Stefnir - 01.04.1994, Síða 5
Höfundar
Efnisyfírlit
Þór Sigfússon
hefur lokið M.A. prófi í hagfræði.
Hann starfar nú sem ráðgjafi
fjármálaráðherra.
Jónas Fr. Jónsson
er lögfræðingur Verslunar-ráðs
íslands.
Viggó Hilmarsson
stundar nám í stjórnmálafræði við
Háskóla Islands. Hann situr f stjórn
Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
er dósent í stjórnmálafræði við
Háskóla íslands.
Ólafur Örn Klemensson
er hagfræðingur. Hann er formaður
Landsmálafélagsins Varðar.
Charles Moore
skrifar fastan dálk í breska tímaritið
“The Spectator” og er fyrrum ritstjóri
þess. Stefnir mun áfram birta
þýðingar á völdum greinum úr
Spectator og hefur fengið leyfi
ritstjóra til þess.
Börkur Gunnarsson
stundar nám í heimspeki við H.I.
Hann situr í stjórn Sambands ungra
sjálfstæðismanna og er ritstjóri SUS-
frétta. Börkur gaf út smásagnasafnið
“X” fyrir síðustu jól.
Ragnar
Bjartur Guðmundsson
stundar nám í hagfræði við H.I
Siglaugur Brynleifsson
er rithöfundur.
O Áhersla á þjónustuhlutverkið
Nýskipan í ríkisrekstri hefur verið áherslumál Friðriks Sophussonar
fjármálaráðherra frá því hann tók við embætti. Friðrik lýsir því í Stefnisviðtali hvað
áunnist hefur með sölu ríkisfyrirtækja og útboðum. Einnig gerir hann grein fyrir
aðgerðum sem nú eru í undirbúningi. Jafnframt er í viðtalinu farið í saumana á
ýmsum pólitískum deilumálum sem upp hafa komið undanfarið. M.a. ræðir Friðrik
ágreining um undirbúning að sölu SR-Mjöls og forsendur að baki tveggja þrepa
virðisaukaskatti.
O Nútímavæðing - nýr
hornsteinn hagsældar
Þór Sigfússon lýsir hugmyndinni að baki nútímavæðingu og þeim ávinningi sem
hún getur skilað í rekstri ríkisins.
o Ný hugsun í ríkisrekstri
Jónas Friðrik Jónsson byggir þessa grein sína á vinnu sem unnin var á vegum
Verslunarráðs íslands, en niðurstöðurnar voru kynntar á aðalfundi ráðsins 23.
febrúar s.l. í grein Jónasar koma fram athygliverðar tillögur um endurskipulagningu
í ríkisrekstrinum.
O Nafta - bandalag án hafta
Viggó Hilmarsson rekur meginhlutverk fríverslunarsamnings Norður-Ameríkuríkja
og leiðir að því rök að hagstætt geti verið fyrir ísland að leita eftir aðild að Nafta.
Von er á lokaskýrslu frá starfshópi um forkönnun á gerð fríverslunarsamnings við
Bandaríkin von bráðar. Samkvæmt heimildum Stefnis mun hópurinn m.a. leggja til
að þegar verði óskað formlega eftir viðræðum um gerð fríverslunarsamnings við
Bandaríkin og jafnvel einnig Kanada og/eða Mexíkó.
O Svarthvít framtíðarsýn
í vor verða þáttaskil í Suður-Afríku þegar ný stjómarskrá tekur þar gildi og endir
verður bundinn á stjórnmálalegt misrétti kynþátta. En hverjar verða afleiðingamar?
Charles Moore spáir borgarastríði, sem að endingu muni lykta með því að ríkið
skiptist upp.
© Er markaðshyggjan að syngja
sitt síðasta?
Fyrr á öldinni vildu sósíalistar nota ríkisafskipti til að leysa öll félagsleg vandamál.
Nú eiga þau að leysa umhverfismálin. Ragnar Bjartur Guðmundsson fer í saumana á
umhverfishyggjunni og spyr hvort komið sé að endalokum kapítalismans.
© Viðtal við Börk Gunnarsson
Börkur segist, í viðtali við Stefni, telja íslenska lesendur hafa verið alda á konfekti
um of. Með viðtalinu birtist saga úr nýju smásagnasafni Barkar, sem ber nafnið Líf.
© Hver á kvótann?
Deilur um fiskveiðistjórnun og eignarhald á veiðileyfum eru ekki nýjar af nálinni.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson færir hér rök að því að eignarhald útgerðarmanna á
kvóta sé bæði hagkvæmt og réttlátt.
Ólafur Örn Klemensson deildi hart á kvótakerfið á Varðarfundi fyrir skemmstu, þ.e.
með núverandi fyrirkomulagi væru útgerðarmönnum færð veiðiréttindi
endurgjaldslaust. Ólafur Ieggur til upptöku veiðileyfagjalds í grein sinni hér í
blaðinu.
© ,
Ur Draugagili
Ceausescu leiðtogi Rúmeníu var á sinni tíð einn versti harðstjórinn í Austur-Evrópu.
Siglaugur Brynleifsson skrifar.
o