Stefnir - 01.04.1994, Blaðsíða 10

Stefnir - 01.04.1994, Blaðsíða 10
inum í beinu framhaldi af þessu umbóta- starfi. En allt þetta gerist ekki í einu vet- fangi, þar sem kerfið allt er rnjög mið- stýrt, t.d. í launamálum, þar sem ákvörð- unarvaldið hefur þjappast á fáar hendur og samningagerð við launþega um leið. Ertu að gagnrýna þjóðarsáttarstefn- una? Þjóðarsáttin var nauðsynleg til þess að ná vissum markmiðum, s.s. að ná verð- bólgunni niður, skapa traust á milli hópa í þjóðfélaginu og þvinga fram æskileg þjóðfélagsleg markmið. En þegar fram í sækir er alveg ljóst að slíkir heildar- samningar, þar sem ekki má gera neina undantekningu, geta orðið okkur fjötur um fót, ekki síst ef við ætlum að dreifa valdinu eins og ég tel nauðsynlegt að gera í ríkisrekstrinum. Er um að ræða skilning á nútíma- væðingu meðal starfsfólks ríkisstofn- ana? Nú virðist oft sem vil ja skorti til þess að taka þátt i þessmn breytingum og jafnframt skilning á þeim. Ég vil nú í fyrsta lagi undirstrika að það er bábilja að starfsmenn ríkisins séu lakari starfsmenn en þeir sem starfa á al- mennum vinnumarkaði. Hins vegar eru aðstæður þess fólks sem vinnur hjá rík- inu oft lakari en annarra, ekki síst vegna þess að þeir sem stjórna ríkinu, og þá á ég við ríkisstjórnina og Alþingi, hafa ekki sett nægilega skýr markmið fyrir þá starfsemi sem stunduð er á vegum ríkis- ins. En samstarfsviljinn er fyrir hendi og þar bendi ég á að nýlega samþykkti BSRB að setja upp samráðshóp ásamt fulitrúum ríkisvaldsins, þar sem fjallað verður um nýskipan og umbætur í ríkis- rekstri. Þar munu fulltrúar ríkisstjórnar- innar eiga viðræður við fulltrúa starfs- fólksins og ég lít á það sem mjög góða leið til að skapa það traust og þann skiln- ing sem þarf að vera fyrir hendi þegar breytingar eru gerðar. Það er ekkert skrýtið að starfsfólk hjá hinum og þess- um stofnunum hafi áhyggjur þegar stjórnmálamenn koma óvænt einn dag- inn fram með hugmyndir um að leggja af einhverja starfsemi, færa hana frá ríkinu til annarra aðila, eða gera aðrar róttækar breytingar. En hlýtur ekki forysta launþega- hreyfingarinnar að vera dragbítur á breytingar? Þeir sem þar sitja eiga augljósra hagsmuna að gæta. Þú talar um samstarf við BSRB. Hvað ætli séu Alls staðar á Vesturlöndum er mikill halli á ríkisrekstrinum og útþensla ríkisbáknsins er vandamál. Stjórnmálamenn standa frammi fyrir því að þurfa að leysa það vandamál. margar slíkar samstarfsnefndir starf- andi sem ekkert kemur út úr? Hvernig inyndi slík nefnd starfa? Fyrst og fremst mun nefndin vinna að því að skapa nauðsynlegt traust og koma upplýsingum á framfæri. Ég hef rætt við Ogmund Jónasson og honum er auðvit- að jafn ljóst og mér að það er meirihiuti þingsins og ríkis- stjórn á ábyrgð þess sem ræður ferðinni. Það er hins vegar mjög brýnt að fólk sem starfar í opin- berum rekstri fái all- ar nauðsynlegar upplýsingar og geti komið sínum sjónarmiðum til skila. Það er ekki ætlunin að ganga á rétt þessa fólks. Ég held einnig að kominn sé tími til að breyta lögum um réttindi opinberra starfsmanna. Þessi lög eru orðin gömul og miðast við allt annað umhverfi en við búum við í dag. Ég held að opinberir starfsmenn verði að hugsa þá hugsun til enda, að svo kann að fara í framtíðinni að launaákvarðanir þeirra eigi sér í aukn- um mæli stað í smærri einingum, en ekki á vegum heildarsamtaka. Ég sé ekki að endilega sé þörf á að opinberir starfs- menn séu í sérstökum félögum. Ég held að í framtíðinni geti launþegar verið í sömu stéttarfélögum alveg burtséð frá því hvort þeir starfa hjá hinu opinbera eða hjá einkafyrirtækjum á markaði. Hitt er svo rétt, að það er viss hætta á því í okkar kerfi að forystumenn launþega- samtaka hafi hagsmuni af kerfinu eins og það er í dag. Slík afstaða leiðir til kyrrstöðu. Ég vona hins vegar að for- ystumenn samtakanna átti sig á nauðsyn breytinganna. Ég hef átt mjög gott sam- starf við forystumenn launþegasamtak- anna og það hefur ekki borið á neinum vandræðum í samstarfi þeirra og ríkis- stjórnarinnar. Er það ekki hættumerki að ríkis- stjórn sem starfar undir forinerkjum nútímavæðingar og sparnaðar eigi það sent þú kallar gott samstarf við for- ystumenn samtaka launþega hjá hinu opinbera? Samstarf þarf nú ekki að þýða sam- komulag, en ríkisstjórnin hefur verið að reyna að ná mikilvægum markmiðum og þar hefur þurft að eiga góða samvinnu við forystumenn verkalýðssamtaka. o

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.