði í álverinu famir að ræða um möguleika á sérstöku starfsnámi fyrir ófaglærða starfsmenn í stóriðju. Málið var fyrst hreyft fyrir kjarasamninga 1995 en ekki náðist samkomulag um það í þeirri lotu. I samningunum sem voru undirritaðir þann 10. apríl 1997 náðist síðan sam- komulag milli allra hlutaðeigandi verkalýðsfélaga og Islenska álfélags- ins um málið. I samkomulaginu felst að starfsmenn hafa frjálst val um hvort þeir sækja um starfsnám og skuldbinda sig til að vinna hjá fyrir- tækinu í eitt ár eftir að námi lýkur, í sömu starfsdeild. Til að koma í veg fyrir röskun á starfsemi má setja tak- Vaka ánægð með slaginn við Techno- promexport Stjómarfundur í Verkalýðsfé- laginu Vöku á Siglufirði haldinn fimmtudaginn 22.10.1998 í fund- arsal félagsins, lýsir yfir ánægju sinni með framgöngu forsvars- manna Rafiðnaðarsambands Is- lands og Félags járniðnaðar- manna í deilum við rússneska fýrirtækið Technopromexport. Vinnubrögð þessa fyrirtækis eru hastarleg áminning til ís- lensks verkafólks almennt og hreyfingarinnar í heild, áminning um gildi og nauðsyn samstöð- unnar. Það hefði verið mjög alvarlegt slys, ef íslensk verkalýðshreyfing hefði látið það viðgangast óá- talið, að farið væri með erlenda verkamenn hér á landi, eins og þræla. Stjóm Vöku hvetur alla launa- menn í landinu til að standa sam- an um að framkoma sem þessi verði hvergi látin viðgangast. Hafi menn hinn minnsta gmn um eitthvað þessu líkt, láti þeir sín stéttarfélög vita tafarlaust, þannig að þau geti bmgðist við ef ástæða er til. Skjót viðbrögð eru nauð- synleg. Þegar stjómvöld sofa á verðinum, verða aðrir að vaka. Stjómin var sammála um að rétt væri að hrósa mönnum þegar þeir standa sig vel. Með baráttu kveðjum, Signý Jóhannesdóttir formaður Vöku markanir um fjölda þeirra sem stunda nám hverju sinni. Fyrirmyndin að þessu námi er sótt til Noregs. Nefnd til að leggja drög að námsskrá í samkomulaginu var gert ráð fyrir að skipaður yrði starfshópur þriggja frá hvorum aðila til að skilgreina fyrir- komulag námsins nánar. Fyrir hönd starfsmanna sátu í hópnum þeir Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðarmaður, Kol- beinn Gunnarsson hjá verkamannafé- laginu Hlíf og Jóhannes Gunnarsson, trúnaðarmaður í skautsmiðju. Enn- fremur var skipaður faghópur til að leggja drög að námsskrá fyrir námið. I honum sátu, auk fulltrúa áðumefnds starfshóps, aðilar frá Iðntæknistofn- un, Islenska járnblendifélaginu og Borgarholtsskóla. Hópurinn skilaði tillögum um námsskrá þann 1. októ- ber 1997. Námsefnisgerð, í samræmi við námsskrá, var styrkt myndarlega af starfsmenntasjóði félagsmálaráðu- neytisins. Fynirkomulag námsins Námsskráin gerir ráð fyrir 325 kennslustunda námi sem skiptist í tvo hluta. Fyrri hluti er almennt nám, þar sem einkum er fengist við mannleg samskipti og tjáningu, fyrirtækið og þjóðlífið, stærðfræði, eðlisfræði og rafefnafræði. I síðari hlutanum er fjallað um framleiðslukerfi í stóriðju, tölvur og stýringar, eldföst efni, vélfræði með fyrirbyggjandi viðhaldi, gæðastjóm- un og gæðaeftirlit, vistfræði og um- hverfismál, auk annarra þátta sem tengjast hverri deild fýrir sig. Náminu, sem er sambærilegt við 25 eininga nám samkvæmt eininga- kerfi kvöldskóla og framhaldsskóla, skal ljúka innan tveggja ára frá því að það er hafið. Hluti námsins fer fram í vinnutíma, en hluti í eigin tíma starfs- manna. Starfsmenn halda reglulegum launum meðan þeir em í námi. Nám- inu lýkur með prófi og starfsmenn fá starfsnámsbréf fyrir viðkomandi framleiðsluferli. Þeir sem ljúka nám- inu bera starfsheitið „stóriðjugreinir“. Flytjist menn milli deilda í fyrirtæk- inu, þarf 50 klukkustunda starfsnám í viðkomandi deild til að öðlast réttindi þar. Veruleg kjanabát I febrúar sl. var síðan undirritað sam- komulag um á hvem hátt starfsnámið skuli metið til launa. Starfsmenn í 11. launaflokki skulu hækka um einn launaflokk en starfsmenn í 12. launa- flokki hækka um sömu krónutölu. Að sögn Kolbeins Gunnarssonar hjá Hlíf jafngildir þetta um 10,5% launa- hækkun fyrir þá sem em í 11. flokki, sem hlýtur að teljast umtalsverð kjarabót. Hægt að nota annars staðar Þó svo sá kjarasamningur sem kveð- ur á um starfsnámið sé eingöngu milli ISAL og trúnaðarráðs verka- lýðsfélaga starfsmanna, telur Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna í álverinu, að starfs- menn í öðrum stóriðjufyrirtækjum eigi að geta notið góðs af náminu og nefnir Jámblendiverksmiðjuna, Stein- ullarverksmiðjuna, Magnesíumverk- smiðjuna, Norðurál og önnur stór- iðjufyrirtæki sem kunna að vera sett á stofn í framtíðinni. Beggja hagur Bæði Kolbeinn og Gylfi eru þeirrar skoðunar að þessi áfangi sé gríðar- lega mikilvægur, bæði fyrir fyrirtæk- ið og starfsmennina. Fyrirtækið nýtur góðs af vel menntuðu starfsliði, sem skilar sér í framleiðslunni. Fyrir utan umbun í launum þá færir námið starfsfólki betri yfirsýn yfír alla þætti framleiðslunnar og geri þeim kleift að flytjast milli deilda í verksmiðj- unni, með 50 stunda viðbótarnámi. Gylfi og Kolbeinn em báðir þeirrar skoðunar að Isal hafi með því að koma til móts við kröfur starfsmanna í þessu efni sýnt mikla framsýni, sem hljóti að verða höfð til fyrirmyndar við kjarasamninga annars staðar í framtíðinni. Vilja sveigjanleg starfslok Ný Gallup könnun í Danmörku sýnir að næstum tíundi hver eftirlaunaþegi sér eftir vinnunni. Könnunin, sem var gerð í síma meðal ríflega 500 eftirlaunaþega, sýndi jafnframt að ríflega fjórði hver svarandi hefði kosið að láta af störfum með öðrum og sveigjanlegri hætti, t.d. með því að minnka við sig vinnu en fá eftirlaun á móti. Þannig var algengt að svarendur teldu æskilegt að byrja eftirlaunaaldurinn með því að stytta vinnuvikuna í 20 klukkustundir á viku. Könnunin, sem var gerð fyrir Udspil, fréttabréf danska Alþýðusambandsins, sýndi enn- fremur að „einungis" 70% eftirlaunaþega höfðu farið á eftirlaun af fúsum vilja. - / A P* h/ §á .... -' - ú Staifslok eru víðar til sérstakrar umrœðu en í Danmörku. Myndin hér að ofan er frá ráðstefnu ASI, BSRB og Landssambands aldraðra um starfslok. Sagt erfrá ráðstefnunni á bls. 4 í blaðinu. HITAVEITA REYKJAVÍKUR ISIAK Olíufélagið hf 8 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.